Íþróttamenn 68 sinnum líklegri til að hljóta heilaskaða Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2022 08:01 Fyrrum NFL-leikmaðurinn Junior Seau svipti sig lífi árið 2012 með því að skjóta sig í bringuna. Hann hlífði höfðinu viljandi til að hægt væri að rannsaka það. Í ljós kom að hann var með CTE. George Gojkovich/Getty Images Ný rannsókn alþjóðlegra sérfræðinga er sögð hafa fært fram óyggjandi sannanir fyrir tengslum milli ítrekaðra höfuðhögga í íþróttum og heilasjúkdómsins CTE (chronic traumatic encephalopathy). Íþróttasambönd eru hvött til þess að taka mark á rannsókninni. Rannsóknin var unnin af sérfræðingum úr 13 háskólum, þar á meðal Oxford-háskóla í Bretlandi, í samstarfi við heilahristingssamtök í Bretlandi (Concussion Legacy Foundation UK). Nýst var við gögn frá Boston-háskóla og fleiri stofnunum í Bandaríkjunum sem sýna fram á að íþróttafólk í íþróttum með snertingu (e. contact sport) séu 68 sinnum líklegri til að þróa með sér CTE heldur en þeir sem ekki spila íþróttir. Mike Webster var sá fyrsti til að vera greindur með CTE.George Gojkovich/Getty Images Mikil umræða hefur skapast um áhrif höfuðmeiðsla, sérstaklega í amerískum fótbolta og ruðningi, þar sem hvað mest hætta er af ítrekuðum höfuðhöggum. Nígerísk-bandaríski læknirinn Bennet Omalu setti hugtakið CTE fram í grein árið 2005 eftir að hafa rannsakað fyrrum NFL-leikmanninn Mike Webster, sem lést árið 2002 eftir að hafa hagað sér óvenjulega um nokkurt skeið áður en hann svipti sig lífi. Fjölmargir leikmenn í NFL hafa sýnt einkenni CTE eftir að ferli þeirra lauk, sem hvað helst sýnir sig í snemmbúnum vitglöpum, ofbeldishneigðri hegðun og þunglyndi. Velski ruðningsspilarinn Alix Popham greindist með vitglöp árið 2020, þá fertugur, og sömu sögu er að segja að fyrrum fyrirliða velska landsliðsins í íþróttinni, Ryan Jones, sem er 41 árs og greindist í desember í fyrra. Jones er á meðal fyrrum leikmanna sem hafa kært alþjóðaruðningssambandinu, World Rugby. Aðgerða sé þörf gegn þessum „hræðilega sjúkdómi“ Sérfræðingar sem stóðu að rannsókninni hafa hvatt alþjóðasambönd, sér í lagi þau sem koma að ruðningi og amerískum fótbolta, til aðgerða. „Alþjóðleg íþróttasambönd ættu að viðurkenna að höfuðhögg valda CTE og þau ættu ekki að villa um fyrir almenningi um orsök CTE á meðan íþróttafólk deyr og fjölskyldur þeirra eyðilagðar af þessum hræðilega sjúkdómi,“ er haft eftir Dr. Chris Nowitski, sem er á meðal þeirra sem stóðu að rannsókninni. Fyrr í þessum mánuði lagði enska knattspyrnusambandið, The F.A., fram reglubreytingu þar sem skallar verða bannaðir í ákveðnum yngri flokka keppnum. NFL Rugby Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Rannsóknin var unnin af sérfræðingum úr 13 háskólum, þar á meðal Oxford-háskóla í Bretlandi, í samstarfi við heilahristingssamtök í Bretlandi (Concussion Legacy Foundation UK). Nýst var við gögn frá Boston-háskóla og fleiri stofnunum í Bandaríkjunum sem sýna fram á að íþróttafólk í íþróttum með snertingu (e. contact sport) séu 68 sinnum líklegri til að þróa með sér CTE heldur en þeir sem ekki spila íþróttir. Mike Webster var sá fyrsti til að vera greindur með CTE.George Gojkovich/Getty Images Mikil umræða hefur skapast um áhrif höfuðmeiðsla, sérstaklega í amerískum fótbolta og ruðningi, þar sem hvað mest hætta er af ítrekuðum höfuðhöggum. Nígerísk-bandaríski læknirinn Bennet Omalu setti hugtakið CTE fram í grein árið 2005 eftir að hafa rannsakað fyrrum NFL-leikmanninn Mike Webster, sem lést árið 2002 eftir að hafa hagað sér óvenjulega um nokkurt skeið áður en hann svipti sig lífi. Fjölmargir leikmenn í NFL hafa sýnt einkenni CTE eftir að ferli þeirra lauk, sem hvað helst sýnir sig í snemmbúnum vitglöpum, ofbeldishneigðri hegðun og þunglyndi. Velski ruðningsspilarinn Alix Popham greindist með vitglöp árið 2020, þá fertugur, og sömu sögu er að segja að fyrrum fyrirliða velska landsliðsins í íþróttinni, Ryan Jones, sem er 41 árs og greindist í desember í fyrra. Jones er á meðal fyrrum leikmanna sem hafa kært alþjóðaruðningssambandinu, World Rugby. Aðgerða sé þörf gegn þessum „hræðilega sjúkdómi“ Sérfræðingar sem stóðu að rannsókninni hafa hvatt alþjóðasambönd, sér í lagi þau sem koma að ruðningi og amerískum fótbolta, til aðgerða. „Alþjóðleg íþróttasambönd ættu að viðurkenna að höfuðhögg valda CTE og þau ættu ekki að villa um fyrir almenningi um orsök CTE á meðan íþróttafólk deyr og fjölskyldur þeirra eyðilagðar af þessum hræðilega sjúkdómi,“ er haft eftir Dr. Chris Nowitski, sem er á meðal þeirra sem stóðu að rannsókninni. Fyrr í þessum mánuði lagði enska knattspyrnusambandið, The F.A., fram reglubreytingu þar sem skallar verða bannaðir í ákveðnum yngri flokka keppnum.
NFL Rugby Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira