Formaður VR slær verkföll í haust ekki út af borðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2022 14:32 Formaður VR slær verkföll í haust ekki út af borðinu. Vísir/Arnar Formaður VR segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum í húsnæðismálum og ekki hafa efnt loforð úr síðustu kjarasamningum. Hann segir verkalýðshreyfinguna klára í slaginn og slær verkföll ekki út af borðinu. Hátt í 200 kjarasamningar verða lausir í haust og um 300 á næstu níu mánuðum. Mikið samningstímabil verður því í kjaramálum í vetur sem ráðgera má að verði hart en atvinnulífið, stjórnvöld og verkalýðshreyfingin hafa deilt mikið undanfarið vegna vaxandi verðbólgu og aðgerðarleysis að mati hreyfingarinnar. „Stjórnvöld hafa brugðist algerlega, sofið á verðinum og vaktinni varðandi húsnæðismarkaðinn og húsnæðismálin. Seðlabankinn er að keyra hér upp stýrivexti langt umfram það sem þekkist annars staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fjöldi atriða sem samið var í síðustu kjarasamningum hafi ekki verið efndur. „Síðan eru bara svo mörg atriði frá síðustu kjarasamningum sem við sömdum um varðandi til dæmis verðtrygginguna, vaxtastig og húsnæðismálin sem hefur ekki verið efnt,“ segir Ragnar. Atvinnulífið hafi gert illt verra. „Við erum að sjá gríðarlega góða afkomu hjá smásölurisunum sem hafa ekki haldið að sér höndum hvað varðar álagningu og ekki lagt sitt af mörkum til að skapa hér sátt í samfélaginu og reynt að vinna á og sporna gegn þessari miklu verðbólgu sem er að hellast núna yfir almenning í landinu.“ Kominn sé tími til að stjórnmálamennirnir og seðlabankinn axli ábyrgð á gjörðum sínum. „Það getum við gert í gegn um okkar rétt til samninga meðal annars verkfallsréttinn og miðað við hvernig stjórnmálafólkið okkar hefur talað upp á síðkastið, núna síðast forsætisráðherra sem hefur hækkað núna síðustu sex árin um rétt tæplega þreföld lágmarkslaun. Við erum bara klár í slaginn.“ Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki megi falla í freistni og lofa meiru en Ísland geti staðið undir Verðbólga einkennir nú öll hagkerfi heimsins og er Ísland þar engin undantekning að sögn prófessors í hagfræði. Seðlabankastjóri hefur boðað aðgerðir en verkalýðshreyfingin stendur föst á sínu fyrir komandi kjaraviðræður. Vernda þurfi viðkvæmasta hópinn en þó sé ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir í óvissunni sem fram undan er. 3. ágúst 2022 21:35 Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Hátt í 200 kjarasamningar verða lausir í haust og um 300 á næstu níu mánuðum. Mikið samningstímabil verður því í kjaramálum í vetur sem ráðgera má að verði hart en atvinnulífið, stjórnvöld og verkalýðshreyfingin hafa deilt mikið undanfarið vegna vaxandi verðbólgu og aðgerðarleysis að mati hreyfingarinnar. „Stjórnvöld hafa brugðist algerlega, sofið á verðinum og vaktinni varðandi húsnæðismarkaðinn og húsnæðismálin. Seðlabankinn er að keyra hér upp stýrivexti langt umfram það sem þekkist annars staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fjöldi atriða sem samið var í síðustu kjarasamningum hafi ekki verið efndur. „Síðan eru bara svo mörg atriði frá síðustu kjarasamningum sem við sömdum um varðandi til dæmis verðtrygginguna, vaxtastig og húsnæðismálin sem hefur ekki verið efnt,“ segir Ragnar. Atvinnulífið hafi gert illt verra. „Við erum að sjá gríðarlega góða afkomu hjá smásölurisunum sem hafa ekki haldið að sér höndum hvað varðar álagningu og ekki lagt sitt af mörkum til að skapa hér sátt í samfélaginu og reynt að vinna á og sporna gegn þessari miklu verðbólgu sem er að hellast núna yfir almenning í landinu.“ Kominn sé tími til að stjórnmálamennirnir og seðlabankinn axli ábyrgð á gjörðum sínum. „Það getum við gert í gegn um okkar rétt til samninga meðal annars verkfallsréttinn og miðað við hvernig stjórnmálafólkið okkar hefur talað upp á síðkastið, núna síðast forsætisráðherra sem hefur hækkað núna síðustu sex árin um rétt tæplega þreföld lágmarkslaun. Við erum bara klár í slaginn.“
Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki megi falla í freistni og lofa meiru en Ísland geti staðið undir Verðbólga einkennir nú öll hagkerfi heimsins og er Ísland þar engin undantekning að sögn prófessors í hagfræði. Seðlabankastjóri hefur boðað aðgerðir en verkalýðshreyfingin stendur föst á sínu fyrir komandi kjaraviðræður. Vernda þurfi viðkvæmasta hópinn en þó sé ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir í óvissunni sem fram undan er. 3. ágúst 2022 21:35 Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Ekki megi falla í freistni og lofa meiru en Ísland geti staðið undir Verðbólga einkennir nú öll hagkerfi heimsins og er Ísland þar engin undantekning að sögn prófessors í hagfræði. Seðlabankastjóri hefur boðað aðgerðir en verkalýðshreyfingin stendur föst á sínu fyrir komandi kjaraviðræður. Vernda þurfi viðkvæmasta hópinn en þó sé ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir í óvissunni sem fram undan er. 3. ágúst 2022 21:35
Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00
Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06