Íslendingarnir hafi forðast sendinefnd Namibíu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2022 13:42 Frá Íslandsheimsókn frændanna James og Tamson Hatuikulipi ásamt fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, Sacky Shanghala sem nú liggur undir grun namibískra saksóknara um að hafa þegið mútur frá Samherjamönnum. Þeir prýða forsíðu dagblaðsins Namibian sun í dag. Þeir Íslendingar sem sendinefnd namibískra stjórnvalda vildi ræða við hér á landi fyrr í sumar eru sagðir hafa forðast það með öllum ráðum að ræða við nefndina. Nefndin var send hingað til lands til þess að ræða framsal þriggja Íslendinga sem áttu hlut að meintum mútugreiðslum til áhrifamanna í sjávarútvegi í Namibíu. Varaforsætisráðherra Namibíu kom hingað til lands fyrr í sumar ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur, eins og greint var frá í fjölmiðlum. „Þeir þrír Íslendingar sem voru viðriðnir mútuskandalinn í sjávarútveginum, munu sennilega aldrei stíga fæti inn í Nambíu aftur til að svara fyrir meintu glæpi þeirra". Svona hefst grein Namibian Sun um, að því er virðist, misheppnaða ferð sendinefndar namibískra yfirvalda til Íslands. Nú muni namibísk yfirvöld því grípa til annarra diplómatískra og pólitískra ráðstafana til að ná sínu framgengt. Ekki hafi þó enn verið lögð fram formleg beiðni um framsal mannanna. Namibísk yfirvöld eru sögð afar ósátt með samráðsvilja íslenskra yfirvalda í málinu og telja að það muni hafa óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalsteinn Helgason, Egill Helgi Árnason og Ingvar Júlíusson eru þeir Íslendingar sem nú liggja undir grun namibískra saksóknara. Í heimalandinu eru það meðal annars fyrrverandi ráðherarnir Bernard Esau og Sacky Shanghala sem liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherjamönnum í skiptum fyrir fiskikvóta. Þeir voru einnig fyrirferðamiklir í umfjöllun Kveiks um málið. Bernhard Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja.wikileaks „Móttökuritari með skrautfjaðrir og engin völd“ sendur í stað Jóns Í umfjöllun Namibian sun er Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra einnig sagður hafa beðist undan því að hitta sendinefnina og sent aðstoðarmann sinn, Brynjar Níelsson í hans stað. Það hafi móðgað sendinefndina enda séu aðstoðarmenn ráðherra ekkert annað en „fjaðurskreyttir móttökuritarar sem hafa í raun engin völd,“ eins og segir í greininni og ætti ekki vera þátttakandi í svo alvarlegum samræðum. Tvennum sögum fer þó af þessum fundi Brynjars og namibísku nefndarinnar. Í umfjöllun Vísis er haft eftir Brynjari þar sem hann segist ekki hafa áttað sig á því hvers eðlis fundurinn var. „Þetta ágæta fólk frá Namibíu hafði verið hér á landi í einhverja daga og heimsótt helstu ferðamannastaði án þess að nokkur vissi þegar það bankaði upp á hjá forsætisráðherra og vildi eiga við hann orð varðandi Samherjamálið,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi. Hart hefur verið tekist á um fundinn og hefur Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fordæmt svör Brynjars um efni fundarins. Enginn pólitískur vilji Í umfjölluninni er einnig haft eftir Atla Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International þar sem hann segir Ísland skorta pólitískan vilja til þess að takast á við spillingu. „Ríkisstjórnin virðist harðákveðin í því að sýna fram á að Ísland skorti, ekki aðeins bolmagn til að ná réttlæti í Samherjamálinu, heldur hafa stjórnmálamenn okkar ekki nokkurn áhuga á því að ná fram réttlæti," segir Atli í samtali við Namibian sun. Í sendinefndinni voru ásamt aðstoðarmanni forsætisráðherra, Nandi-Ndaitwah, meðal annars saksóknarinn Martha Imalwa og formaður Samtaka gegn spillingu (ACC), Erna van der Merwe. Fram kemur í greininni að Nandi-Ndaitwah hafi komið á undan hinum nefndarmönnum til að funda með íslenskum ráðamönnum. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Varaforsætisráðherra Namibíu kom hingað til lands fyrr í sumar ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur, eins og greint var frá í fjölmiðlum. „Þeir þrír Íslendingar sem voru viðriðnir mútuskandalinn í sjávarútveginum, munu sennilega aldrei stíga fæti inn í Nambíu aftur til að svara fyrir meintu glæpi þeirra". Svona hefst grein Namibian Sun um, að því er virðist, misheppnaða ferð sendinefndar namibískra yfirvalda til Íslands. Nú muni namibísk yfirvöld því grípa til annarra diplómatískra og pólitískra ráðstafana til að ná sínu framgengt. Ekki hafi þó enn verið lögð fram formleg beiðni um framsal mannanna. Namibísk yfirvöld eru sögð afar ósátt með samráðsvilja íslenskra yfirvalda í málinu og telja að það muni hafa óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalsteinn Helgason, Egill Helgi Árnason og Ingvar Júlíusson eru þeir Íslendingar sem nú liggja undir grun namibískra saksóknara. Í heimalandinu eru það meðal annars fyrrverandi ráðherarnir Bernard Esau og Sacky Shanghala sem liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherjamönnum í skiptum fyrir fiskikvóta. Þeir voru einnig fyrirferðamiklir í umfjöllun Kveiks um málið. Bernhard Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja.wikileaks „Móttökuritari með skrautfjaðrir og engin völd“ sendur í stað Jóns Í umfjöllun Namibian sun er Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra einnig sagður hafa beðist undan því að hitta sendinefnina og sent aðstoðarmann sinn, Brynjar Níelsson í hans stað. Það hafi móðgað sendinefndina enda séu aðstoðarmenn ráðherra ekkert annað en „fjaðurskreyttir móttökuritarar sem hafa í raun engin völd,“ eins og segir í greininni og ætti ekki vera þátttakandi í svo alvarlegum samræðum. Tvennum sögum fer þó af þessum fundi Brynjars og namibísku nefndarinnar. Í umfjöllun Vísis er haft eftir Brynjari þar sem hann segist ekki hafa áttað sig á því hvers eðlis fundurinn var. „Þetta ágæta fólk frá Namibíu hafði verið hér á landi í einhverja daga og heimsótt helstu ferðamannastaði án þess að nokkur vissi þegar það bankaði upp á hjá forsætisráðherra og vildi eiga við hann orð varðandi Samherjamálið,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi. Hart hefur verið tekist á um fundinn og hefur Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fordæmt svör Brynjars um efni fundarins. Enginn pólitískur vilji Í umfjölluninni er einnig haft eftir Atla Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International þar sem hann segir Ísland skorta pólitískan vilja til þess að takast á við spillingu. „Ríkisstjórnin virðist harðákveðin í því að sýna fram á að Ísland skorti, ekki aðeins bolmagn til að ná réttlæti í Samherjamálinu, heldur hafa stjórnmálamenn okkar ekki nokkurn áhuga á því að ná fram réttlæti," segir Atli í samtali við Namibian sun. Í sendinefndinni voru ásamt aðstoðarmanni forsætisráðherra, Nandi-Ndaitwah, meðal annars saksóknarinn Martha Imalwa og formaður Samtaka gegn spillingu (ACC), Erna van der Merwe. Fram kemur í greininni að Nandi-Ndaitwah hafi komið á undan hinum nefndarmönnum til að funda með íslenskum ráðamönnum.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira