Lífshættulegt að slökkva ekki á búnaði í útilegum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2022 22:55 Eyþór Víðisson öryggisfræðingur. Vísir/Ívar Fannar Öryggisfræðingur segir nauðsynlegt að fólk hugi vel að búnaði í ferðahýsum fyrir ferðalög. Lífshættulegt geti verið að sofa með kveikt á gas-, olíu- eða rafmagnsbúnaði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýstu hjónin Bylgja Dís Birkisdóttir og Bragi Jónsson því þegar þau og tveggja ára sonur þeirra vöknuðu úr værum svefni í útilegu á Akureyri. Þau dvöldu þar í fellihýsi en Bylgja vaknaði með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarörðugleika. Ekki leið á löngu þar til Bragi var farinn að finna svipuð einkenni. Þau áttuðu sig á að eitthvað væri í loftinu og drifu sig út. Í ljós kom að koltvísýringur hefði komið inn í fellihýsið í gegn um miðstöðina sem var í gangi um nóttina og litlu mátti muna að þau hefðu öll farist. „Það sem gerist sennilega þarna er að þau hafa notað olíu til að hita fellihýsið. Við olíubruna, eins og við þekkjum bara á bílunum okkar, þá verður til koltvísýringur sem að virðist fara að leka þarna inn í rýmið,“ segir Eyþór Víðisson öryggisfræðingu. Mikilvægt sé að fólk fari ekki að sofa frá einhverju sem kveikt er á. „Hvort sem það er gas, olía, jafnvel rafmagnshitarar. Ég skil það vel að það geti orðið kalt á nóttunni á Íslandi. Þá er bara að búa sig að öðru leyti, klæða sig vel og vera með góða sæng,“ segir Eyþór. „Við förum ekki að sofa heima hjá okkur frá kerti sem logar og þetta er sama reglan. Við vitum aldrei hvað getur gerst.“ Fólk kanni ástand búnaðar vel fyrir ferðalög Fólk þurfi að huga vel að búnaði fyrir ferðalög. „Það skiptir rosa miklu máli að vita hvað maður er með í höndunum, hvers konar búnaður þetta er. Gas eða olía eða annað og síðan hvernig ástandið er fyrir hvert sumar,“ segir Eyþór. „Að skoða búnaðinn vel, toga í allt og skoða festingar og ef það er eitthvað að skipta um.“ Oft hafi komið upp dæmi sem þessi sem hafi farið verr. „Maður hefur oft heyrt þetta í gegn um tíðina og maður hefur líka lesið fréttir um andlát vegna þess að fólk sofnaði frá búnaði, hvort sem það eru prímusar í tjöldum eða einhverskonar gasbúnaður.“ Mikil mildi sé að ekki fór verr. „Þetta fólk er alveg ótrúlega heppið og maður bara þakkar guðunum að ekkki fór verr vegna þess að það hefði vissulega getað gert það,“ segir Eyþór. Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Slysavarnir Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýstu hjónin Bylgja Dís Birkisdóttir og Bragi Jónsson því þegar þau og tveggja ára sonur þeirra vöknuðu úr værum svefni í útilegu á Akureyri. Þau dvöldu þar í fellihýsi en Bylgja vaknaði með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarörðugleika. Ekki leið á löngu þar til Bragi var farinn að finna svipuð einkenni. Þau áttuðu sig á að eitthvað væri í loftinu og drifu sig út. Í ljós kom að koltvísýringur hefði komið inn í fellihýsið í gegn um miðstöðina sem var í gangi um nóttina og litlu mátti muna að þau hefðu öll farist. „Það sem gerist sennilega þarna er að þau hafa notað olíu til að hita fellihýsið. Við olíubruna, eins og við þekkjum bara á bílunum okkar, þá verður til koltvísýringur sem að virðist fara að leka þarna inn í rýmið,“ segir Eyþór Víðisson öryggisfræðingu. Mikilvægt sé að fólk fari ekki að sofa frá einhverju sem kveikt er á. „Hvort sem það er gas, olía, jafnvel rafmagnshitarar. Ég skil það vel að það geti orðið kalt á nóttunni á Íslandi. Þá er bara að búa sig að öðru leyti, klæða sig vel og vera með góða sæng,“ segir Eyþór. „Við förum ekki að sofa heima hjá okkur frá kerti sem logar og þetta er sama reglan. Við vitum aldrei hvað getur gerst.“ Fólk kanni ástand búnaðar vel fyrir ferðalög Fólk þurfi að huga vel að búnaði fyrir ferðalög. „Það skiptir rosa miklu máli að vita hvað maður er með í höndunum, hvers konar búnaður þetta er. Gas eða olía eða annað og síðan hvernig ástandið er fyrir hvert sumar,“ segir Eyþór. „Að skoða búnaðinn vel, toga í allt og skoða festingar og ef það er eitthvað að skipta um.“ Oft hafi komið upp dæmi sem þessi sem hafi farið verr. „Maður hefur oft heyrt þetta í gegn um tíðina og maður hefur líka lesið fréttir um andlát vegna þess að fólk sofnaði frá búnaði, hvort sem það eru prímusar í tjöldum eða einhverskonar gasbúnaður.“ Mikil mildi sé að ekki fór verr. „Þetta fólk er alveg ótrúlega heppið og maður bara þakkar guðunum að ekkki fór verr vegna þess að það hefði vissulega getað gert það,“ segir Eyþór.
Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Slysavarnir Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira