Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Kristján Már Unnarsson skrifar 6. ágúst 2022 22:10 Einar Þorsteinsson er forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Sigurjón Ólason Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. Í fréttum Stöðvar 2 var álver Alcoa heimsótt en það tók til starfa í Reyðarfirði árið 2007. Á þessum fimmtán ára rekstrartíma hafa verið sveiflur upp og niður. Uppsveiflan núna hefur þó aldrei verið eins há. „Síðasta ár í áliðnaðinum á Íslandi gekk afskaplega vel. Það gekk eiginlega svo vel að við sem erum í bransanum vorum í vandræðum með að hætta að barma okkur,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs árs hélst verð á áli um og yfir þrjúþúsund dollurum á tonnið, sem var sögulegt met. „Verðið fór mjög hátt, meira að segja skreið yfir fjögurþúsund dollarana. Þá fórum við að hafa miklar áhyggjur, því það getur síðan haft áhrif á heildareftirspurn eftir áli. Og það hafði líka þau áhrif að nú er verðið komið niður í þetta sem okkur finnst kannski eðlilegt verð, í kringum 2.400-2.500 dollara tonnið.“ Frá Alcoa Fjarðaáli á Reyðafirði. Orkuverð til þess er tengt heimsmarkaðsverði á áli.Arnar Halldórsson Þótt síðasta ár hafi fjárhagslega verið það besta segir Einar að tæknilega hafi Fjarðaál verið að glíma við erfiðleika í rekstri kerjanna. „Það er reyndar allt að horfa til bóta og er komið bara í mjög gott lag núna.“ Því er stundum fleygt í umræðunni að gróði álveranna fari allur úr landi. „Auðvitað fer arðurinn til eigandans. Það er bara eðli málsins samkvæmt.“ Einar segir að hellingur verði þó eftir í landinu af yfir 300 milljarða króna veltu álveranna í fyrra. „Og af þessum 300 milljörðum urðu 125 milljarðar eftir á Íslandi. Og þar af um helmingur beint í orkufyrirtækin og flutningsfyrirtæki á orku. Yfir 20 milljarðar beint í launagreiðslur og hellingur í viðbót sem fór til birgja, verktaka og annarra, sem eru að vinna í það sem við köllum álklásanum.“ Þegar spurt er um horfurnar segist Einar hafa spáð því á aðalfundi Samáls í vor að góðærið héldi áfram í áliðnaðinum á þessu ári. „Ég ætti von á því að þetta gæti orðið enn betra. Ég trúi því ennþá,“ segir forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 Áliðnaður Fjarðabyggð Stóriðja Efnahagsmál Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Miklar hækkanir á álverði skilar Norðuráli hagnaði upp á tíu milljarða Miklar verðhækkanir á álverði á heimsmarkaði skiluðu sér í því að tekjur Norðuráls á Grundartanga jukust um 39 prósent á árinu 2021 og námu samtals 791 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 103 milljarða króna. Mikil umskipti voru í afkomu álversins sem hagnaðist um 79,4 milljónir dala eftir skatta borið saman við tap upp á tæplega 9 milljónir dala á árinu 2020. 16. apríl 2022 12:55 Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24 Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021. 18. febrúar 2022 15:21 Einar tekur við sem forstjóri Alcoa Fjarðaráls Einar Þorsteinsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við stöðunni þann 1. desember. Tor Arne Berg hefur sinnt starfinu síðastliðin tvö ár en hún snýr aftur til Noregs í nýtt starf hjá Alcoa. 17. nóvember 2021 15:43 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var álver Alcoa heimsótt en það tók til starfa í Reyðarfirði árið 2007. Á þessum fimmtán ára rekstrartíma hafa verið sveiflur upp og niður. Uppsveiflan núna hefur þó aldrei verið eins há. „Síðasta ár í áliðnaðinum á Íslandi gekk afskaplega vel. Það gekk eiginlega svo vel að við sem erum í bransanum vorum í vandræðum með að hætta að barma okkur,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs árs hélst verð á áli um og yfir þrjúþúsund dollurum á tonnið, sem var sögulegt met. „Verðið fór mjög hátt, meira að segja skreið yfir fjögurþúsund dollarana. Þá fórum við að hafa miklar áhyggjur, því það getur síðan haft áhrif á heildareftirspurn eftir áli. Og það hafði líka þau áhrif að nú er verðið komið niður í þetta sem okkur finnst kannski eðlilegt verð, í kringum 2.400-2.500 dollara tonnið.“ Frá Alcoa Fjarðaáli á Reyðafirði. Orkuverð til þess er tengt heimsmarkaðsverði á áli.Arnar Halldórsson Þótt síðasta ár hafi fjárhagslega verið það besta segir Einar að tæknilega hafi Fjarðaál verið að glíma við erfiðleika í rekstri kerjanna. „Það er reyndar allt að horfa til bóta og er komið bara í mjög gott lag núna.“ Því er stundum fleygt í umræðunni að gróði álveranna fari allur úr landi. „Auðvitað fer arðurinn til eigandans. Það er bara eðli málsins samkvæmt.“ Einar segir að hellingur verði þó eftir í landinu af yfir 300 milljarða króna veltu álveranna í fyrra. „Og af þessum 300 milljörðum urðu 125 milljarðar eftir á Íslandi. Og þar af um helmingur beint í orkufyrirtækin og flutningsfyrirtæki á orku. Yfir 20 milljarðar beint í launagreiðslur og hellingur í viðbót sem fór til birgja, verktaka og annarra, sem eru að vinna í það sem við köllum álklásanum.“ Þegar spurt er um horfurnar segist Einar hafa spáð því á aðalfundi Samáls í vor að góðærið héldi áfram í áliðnaðinum á þessu ári. „Ég ætti von á því að þetta gæti orðið enn betra. Ég trúi því ennþá,“ segir forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2
Áliðnaður Fjarðabyggð Stóriðja Efnahagsmál Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Miklar hækkanir á álverði skilar Norðuráli hagnaði upp á tíu milljarða Miklar verðhækkanir á álverði á heimsmarkaði skiluðu sér í því að tekjur Norðuráls á Grundartanga jukust um 39 prósent á árinu 2021 og námu samtals 791 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 103 milljarða króna. Mikil umskipti voru í afkomu álversins sem hagnaðist um 79,4 milljónir dala eftir skatta borið saman við tap upp á tæplega 9 milljónir dala á árinu 2020. 16. apríl 2022 12:55 Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24 Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021. 18. febrúar 2022 15:21 Einar tekur við sem forstjóri Alcoa Fjarðaráls Einar Þorsteinsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við stöðunni þann 1. desember. Tor Arne Berg hefur sinnt starfinu síðastliðin tvö ár en hún snýr aftur til Noregs í nýtt starf hjá Alcoa. 17. nóvember 2021 15:43 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Miklar hækkanir á álverði skilar Norðuráli hagnaði upp á tíu milljarða Miklar verðhækkanir á álverði á heimsmarkaði skiluðu sér í því að tekjur Norðuráls á Grundartanga jukust um 39 prósent á árinu 2021 og námu samtals 791 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 103 milljarða króna. Mikil umskipti voru í afkomu álversins sem hagnaðist um 79,4 milljónir dala eftir skatta borið saman við tap upp á tæplega 9 milljónir dala á árinu 2020. 16. apríl 2022 12:55
Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24
Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021. 18. febrúar 2022 15:21
Einar tekur við sem forstjóri Alcoa Fjarðaráls Einar Þorsteinsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við stöðunni þann 1. desember. Tor Arne Berg hefur sinnt starfinu síðastliðin tvö ár en hún snýr aftur til Noregs í nýtt starf hjá Alcoa. 17. nóvember 2021 15:43