Næsti Usain Bolt setti heimsmet og sýndi „hrokann“ sem Bolt var frægur fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2022 16:15 Botsvanamaðurinn Letsile Tebogo með gullið sitt ásamt silfurstráknum Bouwahjgie Nkrumie frá Jamaíka og bronsstráknum Benjamin Richardson frá Suður-Afríku. Getty/Pedro Vilela Letsile Tebogo er framtíðarstjarna í frjálsum íþróttum ef marka má frammistöðu hans á HM unglinga á dögunum. Tebogo vann ekki bara gullverðlaun í 100 metra hlaupi heldur bætti hann einnig heimsmet Usain Bolt í U20 aldursflokknum. Hinn nítján ára gamli Botsvanamaður kom í mark á 9,91 sekúndu sem er nýtt met. Tebogo átti best áður 9,94 sekúndur og það lítur út fyrir að hann eigi mikið inni. Það er ekki aðeins sprettharkan sem fær menn til að kalla Tebogo næsta Usain Bolt. Eins og Usain Bolt gerði á sínum tíma þá er Letsile orðinn þekktur fyrir að slaka á í lok hlaupa þegar hann hefur í raun tryggt sér sigurinn. Það gerði hann einnig í þessum umrædda methlaupi. Þegar um þrjátíu metrar voru eftir af hlaupinu þá byrjaði Tebogo í raun að fagna sigri, hann lyfti hægri hendinni og byrjaði að sveifla fingrinum í átta að næsta manni sem var Bouwahjgie Nkrumie frá Jamaíka. Hann hélt því áfram allt til enda hlaupsins og brosti líka. Letsile Tebogo var spurður út í fagnaðarlætin eftir hlaupið og um það hvort hann hafi verið að sína andstæðingum sínum vanvirðingu með þessu. The world has a new sprint sensation and his name is Letsile Tebogo from Botswana pic.twitter.com/rzA1Ty0dHj— Fentuo Tahiru Fentuo (@Fentuo_) August 3, 2022 „Markmiðið var að koma hingað og njóta hlaupsins. Ef einhver tók þessu sem vanvirðingu þá bið ég viðkomandi afsökunar á því. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Letsile Tebogo. „Ég sá áhorfendurna og þetta var fyrir alla sem voru að horfa heima. Að minna þá aðeins á það sem Usain Bolt gerði í gamla daga. Hann er átrúnaðargoðið mitt og sá sem ég leit upp til,“ sagði Letsile. Usain Bolt var líka ánægður með strákinn og uppátæki hans og hrósaði honum á samfélagsmiðlum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Tebogo vann ekki bara gullverðlaun í 100 metra hlaupi heldur bætti hann einnig heimsmet Usain Bolt í U20 aldursflokknum. Hinn nítján ára gamli Botsvanamaður kom í mark á 9,91 sekúndu sem er nýtt met. Tebogo átti best áður 9,94 sekúndur og það lítur út fyrir að hann eigi mikið inni. Það er ekki aðeins sprettharkan sem fær menn til að kalla Tebogo næsta Usain Bolt. Eins og Usain Bolt gerði á sínum tíma þá er Letsile orðinn þekktur fyrir að slaka á í lok hlaupa þegar hann hefur í raun tryggt sér sigurinn. Það gerði hann einnig í þessum umrædda methlaupi. Þegar um þrjátíu metrar voru eftir af hlaupinu þá byrjaði Tebogo í raun að fagna sigri, hann lyfti hægri hendinni og byrjaði að sveifla fingrinum í átta að næsta manni sem var Bouwahjgie Nkrumie frá Jamaíka. Hann hélt því áfram allt til enda hlaupsins og brosti líka. Letsile Tebogo var spurður út í fagnaðarlætin eftir hlaupið og um það hvort hann hafi verið að sína andstæðingum sínum vanvirðingu með þessu. The world has a new sprint sensation and his name is Letsile Tebogo from Botswana pic.twitter.com/rzA1Ty0dHj— Fentuo Tahiru Fentuo (@Fentuo_) August 3, 2022 „Markmiðið var að koma hingað og njóta hlaupsins. Ef einhver tók þessu sem vanvirðingu þá bið ég viðkomandi afsökunar á því. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Letsile Tebogo. „Ég sá áhorfendurna og þetta var fyrir alla sem voru að horfa heima. Að minna þá aðeins á það sem Usain Bolt gerði í gamla daga. Hann er átrúnaðargoðið mitt og sá sem ég leit upp til,“ sagði Letsile. Usain Bolt var líka ánægður með strákinn og uppátæki hans og hrósaði honum á samfélagsmiðlum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira