Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. júlí 2022 18:31 Tveir stórir skjálftar riðu yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir klukkan sex í kvöld, annar þeirra mældist 4,7 og er því stærsti skjálftinn í yfirstandandi hrinu til þessa. Vísir/Egill Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og hafa fréttastofu borist ábendingar um að skjálftinn hafi fundist vel á Reykjanesskaga, bæði í Keflavík og Grindavík. Fólk víðar um land segist einnig hafa fundið fyrir skjálftanum, meðal annars í Vestmannaeyjum og í Borgarfirði. Vísir hafði samband við Veðurstofuna skömmu eftir stóra skjálftann og sagði Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur, að starfsmenn stofunnar væru enn á fullu að vinna úr gögnum og búið væri að kalla út auka mannskap. Hún gat þó staðfest að skjálftinn væri sannarlega sá stærsti í hrinunni til þessa. Kvika að finna sér farveg upp á yfirborðið Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa um þrjú þúsund skjálftar mælst með sjálfvirku staðsetningarkerfi Veðurstofunnar frá því að hrinan hófst í gær. Um fjörutíu skjálftar hafa mælst stærri en 3,0 og sex skjálftar mælst stærri en 4,0 í hrinunni. Skjálftar í dag mælast á grynnra dýpi en þeir gerðu í gær sem bendir til að kvikuhlaup sé að skjóta sér upp á yfirborðið. Skjálftarnir voru fyrst á um sex til átta kílómetra dýpi en frá því klukkan sex í gærkvöldi hefur skjálftavirknin grynnkað og haldist stöðug á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. Einar Sigurbjörnsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við Vísi í dag að virknin hafi færst ofar og að GPS-mælar á svæðinu gefi til kynna að um kvikuinnskot sé að ræða sem sé að reyna að finna sér farveg upp á yfirborðið. Á vef Veðurstofunnar segir að kvikuinnskotið við Fagradalsfjall valdi spennubreytingum norðaustan við Grindavík og vestan við Kleifarvatn og framkalli þar skjálfta sem séu gjarnan kallaðir gikkskjálftar. Enn fremur segir þar að þar sem skjálftarnir við Kleifarvatn séu nær höfuðborgarsvæðinu geti þeir fundist greinilegar þar þrátt fyrir að vera aðeins minni að stærð. Uppfært klukkan 19:40: Í upphaflegum mælingum Veðurstofunnar var skjálftinn 4,7 að stærð en í yfirförnum gögnum Veðurstofunnar kemur fram að hann hafi verið 5,4 að stærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Stór skjálfti að stærð 4,7 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. 31. júlí 2022 17:49 Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. 31. júlí 2022 07:18 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og hafa fréttastofu borist ábendingar um að skjálftinn hafi fundist vel á Reykjanesskaga, bæði í Keflavík og Grindavík. Fólk víðar um land segist einnig hafa fundið fyrir skjálftanum, meðal annars í Vestmannaeyjum og í Borgarfirði. Vísir hafði samband við Veðurstofuna skömmu eftir stóra skjálftann og sagði Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur, að starfsmenn stofunnar væru enn á fullu að vinna úr gögnum og búið væri að kalla út auka mannskap. Hún gat þó staðfest að skjálftinn væri sannarlega sá stærsti í hrinunni til þessa. Kvika að finna sér farveg upp á yfirborðið Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa um þrjú þúsund skjálftar mælst með sjálfvirku staðsetningarkerfi Veðurstofunnar frá því að hrinan hófst í gær. Um fjörutíu skjálftar hafa mælst stærri en 3,0 og sex skjálftar mælst stærri en 4,0 í hrinunni. Skjálftar í dag mælast á grynnra dýpi en þeir gerðu í gær sem bendir til að kvikuhlaup sé að skjóta sér upp á yfirborðið. Skjálftarnir voru fyrst á um sex til átta kílómetra dýpi en frá því klukkan sex í gærkvöldi hefur skjálftavirknin grynnkað og haldist stöðug á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. Einar Sigurbjörnsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við Vísi í dag að virknin hafi færst ofar og að GPS-mælar á svæðinu gefi til kynna að um kvikuinnskot sé að ræða sem sé að reyna að finna sér farveg upp á yfirborðið. Á vef Veðurstofunnar segir að kvikuinnskotið við Fagradalsfjall valdi spennubreytingum norðaustan við Grindavík og vestan við Kleifarvatn og framkalli þar skjálfta sem séu gjarnan kallaðir gikkskjálftar. Enn fremur segir þar að þar sem skjálftarnir við Kleifarvatn séu nær höfuðborgarsvæðinu geti þeir fundist greinilegar þar þrátt fyrir að vera aðeins minni að stærð. Uppfært klukkan 19:40: Í upphaflegum mælingum Veðurstofunnar var skjálftinn 4,7 að stærð en í yfirförnum gögnum Veðurstofunnar kemur fram að hann hafi verið 5,4 að stærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Stór skjálfti að stærð 4,7 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. 31. júlí 2022 17:49 Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. 31. júlí 2022 07:18 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Stór skjálfti að stærð 4,7 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. 31. júlí 2022 17:49
Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. 31. júlí 2022 07:18
Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22