Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Eiður Þór Árnason skrifar 4. ágúst 2022 23:56 Alex Jones situr nú í súpunni vegna ummæla sinna um Sandy Hook árásina. Getty/Drew Angerer Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. Áður hafði dómari úrskurðað að Jones væri lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum sem hann hafi dreift um fjöldamorðið í grunnskólanum sem átti sér stað í september árið 2012. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum fórnarlambanna skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Scarlett Lewis og Neil Heslin, foreldrar Jesse sem var skotinn til bana ásamt nítján samnemendum sínum og sex kennurum við grunnskólann í Connecticut, höfðu farið fram á 150 milljóna bandaríkjadala greiðslu vegna ærumeiðinga og þeirrar tilfinningalegu kvalar sem Jones á að hafa valdið þeim af ásettu ráði. Greint er frá þessu í frétt NBC News. Gæti einnig þurft að greiða refsibætur Alex Jones hefur ítrekað ýjað að því að skotárásin í Sandy Hook væri tilbúningur en viðurkenndi síðar að ódæðið hafi átt sér stað. Verjandi hans bað kviðdóminn um að færa Heslin og Lewis einungis einn bandaríkjadal. Kviðdómurinn á enn eftir að úrskurða um hvort Jones verði að auki gert að greiða refsibætur vegna brota sinna. Jones hefur lýst lögsókninni sem árás á þau réttindi sem honum séu tryggð í fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður meðal annars á um að stjórnvöldum sé bannað að skerða tjáningarfrelsi. Verjandi hans sagði Jones hafa fengið að gjalda fyrir mistök sín þegar hann missti milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum eftir að stjórnendur miðlanna lokuðu síðum á vegum hans og Infowars. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Áður hafði dómari úrskurðað að Jones væri lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum sem hann hafi dreift um fjöldamorðið í grunnskólanum sem átti sér stað í september árið 2012. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum fórnarlambanna skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Scarlett Lewis og Neil Heslin, foreldrar Jesse sem var skotinn til bana ásamt nítján samnemendum sínum og sex kennurum við grunnskólann í Connecticut, höfðu farið fram á 150 milljóna bandaríkjadala greiðslu vegna ærumeiðinga og þeirrar tilfinningalegu kvalar sem Jones á að hafa valdið þeim af ásettu ráði. Greint er frá þessu í frétt NBC News. Gæti einnig þurft að greiða refsibætur Alex Jones hefur ítrekað ýjað að því að skotárásin í Sandy Hook væri tilbúningur en viðurkenndi síðar að ódæðið hafi átt sér stað. Verjandi hans bað kviðdóminn um að færa Heslin og Lewis einungis einn bandaríkjadal. Kviðdómurinn á enn eftir að úrskurða um hvort Jones verði að auki gert að greiða refsibætur vegna brota sinna. Jones hefur lýst lögsókninni sem árás á þau réttindi sem honum séu tryggð í fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður meðal annars á um að stjórnvöldum sé bannað að skerða tjáningarfrelsi. Verjandi hans sagði Jones hafa fengið að gjalda fyrir mistök sín þegar hann missti milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum eftir að stjórnendur miðlanna lokuðu síðum á vegum hans og Infowars.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56
Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08