„Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2022 22:48 Alex Jones í dómsal í dag. AP/Briana Sanchez/Austin American-Statesman Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. Foreldrar sex ára drengs sem dó í árásinni, og aðrir, hafa höfðað mál vegna umfangsmikillar umfjöllunar hans og miðils hans sem heitir Infowars um árásina og lygar hans um að árásin hafi verið sviðsett. Engin börn hafi dáið í henni og foreldrarnir sjálfir hafi verið leikarar. Tuttugu nemendur og sex kennarar dóu í árásinni í Newton í Connecticut og var hún um tíma mannskæðasta skotárásin í skóla í Bandaríkjunum. Réttarhöldum í máli Neils Heslin og Scarlett Lewis, foreldra hins sex ára gamla Jesse Lewis sem dó í fjöldamorðinu í Sandy Hook árið 2012, lauk nú í kvöld. Jones hefur þegar verið fundinn sekur en nú eiga kviðdómendur að ákveða hve miklar skaðabætur, ef einhverjar, Jones á að greiða foreldrunum. Foreldrarnir fara fram á 150 milljónir dala, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Jones segir sjálfur að allar skaðabætur yfir tvær milljónir dala muni „sökkva“ honum. Í lokaræðu sinni í kvöld sagði lögmaður Jones að ekki hefði verið sannað að orð og gjörðir Jones hafðu í raun skaðað foreldrana. Hann sagði réttmætt að segja að aðrir hefðu vopnvætt orð Jones. Er Jones var spurður spurninga af lögmanni foreldranna viðurkenndi hann að hafa haldið á lofti samsæriskenningum um önnur ódæði og harmleik í Bandaríkjunum. Þar á meðal um sprengjuárásir og aðrar skotárásir á skóla og aðra staði. Þá sýndi lögmaðurinn myndband af öðrum starfsmanni Infowars fjalla um réttarhöldin gegn Jones í síðustu viku. Þar var því haldið fram að um einhverskonar samsæri gegn Jones væri að ræða og var sýnd mynd af dómara málsins í ljósum logum. Lögmaðurinn sýndi einnig myndbrot af Jones sjálfum spyrja hvort kviðdómendur í málinu hefðu verið valdir úr hópi fólks sem vissi ekki á hvaða plánetu það væri. Jones sagði ekki hafa meint það bókstaflega. Sendi óvart gögn til andstæðinganna Lögmaður foreldrana sakaði Jones um að hafa ekki orðið við skipunum dómsins um að leggja fram smáskilaboð og tölvupósta sína, eins og honum var skipað að gera. Við því sagðist Jones ekki notast við tölvupóst en þá sýndi lögmaðurinn honum tölvupóst sem hann hafði skrifað. Lögmaður foreldranna sagði Jones frá því að fyrir tólf dögum síðan hefðu lögmenn hans sent sér fyrir mistök öll gögn úr síma hans. Þeir hefðu öll hans skilaboð og tölvupósta tvö ár aftur í tímann. Þar á meðal væru upplýsingar um fjármál Infowars sem sýndu að miðillinn hefði um tíma þénað allt að 800 þúsund dali á dag. Skilaboðin sýndu að Jones hefði logið í dómsal, þegar hann sagðist ekki hafa sent nein skilaboð um árásina í Sandy Hook á undanförnum árum. „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ spurði lögmaðurinn Jones. During the defamation trial proceedings of Alex Jones, a lawyer for the parents of one of the children killed in the Sandy Hook School massacre said 12 days ago, [Jones ] attorneys messed up and sent me a digital copy of every text and email from the phone of the Infowars host. pic.twitter.com/44xAU7goFR— NBC News (@NBCNews) August 3, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Foreldrar sex ára drengs sem dó í árásinni, og aðrir, hafa höfðað mál vegna umfangsmikillar umfjöllunar hans og miðils hans sem heitir Infowars um árásina og lygar hans um að árásin hafi verið sviðsett. Engin börn hafi dáið í henni og foreldrarnir sjálfir hafi verið leikarar. Tuttugu nemendur og sex kennarar dóu í árásinni í Newton í Connecticut og var hún um tíma mannskæðasta skotárásin í skóla í Bandaríkjunum. Réttarhöldum í máli Neils Heslin og Scarlett Lewis, foreldra hins sex ára gamla Jesse Lewis sem dó í fjöldamorðinu í Sandy Hook árið 2012, lauk nú í kvöld. Jones hefur þegar verið fundinn sekur en nú eiga kviðdómendur að ákveða hve miklar skaðabætur, ef einhverjar, Jones á að greiða foreldrunum. Foreldrarnir fara fram á 150 milljónir dala, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Jones segir sjálfur að allar skaðabætur yfir tvær milljónir dala muni „sökkva“ honum. Í lokaræðu sinni í kvöld sagði lögmaður Jones að ekki hefði verið sannað að orð og gjörðir Jones hafðu í raun skaðað foreldrana. Hann sagði réttmætt að segja að aðrir hefðu vopnvætt orð Jones. Er Jones var spurður spurninga af lögmanni foreldranna viðurkenndi hann að hafa haldið á lofti samsæriskenningum um önnur ódæði og harmleik í Bandaríkjunum. Þar á meðal um sprengjuárásir og aðrar skotárásir á skóla og aðra staði. Þá sýndi lögmaðurinn myndband af öðrum starfsmanni Infowars fjalla um réttarhöldin gegn Jones í síðustu viku. Þar var því haldið fram að um einhverskonar samsæri gegn Jones væri að ræða og var sýnd mynd af dómara málsins í ljósum logum. Lögmaðurinn sýndi einnig myndbrot af Jones sjálfum spyrja hvort kviðdómendur í málinu hefðu verið valdir úr hópi fólks sem vissi ekki á hvaða plánetu það væri. Jones sagði ekki hafa meint það bókstaflega. Sendi óvart gögn til andstæðinganna Lögmaður foreldrana sakaði Jones um að hafa ekki orðið við skipunum dómsins um að leggja fram smáskilaboð og tölvupósta sína, eins og honum var skipað að gera. Við því sagðist Jones ekki notast við tölvupóst en þá sýndi lögmaðurinn honum tölvupóst sem hann hafði skrifað. Lögmaður foreldranna sagði Jones frá því að fyrir tólf dögum síðan hefðu lögmenn hans sent sér fyrir mistök öll gögn úr síma hans. Þeir hefðu öll hans skilaboð og tölvupósta tvö ár aftur í tímann. Þar á meðal væru upplýsingar um fjármál Infowars sem sýndu að miðillinn hefði um tíma þénað allt að 800 þúsund dali á dag. Skilaboðin sýndu að Jones hefði logið í dómsal, þegar hann sagðist ekki hafa sent nein skilaboð um árásina í Sandy Hook á undanförnum árum. „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ spurði lögmaðurinn Jones. During the defamation trial proceedings of Alex Jones, a lawyer for the parents of one of the children killed in the Sandy Hook School massacre said 12 days ago, [Jones ] attorneys messed up and sent me a digital copy of every text and email from the phone of the Infowars host. pic.twitter.com/44xAU7goFR— NBC News (@NBCNews) August 3, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira