Linda Blöndal hætt á Hringbraut Jakob Bjarnar skrifar 5. ágúst 2022 14:19 Linda Blöndal ásamt sínu fyrrverandi samstarfsfólki á Fréttavakt sjónvarpsstöðvarinnar Hringbraut. Linda segir að á þessari stundu langi sig mest til að finna sér afgreiðslustarf í blómabúð. Hringbraut Linda Blöndal sjónvarpsmaður á Hringbraut hefur sagt upp hjá fjölmiðlafyrirtækinu Torgi sem auk Hringbrautar rekur fjölmiðlana Fréttablaðið og frettabladid.is. Linda greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Linda hefur verið potturinn og pannan í fréttamagasíni Hringbrautar, Fréttavaktinni; haft umsjá með þeim þætti sem er flaggskip sjónvarpsstöðvarinnar. Linda ætlar að skipta um takt, finna sér eitthvað þar sem hlutirnir ganga fyrir sig nokkurn veginn á eðlilegum hraða.Hringbraut „Eftir 6 ár sem hafa kennt mér harla mikið. Allt er í góðu og allir vinir. Mitt val var að taka svolítið frí frá fjölmiðlum,“ segir Linda. Uppsögn hennar kemur á sama tíma og tilkynnt var að Elín Hirst hafi verið ráðin sem ritstjóri Fréttavaktarinnar og því óhjákvæmilegt að spyrja Lindu hvort þetta tvennt tengist? „Ó nei, alls ekki! Nema hið gagnstæða. Það stóð ekkert til nema þegar ég sagði upp. Hún tekur boltann sem betur fer.“ Linda segist, í samtali við Vísi, spurð hvað taki við, nú ætla að skoða heiminn. „Þarna fyrir utan. Og skipta um takt. Ég hef unnið með gersamlega frábæru fólki sem allt hleypur hratt og vel. Ég fer núna bara í sumarfrí til dæmis til Prag að hitta Börk og sé svo til,“ segir Linda en Börkur er Gunnarsson og eiginmaður Lindu. „Annars bara Jóga og almenn heilbrigðisheit í andans vinnu. Læra að anda inn og út á svona nokkuð eðlilegum hraða. Svo er fólkið mitt búsett í Hveragerði og þar mun ég fá einstaklega gott súrefni. Mest langar mig á þessari stundu að vinna í blómabúð að afgreiða. Vera afgreiðsludama. Svo mun fjölmiðlabakterían ábyggilega taka sig upp aftur enda enn óbólusett fyrir henni.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Tímamót Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Linda greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Linda hefur verið potturinn og pannan í fréttamagasíni Hringbrautar, Fréttavaktinni; haft umsjá með þeim þætti sem er flaggskip sjónvarpsstöðvarinnar. Linda ætlar að skipta um takt, finna sér eitthvað þar sem hlutirnir ganga fyrir sig nokkurn veginn á eðlilegum hraða.Hringbraut „Eftir 6 ár sem hafa kennt mér harla mikið. Allt er í góðu og allir vinir. Mitt val var að taka svolítið frí frá fjölmiðlum,“ segir Linda. Uppsögn hennar kemur á sama tíma og tilkynnt var að Elín Hirst hafi verið ráðin sem ritstjóri Fréttavaktarinnar og því óhjákvæmilegt að spyrja Lindu hvort þetta tvennt tengist? „Ó nei, alls ekki! Nema hið gagnstæða. Það stóð ekkert til nema þegar ég sagði upp. Hún tekur boltann sem betur fer.“ Linda segist, í samtali við Vísi, spurð hvað taki við, nú ætla að skoða heiminn. „Þarna fyrir utan. Og skipta um takt. Ég hef unnið með gersamlega frábæru fólki sem allt hleypur hratt og vel. Ég fer núna bara í sumarfrí til dæmis til Prag að hitta Börk og sé svo til,“ segir Linda en Börkur er Gunnarsson og eiginmaður Lindu. „Annars bara Jóga og almenn heilbrigðisheit í andans vinnu. Læra að anda inn og út á svona nokkuð eðlilegum hraða. Svo er fólkið mitt búsett í Hveragerði og þar mun ég fá einstaklega gott súrefni. Mest langar mig á þessari stundu að vinna í blómabúð að afgreiða. Vera afgreiðsludama. Svo mun fjölmiðlabakterían ábyggilega taka sig upp aftur enda enn óbólusett fyrir henni.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Tímamót Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira