Mikil ásókn í þyrluferðir: „Þetta er sko enginn ræfill núna“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2022 12:51 Íslendingar virðast rólegri yfir gosinu að mati framkvæmdastjóra Norðurflugs en þó er mikil ásókn í þyrluferðir og allt að bókast upp. vísir/Vísir Gríðarleg ásókn er í þyrluflug yfir gosstöðvarnar og flugfélögin finna fyrir auknum áhuga á landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfiðara en síðast að taka á móti miklum fjölda með skömmum fyrirvara vegna bókunarstöðu. Þrátt fyrir að einungis sólarhringur sé liðinn frá því að eldgosið hófst merkja flugfélög nú þegar aukinn áhuga á Íslandsferðum. Samkvæmt upplýsingum frá Play er áhuginn mikill beggja megin Atlantshafsins og að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair má hið minnsta greina það sama á samfélagsmiðlum félagsins. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir reynsluna sýna að að þetta sé veruleg landkynning. „Ég held að við verðum að horfa til þessa goss sem ferðamannaviðburðar að vissu leyti,“ segir Jóhannes sem telur að líta eigi til góðrar samvinnu við síðasta gos. „Að það verði tekið upp þetta góða fordæmi um samvinnu yfirvalda, sveitastjórnar, Ferðamálastofu og landeigenda á þessu svæði um hvernig verði komið skipulagi á þetta.“ Það felist í að tryggja aðgengi, setja upp gönguleiðir og skipuleggja eftirlit. Búast megi við meiri umferð nú en síðast þar sem ferðamannastraumurinn hefur nú þegar aukist verulega eftir faraldur. Líta þarf á gosið að vissu leyti sem ferðamannaviðburð segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.vísir/Arnar „Eins og staðan er núna akkúrat inn í ágúst þá er líka mjög mikið bókað á landinu þannig það er ekki hlaupið að því fyrir mikinn fjölda að bóka sig núna með stuttum fyrirvara í ferðir og gistingu.“ Bókanir hrannast inn í þyrluflug yfir gosstöðvarnar að sögn Birgis Ómars Haraldssonar, framkvæmdastjóra Norðurflugs. Íslendingar virðast þó rólegri en síðast. „Maður verður var við það að Íslendingurinn, mig grunar að hann sé farinn að trúa jarðfræðingunum að við séum að komast inn í svona gostímabil. Það eru núna komin eldgos 2021 og 2022 þannig það virðist komið ákveðið mynstur.“ Efiðara gæti þó verið að skipuleggja ferðir nú þar sem gosið er stærra og því megi búast við meiri gasmengun og mögulega verri skilyrðum á köflum. „Svona eldgos er allt annað. Eins og það var orðað svo frægt í fyrra, með að það væri ræfill. Þetta er sko enginn ræfill núna og það gæti því orðið flóknara mál allt saman með þetta eldgos,“ segir Birgir. Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira
Þrátt fyrir að einungis sólarhringur sé liðinn frá því að eldgosið hófst merkja flugfélög nú þegar aukinn áhuga á Íslandsferðum. Samkvæmt upplýsingum frá Play er áhuginn mikill beggja megin Atlantshafsins og að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair má hið minnsta greina það sama á samfélagsmiðlum félagsins. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir reynsluna sýna að að þetta sé veruleg landkynning. „Ég held að við verðum að horfa til þessa goss sem ferðamannaviðburðar að vissu leyti,“ segir Jóhannes sem telur að líta eigi til góðrar samvinnu við síðasta gos. „Að það verði tekið upp þetta góða fordæmi um samvinnu yfirvalda, sveitastjórnar, Ferðamálastofu og landeigenda á þessu svæði um hvernig verði komið skipulagi á þetta.“ Það felist í að tryggja aðgengi, setja upp gönguleiðir og skipuleggja eftirlit. Búast megi við meiri umferð nú en síðast þar sem ferðamannastraumurinn hefur nú þegar aukist verulega eftir faraldur. Líta þarf á gosið að vissu leyti sem ferðamannaviðburð segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.vísir/Arnar „Eins og staðan er núna akkúrat inn í ágúst þá er líka mjög mikið bókað á landinu þannig það er ekki hlaupið að því fyrir mikinn fjölda að bóka sig núna með stuttum fyrirvara í ferðir og gistingu.“ Bókanir hrannast inn í þyrluflug yfir gosstöðvarnar að sögn Birgis Ómars Haraldssonar, framkvæmdastjóra Norðurflugs. Íslendingar virðast þó rólegri en síðast. „Maður verður var við það að Íslendingurinn, mig grunar að hann sé farinn að trúa jarðfræðingunum að við séum að komast inn í svona gostímabil. Það eru núna komin eldgos 2021 og 2022 þannig það virðist komið ákveðið mynstur.“ Efiðara gæti þó verið að skipuleggja ferðir nú þar sem gosið er stærra og því megi búast við meiri gasmengun og mögulega verri skilyrðum á köflum. „Svona eldgos er allt annað. Eins og það var orðað svo frægt í fyrra, með að það væri ræfill. Þetta er sko enginn ræfill núna og það gæti því orðið flóknara mál allt saman með þetta eldgos,“ segir Birgir.
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira