Heyrir sama munnsöfnuð núna og hann fékk fyrir þrjátíu árum Eiður Þór Árnason og Snorri Másson skrifa 5. ágúst 2022 21:46 Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson segir að sjaldan hafi verið jafn mikilvægt að tala gegn hatri. Vísir/Vilhelm Gleðiganga Hinsegin daga er gengin á morgun og eru margir í óðaönn við að klára undirbúninginn fyrir stóra daginn. Einn þeirra er tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem stendur að venju í stórræðum á þessum tíma. Í ár er þemað tónleikar á hjólum. „Þetta verður svona klúbbagigg á hjólum, smá diskó, smá Mad Max: Fury Road. Ég er ekki að gera skúlptúr, þetta er kannski svolítið hrárra en venjulega en ég verð með fimmtíu dansara með mér hér til fulltingis. Dansara sem geta í alvörunni hreyft sig,“ sagði Páll Óskar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann reyni að alltaf að toppa sig að einhverju leyti á hverju ári og fólk geti búið sig undir glæsilegt atriði þar sem öllu verði tjaldað til. Markmiðið sé að verða enn að þegar hann verði orðinn 83 ára gömul drottning árið 2075. Safnast saman við Hallgrímskirkju á morgun Palli segir að burt séð frá glamúrnum og sjónarspilinu sé meginmarkmið hans líkt og alltaf að breiða út jákvæðan og mikilvægan boðskap. „Það er engu líkara með þessi skýru skilaboð: Út með hatrið, inn með ástina, að við verðum stöðugt að vera á vaktinni með akkúrat þennan boðskap vegna þess að akkúrat núna er bakslag í gangi, við finnum fyrir því á eigin skinni.“ „Ég er að sjá það sjálfur einkum og sér í lagi á samfélagsmiðlum að transfólk og kynsegin fólk er núna að fá á sig nákvæmlega sama munnsöfnuð og ég fékk á mig fyrir þrjátíu árum síðan. Ég athuga kannski Youtube og skrifa kannski transgender og þá gossar yfir mann einhver ógeðsboðskapur þar sem transfólki er fundið allt til foráttu. Sömu skilaboðin og ég fékk: „Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert sautján ára? Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert barn? Er þetta ekki bara einhver athyglissýki í þér?““ Páll Óskar segir að þau sem vilji mótmæla þessum þankagangi og munnsöfnuði eigi að mæta við Hallgrímskirkju klukkan 13 á morgun þar sem þátttakendur í gleðigöngu Hinsegin daga muni safnast saman og leggja af stað klukkan 14. Þaðan verður gengið eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við. Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. 2. ágúst 2022 21:30 Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi 30. júlí 2022 14:03 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
„Þetta verður svona klúbbagigg á hjólum, smá diskó, smá Mad Max: Fury Road. Ég er ekki að gera skúlptúr, þetta er kannski svolítið hrárra en venjulega en ég verð með fimmtíu dansara með mér hér til fulltingis. Dansara sem geta í alvörunni hreyft sig,“ sagði Páll Óskar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann reyni að alltaf að toppa sig að einhverju leyti á hverju ári og fólk geti búið sig undir glæsilegt atriði þar sem öllu verði tjaldað til. Markmiðið sé að verða enn að þegar hann verði orðinn 83 ára gömul drottning árið 2075. Safnast saman við Hallgrímskirkju á morgun Palli segir að burt séð frá glamúrnum og sjónarspilinu sé meginmarkmið hans líkt og alltaf að breiða út jákvæðan og mikilvægan boðskap. „Það er engu líkara með þessi skýru skilaboð: Út með hatrið, inn með ástina, að við verðum stöðugt að vera á vaktinni með akkúrat þennan boðskap vegna þess að akkúrat núna er bakslag í gangi, við finnum fyrir því á eigin skinni.“ „Ég er að sjá það sjálfur einkum og sér í lagi á samfélagsmiðlum að transfólk og kynsegin fólk er núna að fá á sig nákvæmlega sama munnsöfnuð og ég fékk á mig fyrir þrjátíu árum síðan. Ég athuga kannski Youtube og skrifa kannski transgender og þá gossar yfir mann einhver ógeðsboðskapur þar sem transfólki er fundið allt til foráttu. Sömu skilaboðin og ég fékk: „Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert sautján ára? Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert barn? Er þetta ekki bara einhver athyglissýki í þér?““ Páll Óskar segir að þau sem vilji mótmæla þessum þankagangi og munnsöfnuði eigi að mæta við Hallgrímskirkju klukkan 13 á morgun þar sem þátttakendur í gleðigöngu Hinsegin daga muni safnast saman og leggja af stað klukkan 14. Þaðan verður gengið eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við.
Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. 2. ágúst 2022 21:30 Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi 30. júlí 2022 14:03 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. 2. ágúst 2022 21:30
Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi 30. júlí 2022 14:03