Haft er eftir Bjarna Má Gylfasyni, upplýsingafulltrúa Rio Tinto, að rafmagn hafi haldist á kerskálanum og steypuskálanum þar sem öll framleiðsla fyrirtækisins fer fram. Morgunblaðið greinir frá.
Bjarni Már segir í samtali við Morgunblaðið að lítið mál hafi verið að slá rafmagni aftur inn en það hafi aðeins farið af kaffistofum, boðkerfum og öðru.
Þá segir hann að engin hætta hafi verið á ferð og að starfssemi álversins hafi ekki stöðvast.