„Það sem er mikilvægt er að þetta má ekki gleymast“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2022 09:00 Íbúar límdu þessa önd á fótboltavöllinn. Á myndinni má sjá töluna 208 en það er fjöldi fugla sem þurfti að aflífa ásamt þeim fjölda fugla sem drapst í olíulekanum. vísir Súgfirðingar gengu í gær til minningar þeirra fjölmörgu æðarfugla sem þurfi að aflífa eftir olíuslys í þorpinu fyrr á árinu. Skipuleggjandi segir mikilvægt að atvikið gleymist ekki og að lærdómur verði dreginn af því. Í mars síðastliðnum fór mikill fjöldi friðaðra æðarfugla illa út úr stórum olíuleka sem varð þegar tíu þúsund lítrar af olíu láku frá olíutanki Orkubús Vestfjarða, niður í tjörnina á Suðureyri þar sem hún átti svo greiða leið niður í sjóinn og hafnarsvæðið. Aflífa þurfti fuglana þrátt fyrir hetjulegar björgunaraðgerðir Súgfirðinga þar sem reynt var að fjarlægja olíu úr fjöðrum þeirra. Um fjörutíu Súgfirðingar gengu í gær til minningar æðarfuglanna. Íbúar gengu með krossa um háls og sungu andarbæjarlagið. „Þetta var mjög skemmtilegt. Við fórum frá félagsheimilinu og enduðum hjá fótboltavellinum og mynduðum hring í æðaröndinni sem við vorum búin að búa til. Þetta var mjög fallegt augnablik þar sem við heiðruðum minningu andanna og þetta var mjög gaman. Vorum með tónlist undir og þetta var alveg ógleymanlegt fyrir okkur öll sem vorum á svæðinu,“ sagði Einar Mikael Sverrisson, skipuleggjandi göngunnar. Auk þess að heiðra minningu andanna var tilgangur minningargöngunnar að passa að svona gerist ekki aftur. „Það sem er mikilvægt er að þetta má ekki gleymast og það sem var ekki til staðar á sínum tíma var að það voru engir verkferlar hjá tilteknum stofnunum eða ábyrgðaraðilum og þeir voru búnir að lofa því að þessu yrði kippt í liðinn hið snarasta. Þannig að við vonumst til þess að þeir ætli að standa við það því þetta er mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að við missum ekki þetta traust út á við út af ferðaþjónustunni að við séum að bera virðingu fyrir náttúrunni.“ Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Fuglar Tengdar fréttir Heiðra minningu æðarfugla sem drápust í olíuslysi Á laugardaginn munu Súgfirðingar ganga minningargöngu til heiðurs minningar fjölmargra æðarfugla sem þurfti að aflífa eftir olíuslys á Suðureyri í mars síðastliðnum. 4. ágúst 2022 08:24 Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar. 6. mars 2022 20:18 Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Í mars síðastliðnum fór mikill fjöldi friðaðra æðarfugla illa út úr stórum olíuleka sem varð þegar tíu þúsund lítrar af olíu láku frá olíutanki Orkubús Vestfjarða, niður í tjörnina á Suðureyri þar sem hún átti svo greiða leið niður í sjóinn og hafnarsvæðið. Aflífa þurfti fuglana þrátt fyrir hetjulegar björgunaraðgerðir Súgfirðinga þar sem reynt var að fjarlægja olíu úr fjöðrum þeirra. Um fjörutíu Súgfirðingar gengu í gær til minningar æðarfuglanna. Íbúar gengu með krossa um háls og sungu andarbæjarlagið. „Þetta var mjög skemmtilegt. Við fórum frá félagsheimilinu og enduðum hjá fótboltavellinum og mynduðum hring í æðaröndinni sem við vorum búin að búa til. Þetta var mjög fallegt augnablik þar sem við heiðruðum minningu andanna og þetta var mjög gaman. Vorum með tónlist undir og þetta var alveg ógleymanlegt fyrir okkur öll sem vorum á svæðinu,“ sagði Einar Mikael Sverrisson, skipuleggjandi göngunnar. Auk þess að heiðra minningu andanna var tilgangur minningargöngunnar að passa að svona gerist ekki aftur. „Það sem er mikilvægt er að þetta má ekki gleymast og það sem var ekki til staðar á sínum tíma var að það voru engir verkferlar hjá tilteknum stofnunum eða ábyrgðaraðilum og þeir voru búnir að lofa því að þessu yrði kippt í liðinn hið snarasta. Þannig að við vonumst til þess að þeir ætli að standa við það því þetta er mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að við missum ekki þetta traust út á við út af ferðaþjónustunni að við séum að bera virðingu fyrir náttúrunni.“
Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Fuglar Tengdar fréttir Heiðra minningu æðarfugla sem drápust í olíuslysi Á laugardaginn munu Súgfirðingar ganga minningargöngu til heiðurs minningar fjölmargra æðarfugla sem þurfti að aflífa eftir olíuslys á Suðureyri í mars síðastliðnum. 4. ágúst 2022 08:24 Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar. 6. mars 2022 20:18 Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Heiðra minningu æðarfugla sem drápust í olíuslysi Á laugardaginn munu Súgfirðingar ganga minningargöngu til heiðurs minningar fjölmargra æðarfugla sem þurfti að aflífa eftir olíuslys á Suðureyri í mars síðastliðnum. 4. ágúst 2022 08:24
Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar. 6. mars 2022 20:18
Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent