„Ég varð að setjast niður og gráta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2022 09:02 Mikill fjöldi lagði leið sína að gosinu í gær. Vísir/Eyþór Erlendir fjölmiðlar víða um um heim hafa fjallað um eldgosið við Meradali sem hófst í gær. Útgangspunkturinn hjá flestum virðist vera að gosið sé nærri Keflavíkurflugvelli og Reykjavík, þó tekið sé fram að engin hætta virðist vera á ferðum. Eldgosið við Fagradalsfjall á síðasta ári vakti mikla athygli erlendra fjölmiðla. Búast má við að það sama verði upp á teningnum nú. Á áberandi stað á forsíðu BBC má nálgast myndband frá gosstöðvunum þar sem meðal annars er rætt við tvo ferðamenn sem brugðu sér þangað í gærkvöldi. Viðtalið er tekið upp alveg við hraunbreiðuna og virtust miklar tilfinningar hafa gert vart við sig þegar þeir nálguðust eldgosið. „Ég varð að setjast niður og gráta því að þetta er svo fallegt,“ segir ferðamaðurinn við BBC. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær og í morgun flykktust forvitnir ferðalangar að gosinu í gær. Var töluverður fjöldi við eldgosið og búast má við því að svo verði áfram næstu daga. Á vef Sky News er útgangspunkturinn að eldgosið sé nærri Keflavíkurflugvelli, þó tekið sé fram að líklega sé engin hætta á ferðum hvað varðara flug. Bretum er í fersku minni þegar eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 fór illa með flugumferð í Evrópu, enda er minnst á það í frétt Sky. VIDEO: People watch as lava spews out of a volcanic fissure in the Geldingadalir volcano in Iceland.The volcano erupted near the capital Reykjavik, spewing red hot lava and plumes of smoke out of a fissure in an uninhabited valley after several days of intense seismic activity pic.twitter.com/KFKqZXdoo7— AFP News Agency (@AFP) August 4, 2022 Bandaríska fréttastofan ABC News fjallar einnig um eldgosið og birtir myndir frá fréttaveitunni AP. Indverska fréttasíðan Zeenews fjallar einnig um gosið. Þar virðist útgangspunkturinn vera sá hversu mikill fjöldi skoðaði gosið strax í upphafi þess. Þar, eins og í frétt Sky News, eru lesendur fullvisaðir um að ólíklegt sé að gosið muni hafa áhrif á flugumferð í sama mæli og gosið í Eyjafjallajökli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Stöðugt streymi í gosinu í nótt Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er Norðvestanátt spáð og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. 4. ágúst 2022 06:42 Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Sjá meira
Eldgosið við Fagradalsfjall á síðasta ári vakti mikla athygli erlendra fjölmiðla. Búast má við að það sama verði upp á teningnum nú. Á áberandi stað á forsíðu BBC má nálgast myndband frá gosstöðvunum þar sem meðal annars er rætt við tvo ferðamenn sem brugðu sér þangað í gærkvöldi. Viðtalið er tekið upp alveg við hraunbreiðuna og virtust miklar tilfinningar hafa gert vart við sig þegar þeir nálguðust eldgosið. „Ég varð að setjast niður og gráta því að þetta er svo fallegt,“ segir ferðamaðurinn við BBC. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær og í morgun flykktust forvitnir ferðalangar að gosinu í gær. Var töluverður fjöldi við eldgosið og búast má við því að svo verði áfram næstu daga. Á vef Sky News er útgangspunkturinn að eldgosið sé nærri Keflavíkurflugvelli, þó tekið sé fram að líklega sé engin hætta á ferðum hvað varðara flug. Bretum er í fersku minni þegar eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 fór illa með flugumferð í Evrópu, enda er minnst á það í frétt Sky. VIDEO: People watch as lava spews out of a volcanic fissure in the Geldingadalir volcano in Iceland.The volcano erupted near the capital Reykjavik, spewing red hot lava and plumes of smoke out of a fissure in an uninhabited valley after several days of intense seismic activity pic.twitter.com/KFKqZXdoo7— AFP News Agency (@AFP) August 4, 2022 Bandaríska fréttastofan ABC News fjallar einnig um eldgosið og birtir myndir frá fréttaveitunni AP. Indverska fréttasíðan Zeenews fjallar einnig um gosið. Þar virðist útgangspunkturinn vera sá hversu mikill fjöldi skoðaði gosið strax í upphafi þess. Þar, eins og í frétt Sky News, eru lesendur fullvisaðir um að ólíklegt sé að gosið muni hafa áhrif á flugumferð í sama mæli og gosið í Eyjafjallajökli
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Stöðugt streymi í gosinu í nótt Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er Norðvestanátt spáð og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. 4. ágúst 2022 06:42 Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Sjá meira
Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38
Stöðugt streymi í gosinu í nótt Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er Norðvestanátt spáð og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. 4. ágúst 2022 06:42
Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51