Farþega Condor-vélarinnar leið eins og íslensk stjórnvöld hafi tekið hann í gíslingu Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2022 16:21 Að sögn lögreglu var neyðaráætlun vegna flugverndar virkjuð á Keflavíkurflugvelli eftir að tilkynningin barst um sprengjuhótun. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Farþegi um borð í flugvél sem lent var óvænt á Keflavíkurflugvelli á mánudag vegna sprengjuhótunar segist í fyrstu ekki hafa fengið neinar skýringar frá lögreglunni og liðið eins og hann hafi verið tekinn til fanga. Í myndskeiði sem hann birtir á miðlinum TikTok sýnir hann frá því þegar farþegar voru fluttir úr vélinni í flugskýli, þeir myndaðir af lögreglu og farangur þeirra fjarlægður. Um var að ræða farþega um borð í farþegaþotu þýska flugfélagsins Condor sem var á leið frá Frankfurt til Seattle í Bandaríkjunum. Flugvélinni var snúið við yfir Grænlandi síðdegis á mánudag eftir að áhöfn tilkynnti að einhver hafi skrifað enska orðið bomb, eða sprengja, á spegil inn á salerni vélarinnar. @winniethejroo what a crazy experience.. still here in iceland will update soon wish me luck Stranger Things - Kyle Dixon & Michael Stein Engin sprengja fannst um borð „Ég var tekinn í gíslingu af íslenskum stjórnvöldum,“ skrifar farþeginn sem gengur undir heitinu Winnie The Jroo á TikTok þegar hann er kominn um borð í rútu á flugbraut Keflavíkurflugvallar. Í bakgrunni sjást lögreglumenn framkvæma líkamsleit á öðrum farþegum. Næst segir hann að lögregla hafi skipt farþegunum upp í hópa og bannað þeim að fara á salernið án þess að veita nokkrar upplýsingar um það hvers vegna fólkið var statt á Íslandi. Síðar fékk hann að vita að aðgerðir lögreglunnar hafi komið til vegna tilkynningar um sprengjuhótun. Greint hefur verið frá því að engin sprengja hafi fundist um borð í flugvélinni og sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, síðdegis í gær að ekki væri vitað hver bæri ábyrgð á hótuninni. Rúm milljón manna hafa horft á myndbandið á TikTok þegar þetta er skrifað en Winnie The Jroo er með 1,5 milljónir fylgjenda á miðlinum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinnn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. 26. júlí 2022 20:46 Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Lent á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar Flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í dag vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leið frá Frankfurt til Seattle og var henni snúið við yfir Grænlandi. 25. júlí 2022 17:45 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Í myndskeiði sem hann birtir á miðlinum TikTok sýnir hann frá því þegar farþegar voru fluttir úr vélinni í flugskýli, þeir myndaðir af lögreglu og farangur þeirra fjarlægður. Um var að ræða farþega um borð í farþegaþotu þýska flugfélagsins Condor sem var á leið frá Frankfurt til Seattle í Bandaríkjunum. Flugvélinni var snúið við yfir Grænlandi síðdegis á mánudag eftir að áhöfn tilkynnti að einhver hafi skrifað enska orðið bomb, eða sprengja, á spegil inn á salerni vélarinnar. @winniethejroo what a crazy experience.. still here in iceland will update soon wish me luck Stranger Things - Kyle Dixon & Michael Stein Engin sprengja fannst um borð „Ég var tekinn í gíslingu af íslenskum stjórnvöldum,“ skrifar farþeginn sem gengur undir heitinu Winnie The Jroo á TikTok þegar hann er kominn um borð í rútu á flugbraut Keflavíkurflugvallar. Í bakgrunni sjást lögreglumenn framkvæma líkamsleit á öðrum farþegum. Næst segir hann að lögregla hafi skipt farþegunum upp í hópa og bannað þeim að fara á salernið án þess að veita nokkrar upplýsingar um það hvers vegna fólkið var statt á Íslandi. Síðar fékk hann að vita að aðgerðir lögreglunnar hafi komið til vegna tilkynningar um sprengjuhótun. Greint hefur verið frá því að engin sprengja hafi fundist um borð í flugvélinni og sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, síðdegis í gær að ekki væri vitað hver bæri ábyrgð á hótuninni. Rúm milljón manna hafa horft á myndbandið á TikTok þegar þetta er skrifað en Winnie The Jroo er með 1,5 milljónir fylgjenda á miðlinum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinnn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. 26. júlí 2022 20:46 Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Lent á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar Flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í dag vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leið frá Frankfurt til Seattle og var henni snúið við yfir Grænlandi. 25. júlí 2022 17:45 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinnn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. 26. júlí 2022 20:46
Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07
Lent á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar Flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í dag vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leið frá Frankfurt til Seattle og var henni snúið við yfir Grænlandi. 25. júlí 2022 17:45