Húsnæðisverðslækkanir í kortunum Halldór Kári Sigurðarson skrifar 3. ágúst 2022 08:01 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,2% í júní og hefur þar með hækkað um 25% undanfarna tólf mánuði. Þrátt fyrir að vera rúmlega tvöfalt meiri hækkun en í meðalmánuðinum undanfarin 8 ár þá er þetta minnsta mánaðarhækkun á markaðnum síðan í janúar. Þá má vænta þess að verulegur viðsnúningur verði á verðþróun íbúðarhúsnæðis núna á næstu mánuðum þegar kælandi aðgerðir Seðlabankans fara að hafa áhrif af fullum þunga á kaupendur. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Nýjustu mælingar Hagstofunnar sýna að verðbólgan er komin upp í 9,9% og hefur ekki verið hærri síðan í september 2009. Þegar verðbólgan er komin á þetta stig er mikilvægt að líta á verðþróun á húsnæðisverði að raunvirði til að fá glögga mynd af þróuninni. Sé það gert má sjá að árshækkunartaktur íbúðaverðs að raunvirði er 17,4% sem er þó nokkuð lægra en hann fór árið 2017 og 2005. Þetta skýrist e.t.v. af því að húsnæðisverðshækkunin undanfarið hefur verið keyrð áfram af peningaprentun í gegnum bankakerfið í krafti lágra vaxta á meðan að hækkunin árið 2017 var að meira leyti tilkomin af undirliggjandi húsnæðisskorti. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Hagstofa Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Peningaprentun á tímum heimsfaraldursins er ekki séríslensk hagstjórn og má segja að heilt yfir hafi þróuð hagkerfi flest hver brugðist við faraldrinum með þessum hætti. Í því samhengi má einnig nefna að það er ekki bara á Íslandi sem húsnæðisverð hefur hækkað meira en góðu hófi gegnir. Frá upphafi ársins 2020 fram til annars fjórðungs 2022 hefur húsnæðisverð á Íslandi nefnilega aðeins hækkað 0,7%-stigum umfram OECD meðaltalið líkt og fram kemur í nýjustu mánaðarskýrslu HMS. Þá hefur húsnæðisverð í Bandaríkjunum t.a.m. hækkað rúmlega þriðjungi meira en á Íslandi á umræddu tímabili. Heimildir: HMS, OECD og Greiningardeild Húsaskjóls Ef litið er til þeirra ríkja sem hafa verið í sama húsnæðismarkaðsrússíbana og Ísland má sjá að nafnverðslækkanir á íbúðarhúsnæði eru vel mögulegar. Í Ástralíu hefur húsnæðisverð lækkað undanfarna þrjá mánuði og er nú tæplega 3% lægra en það var hæst. Í Stokkhólmi hefur húsnæðisverð lækkað um 8,2% á sama tímabili en báðar lækkanirnar koma í kjölfar vaxtahækkana. Það er mikilvægt að átta sig á því að allir eignamarkaðir geta lækkað ef markaðslögmálin ráða för og það er óháð því hvernig söguleg verðþróun hefur verið. Næsta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar verður kynnt 24. ágúst og ekki við öðru að búast en nokkurri vaxtahækkun í ljósi þess að verðbólgan er hænuskrefi frá tveggja stafa tölu. Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu er farinn að lengjast og framundan eru kælandi áhrif aðgerða Seðlabankans. Af öllu þessu er ljóst að nafnverðslækkanir íbúðaverðs eru raunhæfur möguleiki á seinni helmingi ársins. Höfundur er hagfræðingur hjá Húsaskjól fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Fasteignamarkaður Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,2% í júní og hefur þar með hækkað um 25% undanfarna tólf mánuði. Þrátt fyrir að vera rúmlega tvöfalt meiri hækkun en í meðalmánuðinum undanfarin 8 ár þá er þetta minnsta mánaðarhækkun á markaðnum síðan í janúar. Þá má vænta þess að verulegur viðsnúningur verði á verðþróun íbúðarhúsnæðis núna á næstu mánuðum þegar kælandi aðgerðir Seðlabankans fara að hafa áhrif af fullum þunga á kaupendur. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Nýjustu mælingar Hagstofunnar sýna að verðbólgan er komin upp í 9,9% og hefur ekki verið hærri síðan í september 2009. Þegar verðbólgan er komin á þetta stig er mikilvægt að líta á verðþróun á húsnæðisverði að raunvirði til að fá glögga mynd af þróuninni. Sé það gert má sjá að árshækkunartaktur íbúðaverðs að raunvirði er 17,4% sem er þó nokkuð lægra en hann fór árið 2017 og 2005. Þetta skýrist e.t.v. af því að húsnæðisverðshækkunin undanfarið hefur verið keyrð áfram af peningaprentun í gegnum bankakerfið í krafti lágra vaxta á meðan að hækkunin árið 2017 var að meira leyti tilkomin af undirliggjandi húsnæðisskorti. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Hagstofa Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Peningaprentun á tímum heimsfaraldursins er ekki séríslensk hagstjórn og má segja að heilt yfir hafi þróuð hagkerfi flest hver brugðist við faraldrinum með þessum hætti. Í því samhengi má einnig nefna að það er ekki bara á Íslandi sem húsnæðisverð hefur hækkað meira en góðu hófi gegnir. Frá upphafi ársins 2020 fram til annars fjórðungs 2022 hefur húsnæðisverð á Íslandi nefnilega aðeins hækkað 0,7%-stigum umfram OECD meðaltalið líkt og fram kemur í nýjustu mánaðarskýrslu HMS. Þá hefur húsnæðisverð í Bandaríkjunum t.a.m. hækkað rúmlega þriðjungi meira en á Íslandi á umræddu tímabili. Heimildir: HMS, OECD og Greiningardeild Húsaskjóls Ef litið er til þeirra ríkja sem hafa verið í sama húsnæðismarkaðsrússíbana og Ísland má sjá að nafnverðslækkanir á íbúðarhúsnæði eru vel mögulegar. Í Ástralíu hefur húsnæðisverð lækkað undanfarna þrjá mánuði og er nú tæplega 3% lægra en það var hæst. Í Stokkhólmi hefur húsnæðisverð lækkað um 8,2% á sama tímabili en báðar lækkanirnar koma í kjölfar vaxtahækkana. Það er mikilvægt að átta sig á því að allir eignamarkaðir geta lækkað ef markaðslögmálin ráða för og það er óháð því hvernig söguleg verðþróun hefur verið. Næsta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar verður kynnt 24. ágúst og ekki við öðru að búast en nokkurri vaxtahækkun í ljósi þess að verðbólgan er hænuskrefi frá tveggja stafa tölu. Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu er farinn að lengjast og framundan eru kælandi áhrif aðgerða Seðlabankans. Af öllu þessu er ljóst að nafnverðslækkanir íbúðaverðs eru raunhæfur möguleiki á seinni helmingi ársins. Höfundur er hagfræðingur hjá Húsaskjól fasteignasölu.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar