Arnór og Ari Freyr Skúlason voru báðir í byrjunarliði Norrköping er liðið tók á móti Degerfors, en Andri Lucas Guðjóhnsen kom inn af varamannabekknum þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.
Heimamenn tóku forystuna eftir rétt rúmlega hálftíma leik áður en Arnór tryggði liðinu 2-0 sigur með marki á lokamínútu leiksins.
Norrköping situr nú í 11. sæti sænsku deildarinnar með 19 stig eftir 17 leiki, átta stigum meira en Degerfors sem situr í 14. sæti.
Þá vann Íslendingaliðið Kristianstad undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttur góðan 0-2 útisigur gegn Kalmar. Amanda Andradóttir var í byrjunarliði Kristianstad og Emelía Óskarsdóttir kom inn af varamannabekknum þegar um fimm mínútur voru til leiksloka.
Kristianstad situr í öðru sæti deildarinnar með 36 stig eftir 16 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Rosengård. Kalmar situr hins vegar í 11. sæti deildarinnar með aðeins níu stig.