Veitingamenn á Suðurnesjum hugsa sér gott til glóðarinnar Jakob Bjarnar skrifar 4. ágúst 2022 14:39 Veitingamaðurinn Jóhann Issi hefur fullan hug á því að koma upp söluvagni á gosslóð. En það vantar starfsfólk. Með honum á myndinni er Eyjólfur Emil Jóhannsson. Jóhann Issi Hallgrímsson veitingamaður er nú að skoða hvort ekki megi koma upp veitingavagni á gosslóð til að þjónusta þær þúsundir sem ekki hlýða Víði og vilja skoða gosið. En skortur á starfsfólki setur strik í reikninginn. „Já, ég er að skoða þetta. En það er vöntun á starfsfólki,“ segir Jóhann Issi í samtali við Vísi. Ég er bara með einn vagn í gangi og hef verið með í allt sumar. Á Fitjum við Njarðvík, sem gengur mjög vel: Fyrsta stopp þegar útlendingurinn kemur og það síðasta þegar hann fer.“ Jóhann Issi mun eiga fund með landeigendum eftir helgi og þá mun liggja fyrir hvort af verður. „Já, ég ætla að skoða það alvarlega að fara þarna upp eftir.“ Þjónusta ekki gróðastarfsemi Eins og fram kom í viðtali við Guðrúnu Kristínu Einarsdóttur, formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, er hugur í Grindvíkingum og reyndar Suðurnesjamönnum almennt. Þeir sjá fram á að þetta muni auka mjög ferðamannastrauminn á þetta landsvæði, líkt og gerðist í tengslum við gosið í fyrra og þar með eflir þetta verslun og þjónustu. Og Jóhann Issi er reynslunnar smiður í þessum efnum. Hann setti upp söluvagn í fyrra á gosslóð og var með hann starfræktan í rúman mánuð. „Um leið og þeir opnuðu bílastæðin þá fékk ég staðsetningu og var þarna páskana þegar þetta stóð sem hæst.“ Og var það ekki rífandi bisness? „Þetta er þjónusta,“ svarar Jóhann Issi og ljóst að honum hugnast ekki að þetta framtak verði teiknað upp sem svo að hann ætli sér að hafa þá sem vilja skoða gosið að féþúfu. „Ég var að hjálpa fólki að finna bílana sína þegar komið var myrkur. Fólk fór upp í björtu, eltu svo ljóslínuna til baka þegar komið var myrkur. Þau sáu ljósið á vagninum mínum. Og þá, allt í einu: Bíddu, hvar er bíllinn minn? Æsingurinn við að komast upp eftir var svo mikill. En þetta var mjög gaman.“ Gosáhugafólk svolgaði í sig gosið Jóhann Issi segir að margir hafi rokið af stað af talsvert miklu fyrirhyggjuleysi. Og margir hverjir ekki vel nestaðir. „Það var rosalega mikil sala í drykkjum. Einhver sem sagði við mig, af hverju hækkarðu ekki drykkina upp í þúsund kall? Íslenska leiðin. En mér þótti það heldur hart, að vera með drykkinn á 350 krónur á Fitjum en þúsund kall þarna. Ég hefði verið tekinn af lífi,“ segir Jóhann Issi. Honum þykir skjóta skökku við að atvinnuleysi sé vel mælanlegt en ekki sé hægt að fá starfsfólk. Hann hefur nú auglýst eftir starfsfólki og áhugasamir geta haft samband við hann með því að senda póst á issi@issi.is Veitingastaðir Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, sem er deild innan Landsbjargar. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14 Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Já, ég er að skoða þetta. En það er vöntun á starfsfólki,“ segir Jóhann Issi í samtali við Vísi. Ég er bara með einn vagn í gangi og hef verið með í allt sumar. Á Fitjum við Njarðvík, sem gengur mjög vel: Fyrsta stopp þegar útlendingurinn kemur og það síðasta þegar hann fer.“ Jóhann Issi mun eiga fund með landeigendum eftir helgi og þá mun liggja fyrir hvort af verður. „Já, ég ætla að skoða það alvarlega að fara þarna upp eftir.“ Þjónusta ekki gróðastarfsemi Eins og fram kom í viðtali við Guðrúnu Kristínu Einarsdóttur, formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, er hugur í Grindvíkingum og reyndar Suðurnesjamönnum almennt. Þeir sjá fram á að þetta muni auka mjög ferðamannastrauminn á þetta landsvæði, líkt og gerðist í tengslum við gosið í fyrra og þar með eflir þetta verslun og þjónustu. Og Jóhann Issi er reynslunnar smiður í þessum efnum. Hann setti upp söluvagn í fyrra á gosslóð og var með hann starfræktan í rúman mánuð. „Um leið og þeir opnuðu bílastæðin þá fékk ég staðsetningu og var þarna páskana þegar þetta stóð sem hæst.“ Og var það ekki rífandi bisness? „Þetta er þjónusta,“ svarar Jóhann Issi og ljóst að honum hugnast ekki að þetta framtak verði teiknað upp sem svo að hann ætli sér að hafa þá sem vilja skoða gosið að féþúfu. „Ég var að hjálpa fólki að finna bílana sína þegar komið var myrkur. Fólk fór upp í björtu, eltu svo ljóslínuna til baka þegar komið var myrkur. Þau sáu ljósið á vagninum mínum. Og þá, allt í einu: Bíddu, hvar er bíllinn minn? Æsingurinn við að komast upp eftir var svo mikill. En þetta var mjög gaman.“ Gosáhugafólk svolgaði í sig gosið Jóhann Issi segir að margir hafi rokið af stað af talsvert miklu fyrirhyggjuleysi. Og margir hverjir ekki vel nestaðir. „Það var rosalega mikil sala í drykkjum. Einhver sem sagði við mig, af hverju hækkarðu ekki drykkina upp í þúsund kall? Íslenska leiðin. En mér þótti það heldur hart, að vera með drykkinn á 350 krónur á Fitjum en þúsund kall þarna. Ég hefði verið tekinn af lífi,“ segir Jóhann Issi. Honum þykir skjóta skökku við að atvinnuleysi sé vel mælanlegt en ekki sé hægt að fá starfsfólk. Hann hefur nú auglýst eftir starfsfólki og áhugasamir geta haft samband við hann með því að senda póst á issi@issi.is
Veitingastaðir Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, sem er deild innan Landsbjargar. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14 Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, sem er deild innan Landsbjargar. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14
Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38