Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. júlí 2022 14:15 Jarðskjálftahrinan við Fagradalsfjall hefur staðið yfir frá hádegi og nú rétt fyrir klukkan fimm mældist stærsti skjálftinn til þessa. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. „Það er mjög mikil skjálftavirkni frá því að það hófst skjálftahrina þarna rétt norðaustan við Fagradalsfjall í hádeginu, milli klukkan tólf og eitt. Síðan þá hafa mælst ótal skjálftar á svæðinu, það er frekar mikil virkni,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur: „Við reynum að fylgjast með hvað gerist, bæði í hrinunni og með tilliti til þess hvort það gæti verið að hefjast þarna eldgos aftur á svæðinu.“ Flugveðurkóði hefur verið settur á gult viðbúnaðarstig en það hefur ekki verið gert síðan eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk og talið var öruggt að færa kóðann upp á grænt stig að nýju. Einar varar fólk á Reykjanesi við því að aukin skriðuhætta sé á svæðinu. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu eins og sjá má á myndinni.Veðurstofan „Það er mikill kraftur, mjög margir litlir skjálftar koma með mjög skömmu millibili núna þannig að það er svolítill kraftur í þessari hrinu. Það hafa komið stærri skjálftar inn á milli, stærsti skjálftinn kom núna klukkan 14.02, 4,0 að stærð – hann var kröftugasti skjálfti sem hefur komið í hrinunni hingað til. Þetta er enn á 5-7 kílómetra dýpi og við erum svona að fylgjast dýpinu um leið og ný gögn berast.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir því að kvika geti verið á þessu 5-7 kílómetra dýpi sem skjálftarnir eru að mælast á og bætir við að jarðskjálftahrinan sé ívið kröftugari en hrinan sem var um áramótin. „Þegar það byrjaði að gjósa síðast þá datt skjálftavirknin allt í einu niður og síðan hófst gos þannig að við verðum svolítið að fylgjast með. Almannavarnir eru meðvitaðar um stöðuna, við vorum að funda með þeim núna klukkan tvö.“ Hann segir ómögulegt að segja til um það á þessum tímapunkti hver næstu skref verði. „Við verðum bara að fylgjast með þessu næsta sólarhringinn og hvort við færum okkur upp á annað viðbúnaðarstig eftir það.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Það er mjög mikil skjálftavirkni frá því að það hófst skjálftahrina þarna rétt norðaustan við Fagradalsfjall í hádeginu, milli klukkan tólf og eitt. Síðan þá hafa mælst ótal skjálftar á svæðinu, það er frekar mikil virkni,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur: „Við reynum að fylgjast með hvað gerist, bæði í hrinunni og með tilliti til þess hvort það gæti verið að hefjast þarna eldgos aftur á svæðinu.“ Flugveðurkóði hefur verið settur á gult viðbúnaðarstig en það hefur ekki verið gert síðan eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk og talið var öruggt að færa kóðann upp á grænt stig að nýju. Einar varar fólk á Reykjanesi við því að aukin skriðuhætta sé á svæðinu. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu eins og sjá má á myndinni.Veðurstofan „Það er mikill kraftur, mjög margir litlir skjálftar koma með mjög skömmu millibili núna þannig að það er svolítill kraftur í þessari hrinu. Það hafa komið stærri skjálftar inn á milli, stærsti skjálftinn kom núna klukkan 14.02, 4,0 að stærð – hann var kröftugasti skjálfti sem hefur komið í hrinunni hingað til. Þetta er enn á 5-7 kílómetra dýpi og við erum svona að fylgjast dýpinu um leið og ný gögn berast.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir því að kvika geti verið á þessu 5-7 kílómetra dýpi sem skjálftarnir eru að mælast á og bætir við að jarðskjálftahrinan sé ívið kröftugari en hrinan sem var um áramótin. „Þegar það byrjaði að gjósa síðast þá datt skjálftavirknin allt í einu niður og síðan hófst gos þannig að við verðum svolítið að fylgjast með. Almannavarnir eru meðvitaðar um stöðuna, við vorum að funda með þeim núna klukkan tvö.“ Hann segir ómögulegt að segja til um það á þessum tímapunkti hver næstu skref verði. „Við verðum bara að fylgjast með þessu næsta sólarhringinn og hvort við færum okkur upp á annað viðbúnaðarstig eftir það.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira