Sprengjuárásir á Gazaströnd – áskorun til utanríkisráðherra Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 7. ágúst 2022 17:25 Enn berast fréttir af barnamorðum Ísraelshers á Gazaströnd. Undir yfirskini forvarna hefur eldflaugum og sprengjum verið látið rigna yfir íbúðahverfi á Gaza, bæði norður frá á Jabalia flóttamannabúðirnar og á Rafah, landamærabæinn syðst á Gaza. Gazaborg hefur heldur ekki verið hlíft. Á fyrrnefndu stöðunum áttu tveir helstu leiðtogar Íslömsku andspyrnuhreyfingarinnar (Islamic Jihad) heima og tókst Ísraelsher að taka þá báða af lífi með svokölluðum nákvæmnis-sprengjuflaugum. Auðvitað er nákvæmnin ekki meiri en svo að bæði börn, konur og gamalmenni auk annars heimilisfólks og nágranna, verða líka fyrir, láta lífið eða eru stórslösuð. Þegar þessar línur eru ritaðar hafa 32 verið myrtir í þessum árásum á tveimur dögum, um 260 særðir og margir alvarlega. Þess vegna fer tala látinna stöðugt vaxandi, auk þess sem árásirnar halda áfram. Hér kemur einnig til skortur á sjúkragögnum, hreinu vatni og rafmagni. Ekki má gleyma því að íbúunum sem eru yfir tvær milljónir talsins á örlítilli landræmu (um 360 ferkílómetrar) er haldið innilokuðum með umsátri sem stað hefur í 15 ár. Gaza er nefnt stærsta fangelsi heimi heims og þaðan fær enginn flúið árásir Ísraelshers. Ekki er nema rúmt ár eða 15 mánuðir síðan síðasta stórárás Ísraelshers á íbúa Gazastrandar átti sér stað, en það var í maí 2021 sem Ísraelsher myrti í samskonar árásum 261 íbúa á Gaza þar af 67 börn. Þá særðust 2200 manns sem margir hverjir hafa dáið síðan eða eru örkumla. Í Ísrael fórust 13 manns af völdum stríðsins Ísraestjórn hefur stofnað til slíkra árása á Gaza mörgum sinnum frá árinu 2005 undir ýmsu yfirskini. Nú heitir það herferð gegn Íslömsku andspyrnuhreyfingunni, ekki það að vísað sé til neinna árása af hendi hennar, enda ekki um það að ræða, heldur til hótana leiðtoga hennar. Sumir leiðtogar Ísraels hafa lýst þessum árásum þannig, svo óhugnanlegt sem það kann að hljóma, að nauðsynlegt sé „að slá grasið“ af og til.Íbúarnir á Gaza voru engan veginn búnir að ná sér eftir sprengjuárásir síðasta árs. Auk alls þess fjölda íbúa sem myrtur var af hernum, bætist við sorgin og áföllin fyrir fjölskyldur og vini, auk gríðarlegrar eyðileggingar, sem Ísrael bætir að engu. 1770 íbúðir voru gjöreyðilagðar í sprengjuárásunum í fyrra og minna en þriðjungur hefur komið í staðinn. Yfir 100 þúsund manns lentu á vergangi. Það var um þetta leyti fyrir 8 árum, eða í júlí og ágúst árið 2014 sem mesta árásahrinan Ísraelshers gegn íbúum Gaza-strandarinnar stóð yfir. Í 51 dag rigndi sprengjum yfir íbúðahverfin af sjó, landi og úr lofti. Með þeim árásum myrti Ísraelsstjórn 551 barn og alls um 2300 manns, þúsundir slösuðust og hundruðir búa við örkuml og örorku. Meirihluti íbúanna á Gaza er innan við 18 ára aldur og hér hefur lítið verið sagt um þær sálarlegu afleiðingar sem það hefur á hvert einast barn að búa við ógn og stríðshörmungar, það sem öll börn á Gaza hafa mátt búa við um langa hríð. Hernám allrar Palestínu hefur nú varað í 55 ár. Að lokum skal minnt á að Gaza er hluti Palestínu, ríkis sem Ísland hefur viðurkennt, sjálfstæði og fullveldi innan landamæranna frá 1949 og eins og þau voru 1967 þegar Ísrael lagði alla Palestínu undir sig. Utanríkisráðherra okkar og ríkisstjórn hlýtur að fordæma þessar stríðsaðgerðir Ísraels og þrýsta á Ísraelsstjórn með öllum ráðum til að hætta þessum fjöldamorðum. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Ísrael Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Enn berast fréttir af barnamorðum Ísraelshers á Gazaströnd. Undir yfirskini forvarna hefur eldflaugum og sprengjum verið látið rigna yfir íbúðahverfi á Gaza, bæði norður frá á Jabalia flóttamannabúðirnar og á Rafah, landamærabæinn syðst á Gaza. Gazaborg hefur heldur ekki verið hlíft. Á fyrrnefndu stöðunum áttu tveir helstu leiðtogar Íslömsku andspyrnuhreyfingarinnar (Islamic Jihad) heima og tókst Ísraelsher að taka þá báða af lífi með svokölluðum nákvæmnis-sprengjuflaugum. Auðvitað er nákvæmnin ekki meiri en svo að bæði börn, konur og gamalmenni auk annars heimilisfólks og nágranna, verða líka fyrir, láta lífið eða eru stórslösuð. Þegar þessar línur eru ritaðar hafa 32 verið myrtir í þessum árásum á tveimur dögum, um 260 særðir og margir alvarlega. Þess vegna fer tala látinna stöðugt vaxandi, auk þess sem árásirnar halda áfram. Hér kemur einnig til skortur á sjúkragögnum, hreinu vatni og rafmagni. Ekki má gleyma því að íbúunum sem eru yfir tvær milljónir talsins á örlítilli landræmu (um 360 ferkílómetrar) er haldið innilokuðum með umsátri sem stað hefur í 15 ár. Gaza er nefnt stærsta fangelsi heimi heims og þaðan fær enginn flúið árásir Ísraelshers. Ekki er nema rúmt ár eða 15 mánuðir síðan síðasta stórárás Ísraelshers á íbúa Gazastrandar átti sér stað, en það var í maí 2021 sem Ísraelsher myrti í samskonar árásum 261 íbúa á Gaza þar af 67 börn. Þá særðust 2200 manns sem margir hverjir hafa dáið síðan eða eru örkumla. Í Ísrael fórust 13 manns af völdum stríðsins Ísraestjórn hefur stofnað til slíkra árása á Gaza mörgum sinnum frá árinu 2005 undir ýmsu yfirskini. Nú heitir það herferð gegn Íslömsku andspyrnuhreyfingunni, ekki það að vísað sé til neinna árása af hendi hennar, enda ekki um það að ræða, heldur til hótana leiðtoga hennar. Sumir leiðtogar Ísraels hafa lýst þessum árásum þannig, svo óhugnanlegt sem það kann að hljóma, að nauðsynlegt sé „að slá grasið“ af og til.Íbúarnir á Gaza voru engan veginn búnir að ná sér eftir sprengjuárásir síðasta árs. Auk alls þess fjölda íbúa sem myrtur var af hernum, bætist við sorgin og áföllin fyrir fjölskyldur og vini, auk gríðarlegrar eyðileggingar, sem Ísrael bætir að engu. 1770 íbúðir voru gjöreyðilagðar í sprengjuárásunum í fyrra og minna en þriðjungur hefur komið í staðinn. Yfir 100 þúsund manns lentu á vergangi. Það var um þetta leyti fyrir 8 árum, eða í júlí og ágúst árið 2014 sem mesta árásahrinan Ísraelshers gegn íbúum Gaza-strandarinnar stóð yfir. Í 51 dag rigndi sprengjum yfir íbúðahverfin af sjó, landi og úr lofti. Með þeim árásum myrti Ísraelsstjórn 551 barn og alls um 2300 manns, þúsundir slösuðust og hundruðir búa við örkuml og örorku. Meirihluti íbúanna á Gaza er innan við 18 ára aldur og hér hefur lítið verið sagt um þær sálarlegu afleiðingar sem það hefur á hvert einast barn að búa við ógn og stríðshörmungar, það sem öll börn á Gaza hafa mátt búa við um langa hríð. Hernám allrar Palestínu hefur nú varað í 55 ár. Að lokum skal minnt á að Gaza er hluti Palestínu, ríkis sem Ísland hefur viðurkennt, sjálfstæði og fullveldi innan landamæranna frá 1949 og eins og þau voru 1967 þegar Ísrael lagði alla Palestínu undir sig. Utanríkisráðherra okkar og ríkisstjórn hlýtur að fordæma þessar stríðsaðgerðir Ísraels og þrýsta á Ísraelsstjórn með öllum ráðum til að hætta þessum fjöldamorðum. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun