Skorti alvöru aðgerðir frá ríkinu til að bæta nýliðun í grænmetisrækt Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júlí 2022 11:25 Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar bændasamtakanna, segir ríkið þurfa að gera miklu betur til að bæta úr nýliðun í grænmetisrækt. Axel Sæland Formaður Sambands garðyrkjubænda segir lægra hlutfall íslensks grænmetis í verslunum skýrast af skorti á nýliðun. Hann segir of erfitt fyrir nýliða að komast að og að ríkið þurfi bæði að einfalda regluverk og setja meiri pening í nýliðunarsjóði. Nýverið bárust fréttir af því að umfang grænmetisframleiðslu hafi minnkað undanfarinn áratug og hlutfall íslensks grænmetis sé lægra en það var 2010. Af því tilefni kom Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna, í Bítið til að ræða um stöðu íslenskrar grænmetisframleiðslu. Axel segir að þetta sé ekki æskileg þróun og að það sé á brattann að sækja á mörgum stöðum í garðyrkjunni, útiræktun fari sérstaklega hallandi. Helstu ástæðurnar fyrir því séu að þau hefðbundnu kynslóðaskipti sem áttu sér stað á bæjum á árum áður séu ekki jafn algeng í dag og sömuleiðis sé nýliðun lítil. Aðspurður hvort það sé engin sérstök örvun af hálfu hins opinbera til að reyna að auka nýliðun segir Axel að 2016 hafi garðyrkjubændur og nýliðar í fyrsta skipti átt möguleika á að sækja um styrk til að fjárfesta í jörðum eða rekstri. Heildarupphæð styrksins sé 140 milljónir en hún nái hins vegar yfir allan búskap. „Þetta er erfitt að sækja og nálgast, þú þarft að uppfylla alls konar skilyrði, skiljanlega, til að geta gengið inn í þetta, en fjármagnið er lítið og kostnaðurinn mikill. Þú þarft að eignast land eða leigja land og fjárfesta í miklum búnaði til að koma þér af stað,“ segir Axel. Vantar ungt fólk í grænmetisræktun Axel segir að eina leiðin til að hækka hlutfall íslensks grænmetis á markaði sé að ungt fólk sjái tækifæri í því að fara í ræktun. Til þess þurfi að búa til skilyrði fyrir það, upplýsa ungt fólk um fæðuöryggi og sýna því hvað sé gefandi að starfa í náttúrunni. „Ísland býður upp á allt, við höfum landið, við höfum jarðveginn og orkuna. Það er allt með okkur og þarf í rauninni bara vilja ríkisins til að standa á bak við okkur í þessu,“ segir Axel. Axel segir að það skorti ekki áhugann, fleiri fari í garðyrkjunám og það sé mikill áhugi neytenda á íslensku grænmeti. Hins vegar sé of erfitt að komast inn í greinina. Býlum hafi fækkað og þau sem eru eftir hafa stækkað, því sé stöðugt erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn. „Við bindum miklar vonir við að það sé að verða ákveðin breyting í hugarfari. En það er ekki bara nóg að tala upp garðyrkjuna í fjölmiðlum, við þurfum að fara í alvöru aðgerðir, hvort sem er á regluverki eða í peningum,“ segir Axel. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Nýverið bárust fréttir af því að umfang grænmetisframleiðslu hafi minnkað undanfarinn áratug og hlutfall íslensks grænmetis sé lægra en það var 2010. Af því tilefni kom Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna, í Bítið til að ræða um stöðu íslenskrar grænmetisframleiðslu. Axel segir að þetta sé ekki æskileg þróun og að það sé á brattann að sækja á mörgum stöðum í garðyrkjunni, útiræktun fari sérstaklega hallandi. Helstu ástæðurnar fyrir því séu að þau hefðbundnu kynslóðaskipti sem áttu sér stað á bæjum á árum áður séu ekki jafn algeng í dag og sömuleiðis sé nýliðun lítil. Aðspurður hvort það sé engin sérstök örvun af hálfu hins opinbera til að reyna að auka nýliðun segir Axel að 2016 hafi garðyrkjubændur og nýliðar í fyrsta skipti átt möguleika á að sækja um styrk til að fjárfesta í jörðum eða rekstri. Heildarupphæð styrksins sé 140 milljónir en hún nái hins vegar yfir allan búskap. „Þetta er erfitt að sækja og nálgast, þú þarft að uppfylla alls konar skilyrði, skiljanlega, til að geta gengið inn í þetta, en fjármagnið er lítið og kostnaðurinn mikill. Þú þarft að eignast land eða leigja land og fjárfesta í miklum búnaði til að koma þér af stað,“ segir Axel. Vantar ungt fólk í grænmetisræktun Axel segir að eina leiðin til að hækka hlutfall íslensks grænmetis á markaði sé að ungt fólk sjái tækifæri í því að fara í ræktun. Til þess þurfi að búa til skilyrði fyrir það, upplýsa ungt fólk um fæðuöryggi og sýna því hvað sé gefandi að starfa í náttúrunni. „Ísland býður upp á allt, við höfum landið, við höfum jarðveginn og orkuna. Það er allt með okkur og þarf í rauninni bara vilja ríkisins til að standa á bak við okkur í þessu,“ segir Axel. Axel segir að það skorti ekki áhugann, fleiri fari í garðyrkjunám og það sé mikill áhugi neytenda á íslensku grænmeti. Hins vegar sé of erfitt að komast inn í greinina. Býlum hafi fækkað og þau sem eru eftir hafa stækkað, því sé stöðugt erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn. „Við bindum miklar vonir við að það sé að verða ákveðin breyting í hugarfari. En það er ekki bara nóg að tala upp garðyrkjuna í fjölmiðlum, við þurfum að fara í alvöru aðgerðir, hvort sem er á regluverki eða í peningum,“ segir Axel.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira