Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. júlí 2022 18:31 Tveir stórir skjálftar riðu yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir klukkan sex í kvöld, annar þeirra mældist 4,7 og er því stærsti skjálftinn í yfirstandandi hrinu til þessa. Vísir/Egill Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og hafa fréttastofu borist ábendingar um að skjálftinn hafi fundist vel á Reykjanesskaga, bæði í Keflavík og Grindavík. Fólk víðar um land segist einnig hafa fundið fyrir skjálftanum, meðal annars í Vestmannaeyjum og í Borgarfirði. Vísir hafði samband við Veðurstofuna skömmu eftir stóra skjálftann og sagði Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur, að starfsmenn stofunnar væru enn á fullu að vinna úr gögnum og búið væri að kalla út auka mannskap. Hún gat þó staðfest að skjálftinn væri sannarlega sá stærsti í hrinunni til þessa. Kvika að finna sér farveg upp á yfirborðið Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa um þrjú þúsund skjálftar mælst með sjálfvirku staðsetningarkerfi Veðurstofunnar frá því að hrinan hófst í gær. Um fjörutíu skjálftar hafa mælst stærri en 3,0 og sex skjálftar mælst stærri en 4,0 í hrinunni. Skjálftar í dag mælast á grynnra dýpi en þeir gerðu í gær sem bendir til að kvikuhlaup sé að skjóta sér upp á yfirborðið. Skjálftarnir voru fyrst á um sex til átta kílómetra dýpi en frá því klukkan sex í gærkvöldi hefur skjálftavirknin grynnkað og haldist stöðug á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. Einar Sigurbjörnsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við Vísi í dag að virknin hafi færst ofar og að GPS-mælar á svæðinu gefi til kynna að um kvikuinnskot sé að ræða sem sé að reyna að finna sér farveg upp á yfirborðið. Á vef Veðurstofunnar segir að kvikuinnskotið við Fagradalsfjall valdi spennubreytingum norðaustan við Grindavík og vestan við Kleifarvatn og framkalli þar skjálfta sem séu gjarnan kallaðir gikkskjálftar. Enn fremur segir þar að þar sem skjálftarnir við Kleifarvatn séu nær höfuðborgarsvæðinu geti þeir fundist greinilegar þar þrátt fyrir að vera aðeins minni að stærð. Uppfært klukkan 19:40: Í upphaflegum mælingum Veðurstofunnar var skjálftinn 4,7 að stærð en í yfirförnum gögnum Veðurstofunnar kemur fram að hann hafi verið 5,4 að stærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Stór skjálfti að stærð 4,7 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. 31. júlí 2022 17:49 Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. 31. júlí 2022 07:18 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og hafa fréttastofu borist ábendingar um að skjálftinn hafi fundist vel á Reykjanesskaga, bæði í Keflavík og Grindavík. Fólk víðar um land segist einnig hafa fundið fyrir skjálftanum, meðal annars í Vestmannaeyjum og í Borgarfirði. Vísir hafði samband við Veðurstofuna skömmu eftir stóra skjálftann og sagði Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur, að starfsmenn stofunnar væru enn á fullu að vinna úr gögnum og búið væri að kalla út auka mannskap. Hún gat þó staðfest að skjálftinn væri sannarlega sá stærsti í hrinunni til þessa. Kvika að finna sér farveg upp á yfirborðið Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa um þrjú þúsund skjálftar mælst með sjálfvirku staðsetningarkerfi Veðurstofunnar frá því að hrinan hófst í gær. Um fjörutíu skjálftar hafa mælst stærri en 3,0 og sex skjálftar mælst stærri en 4,0 í hrinunni. Skjálftar í dag mælast á grynnra dýpi en þeir gerðu í gær sem bendir til að kvikuhlaup sé að skjóta sér upp á yfirborðið. Skjálftarnir voru fyrst á um sex til átta kílómetra dýpi en frá því klukkan sex í gærkvöldi hefur skjálftavirknin grynnkað og haldist stöðug á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. Einar Sigurbjörnsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við Vísi í dag að virknin hafi færst ofar og að GPS-mælar á svæðinu gefi til kynna að um kvikuinnskot sé að ræða sem sé að reyna að finna sér farveg upp á yfirborðið. Á vef Veðurstofunnar segir að kvikuinnskotið við Fagradalsfjall valdi spennubreytingum norðaustan við Grindavík og vestan við Kleifarvatn og framkalli þar skjálfta sem séu gjarnan kallaðir gikkskjálftar. Enn fremur segir þar að þar sem skjálftarnir við Kleifarvatn séu nær höfuðborgarsvæðinu geti þeir fundist greinilegar þar þrátt fyrir að vera aðeins minni að stærð. Uppfært klukkan 19:40: Í upphaflegum mælingum Veðurstofunnar var skjálftinn 4,7 að stærð en í yfirförnum gögnum Veðurstofunnar kemur fram að hann hafi verið 5,4 að stærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Stór skjálfti að stærð 4,7 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. 31. júlí 2022 17:49 Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. 31. júlí 2022 07:18 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Stór skjálfti að stærð 4,7 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. 31. júlí 2022 17:49
Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. 31. júlí 2022 07:18
Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22