Archer kaupir helming í Jarðborunum Eiður Þór Árnason skrifar 8. ágúst 2022 09:02 Jarðboranir hf. hafa komið að yfir 300 jarðhitaborholum á síðustu tuttugu árum. Vísir/Vilhelm Alþjóðlega bor- og þjónustufyrirtækið Archer Ltd. hefur keypt 50% hlutafjár í Jarðborunum hf. fyrir 8,25 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 1,13 milljarða íslenskra króna. Seljendur bréfanna eru SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf. og aðrir innlendir hluthafar. Eftir viðskiptin verða Jarðboranir hf. í jafnri eigu Archer og fjárfestingarfélagsins Kaldbaks ehf., dótturfélags Samherja hf. Jarðboranir hf. hefur meira en sjötíu ára reynslu á sviði borana eftir jarðhita. Salan er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá þessu í tilkynningu en þar segir að Archer búi yfir meira en fjögurra áratuga reynslu á sviði borana, þjónustu við olíuleitarfyrirtæki og rannsókna á borholum. Fyrirtækið sé með starfsemi á 45 olíuborpöllum í fjórum heimsálfum og reki 81 færanlegan bor á landi í Suður-Ameríku. Borað yfir 500 borholur hér á landi Fjárfestingu Archer í Jarðborunum hf. er ætlað að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. Níutíu manns starfa hjá Jarðborunum hf. í dag en fram kemur í tilkynningu að fyrirtækið hafi borað meira en 300 borholur eftir jarðhita á síðustu tuttugu árum og meira en 500 borholur frá árinu 1970. Fyrirtækið, sem er sagt búa að mikilli reynslu við boranir við krefjandi aðstæður á einangruðum svæðum, er nú með starfsemi á Íslandi, Azor-eyjum og Nýja-Sjálandi. Hyggjast nýta færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum Dag Skindlo, forstjóri Archer, segir að jarðvarmi hafi beina skörun og samlegðaráhrif við kjarnaþjónustu Archer. „Jarðvarmamarkaðurinn er hluti af mikilvægustu orkugjöfum framtíðarinnar og á eftir að vaxa verulega á næstu áratugum að mati Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar (IEA) og annarra sérfræðinga í greininni. Áætlað er að árlegur fjöldi borhola, þar sem borað er eftir jarðhita, muni aukast úr 200 í 700 fyrir árið 2030. Ennfremur mun aukin áhersla á hitaveitur í Evrópu knýja áfram vöxt og tækniframfarir,“ segir Skindlo í tilkynningu. Sérhæfing Archer sé á sviði borana og þjónustu við borholur og hann telji fyrirtækið geta nýtt færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum framtíðarinnar og nýtt alþjóðleg tengsl Archer við vöxt starfsemi á sviði jarðhitaborana. „Við hlökkum til að halda áfram að þróa og stækka Jarðboranir hf. ásamt stjórnendum fyrirtækisins og meðhluthafa okkar, Kaldbaki.“ Vilja leggja lóð sín á vogaskálarnar við að minnka kolefnislosun Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana hf., segir það mikla traustsyfirlýsingu fyrir félagið að fá Archer inn í hluthafahópinn. „Við erum ánægð með að Archer, með sína víðtæku reynslu og árangur á alþjóðlega vísu, ætli að styðja okkur við áframhaldandi þróun og uppbyggingu Jarðborana hf. Samhliða tækniframförum í greininni getum við í sameiningu lagt lóð á vogarskálarnar í að draga úr kolefnislosun. Reynsla Archer og sérþekking mun án nokkurs vafa styrkja Jarðboranir hf.,“ er haft eftir Sigurði í tilkynningu. Kaup og sala fyrirtækja Orkumál Jarðhiti Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Seljendur bréfanna eru SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf. og aðrir innlendir hluthafar. Eftir viðskiptin verða Jarðboranir hf. í jafnri eigu Archer og fjárfestingarfélagsins Kaldbaks ehf., dótturfélags Samherja hf. Jarðboranir hf. hefur meira en sjötíu ára reynslu á sviði borana eftir jarðhita. Salan er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá þessu í tilkynningu en þar segir að Archer búi yfir meira en fjögurra áratuga reynslu á sviði borana, þjónustu við olíuleitarfyrirtæki og rannsókna á borholum. Fyrirtækið sé með starfsemi á 45 olíuborpöllum í fjórum heimsálfum og reki 81 færanlegan bor á landi í Suður-Ameríku. Borað yfir 500 borholur hér á landi Fjárfestingu Archer í Jarðborunum hf. er ætlað að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. Níutíu manns starfa hjá Jarðborunum hf. í dag en fram kemur í tilkynningu að fyrirtækið hafi borað meira en 300 borholur eftir jarðhita á síðustu tuttugu árum og meira en 500 borholur frá árinu 1970. Fyrirtækið, sem er sagt búa að mikilli reynslu við boranir við krefjandi aðstæður á einangruðum svæðum, er nú með starfsemi á Íslandi, Azor-eyjum og Nýja-Sjálandi. Hyggjast nýta færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum Dag Skindlo, forstjóri Archer, segir að jarðvarmi hafi beina skörun og samlegðaráhrif við kjarnaþjónustu Archer. „Jarðvarmamarkaðurinn er hluti af mikilvægustu orkugjöfum framtíðarinnar og á eftir að vaxa verulega á næstu áratugum að mati Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar (IEA) og annarra sérfræðinga í greininni. Áætlað er að árlegur fjöldi borhola, þar sem borað er eftir jarðhita, muni aukast úr 200 í 700 fyrir árið 2030. Ennfremur mun aukin áhersla á hitaveitur í Evrópu knýja áfram vöxt og tækniframfarir,“ segir Skindlo í tilkynningu. Sérhæfing Archer sé á sviði borana og þjónustu við borholur og hann telji fyrirtækið geta nýtt færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum framtíðarinnar og nýtt alþjóðleg tengsl Archer við vöxt starfsemi á sviði jarðhitaborana. „Við hlökkum til að halda áfram að þróa og stækka Jarðboranir hf. ásamt stjórnendum fyrirtækisins og meðhluthafa okkar, Kaldbaki.“ Vilja leggja lóð sín á vogaskálarnar við að minnka kolefnislosun Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana hf., segir það mikla traustsyfirlýsingu fyrir félagið að fá Archer inn í hluthafahópinn. „Við erum ánægð með að Archer, með sína víðtæku reynslu og árangur á alþjóðlega vísu, ætli að styðja okkur við áframhaldandi þróun og uppbyggingu Jarðborana hf. Samhliða tækniframförum í greininni getum við í sameiningu lagt lóð á vogarskálarnar í að draga úr kolefnislosun. Reynsla Archer og sérþekking mun án nokkurs vafa styrkja Jarðboranir hf.,“ er haft eftir Sigurði í tilkynningu.
Kaup og sala fyrirtækja Orkumál Jarðhiti Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira