Björgunarsveitir skoða að loka gossvæðinu á morgun vegna veðurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2022 11:52 Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns Stöð 2/Egill Lögreglan á Suðurnesjum mun sekta þá sem ekki leggja í merkt bílastæði við gosstöðvarnar frá og með deginum í dag. Þá kemur til greina að svæðinu verði lokað á morgun vegna veðurs. „Þetta gekk ágætlega í nótt, nema bara fólk var ekkert að hlusta nógu vel á okkur því veðrið versnaði og það var mikið af vanbúnu fólki að fara upp,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Hátt í fimm þúsund lögðu leið sína að gosstöðvunum í gær og einstaka ferðamenn slösuðust. Veðrið í gærkvöldi og nótt hafi ekki verið gott og skyggni sérstaklega slæmt á tímabili. Fólk þurfi að vera vel búið og helst með GPS tæki til að rata alla leið. Björgunarsveitarmenn við eldgosið í Merardölum.Vísir/Vilhelm „Í gær endaði það þannig að það sást ekki á milli stika sem við erum búin að setja, við erum nú reyndar að fara í dag og þétta þær og reyna að gera eitthvað úr því,“ segir Bogi. Hafiði orðið vör við það að fólk sé, þrátt fyrir aðvaranir, að fara þarna með börn og gæludýr? „Jájájá, eins og ég segi túrisminn hefur kannski ekki pössun og ber oft á fólki í fjölskylduferðum.“ Þá hafi gengið illa að fá fólk til að leggja í bílastæðin sem komið var fyrir við Suðurstrandarveg í fyrra og fólk leggi enn í vegkantinn. Lögreglan á Suðurnesjum boðar aðgerðir vegna þessa. „Ef ég skildi fréttatilkynningu lögreglunnar rétt þá eru þeir að fara að harka í það og munu sekta alla bíla sem leggja í vegkanntinum.“ Hann biðlar til fólks að fara varlega, þar sem það taki björgunarsveitina meira en klukkustund að komast á bíl upp að gosstöðvunum. „Ef fólk lendir í að vera mikið slasað getum við lent í erfiðleikum með að flytja fólk af fjallinu.“ Á morgun er mikilli ofankomu spáð á svæðinu. „Við erum að skoða það hvort við bara lokum,“ segir Bogi en ákvörðun um það verður tekin í dag. „Miðað við hvernig veðurspáin er verðum við sjálfir í erfiðleikum með að athafna okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. 6. ágúst 2022 10:37 Lítið skyggni við gosið sem mallar áfram Lítil sem engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum í nótt. Ekki viðrar vel til gönguferða að gosstöðvunum í dag enda er mikil þoka á svæðinu og skyggni lítið sem ekkert. 6. ágúst 2022 07:47 Ekki allir sem hlusta Eitthvað hefur borið á minniháttar meiðslum og fótameinum hjá fólki sem leggja leið sína að eldgosinu í Meradölum og dæmi um að einstaklingar togni á ökkla og þurfi aðstoð vegna örmögnunar. Heilt yfir hefur þó gengið nokkuð vel á svæðinu að sögn björgunarsveitarfólks en mikill fjöldi hefur gert sér ferð að gosinu frá því á miðvikudag. Er allur gangur á því hversu vel fólk er búið. 5. ágúst 2022 20:06 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Sjá meira
„Þetta gekk ágætlega í nótt, nema bara fólk var ekkert að hlusta nógu vel á okkur því veðrið versnaði og það var mikið af vanbúnu fólki að fara upp,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Hátt í fimm þúsund lögðu leið sína að gosstöðvunum í gær og einstaka ferðamenn slösuðust. Veðrið í gærkvöldi og nótt hafi ekki verið gott og skyggni sérstaklega slæmt á tímabili. Fólk þurfi að vera vel búið og helst með GPS tæki til að rata alla leið. Björgunarsveitarmenn við eldgosið í Merardölum.Vísir/Vilhelm „Í gær endaði það þannig að það sást ekki á milli stika sem við erum búin að setja, við erum nú reyndar að fara í dag og þétta þær og reyna að gera eitthvað úr því,“ segir Bogi. Hafiði orðið vör við það að fólk sé, þrátt fyrir aðvaranir, að fara þarna með börn og gæludýr? „Jájájá, eins og ég segi túrisminn hefur kannski ekki pössun og ber oft á fólki í fjölskylduferðum.“ Þá hafi gengið illa að fá fólk til að leggja í bílastæðin sem komið var fyrir við Suðurstrandarveg í fyrra og fólk leggi enn í vegkantinn. Lögreglan á Suðurnesjum boðar aðgerðir vegna þessa. „Ef ég skildi fréttatilkynningu lögreglunnar rétt þá eru þeir að fara að harka í það og munu sekta alla bíla sem leggja í vegkanntinum.“ Hann biðlar til fólks að fara varlega, þar sem það taki björgunarsveitina meira en klukkustund að komast á bíl upp að gosstöðvunum. „Ef fólk lendir í að vera mikið slasað getum við lent í erfiðleikum með að flytja fólk af fjallinu.“ Á morgun er mikilli ofankomu spáð á svæðinu. „Við erum að skoða það hvort við bara lokum,“ segir Bogi en ákvörðun um það verður tekin í dag. „Miðað við hvernig veðurspáin er verðum við sjálfir í erfiðleikum með að athafna okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. 6. ágúst 2022 10:37 Lítið skyggni við gosið sem mallar áfram Lítil sem engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum í nótt. Ekki viðrar vel til gönguferða að gosstöðvunum í dag enda er mikil þoka á svæðinu og skyggni lítið sem ekkert. 6. ágúst 2022 07:47 Ekki allir sem hlusta Eitthvað hefur borið á minniháttar meiðslum og fótameinum hjá fólki sem leggja leið sína að eldgosinu í Meradölum og dæmi um að einstaklingar togni á ökkla og þurfi aðstoð vegna örmögnunar. Heilt yfir hefur þó gengið nokkuð vel á svæðinu að sögn björgunarsveitarfólks en mikill fjöldi hefur gert sér ferð að gosinu frá því á miðvikudag. Er allur gangur á því hversu vel fólk er búið. 5. ágúst 2022 20:06 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Sjá meira
Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. 6. ágúst 2022 10:37
Lítið skyggni við gosið sem mallar áfram Lítil sem engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum í nótt. Ekki viðrar vel til gönguferða að gosstöðvunum í dag enda er mikil þoka á svæðinu og skyggni lítið sem ekkert. 6. ágúst 2022 07:47
Ekki allir sem hlusta Eitthvað hefur borið á minniháttar meiðslum og fótameinum hjá fólki sem leggja leið sína að eldgosinu í Meradölum og dæmi um að einstaklingar togni á ökkla og þurfi aðstoð vegna örmögnunar. Heilt yfir hefur þó gengið nokkuð vel á svæðinu að sögn björgunarsveitarfólks en mikill fjöldi hefur gert sér ferð að gosinu frá því á miðvikudag. Er allur gangur á því hversu vel fólk er búið. 5. ágúst 2022 20:06