Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júlí 2022 12:01 Svandís segist skilja strandveiðimenn á Norður- og Austurlandi vel og það sé hennar ætlun að útrýma ójöfnuði í strandveiðikerfinu með frumvarpi á næsta þingi. vísir/vilhelm Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. Strandveiðitímabilinu lauk síðasta fimmtudag þegar allur þorskkvóti tímabilsins kláraðist. Samtals voru ríflega ellefu þúsund tonn af þorski veidd á tímabilinu. „Þetta er mesta magn frá upphafi sem fer í strandveiðar og mesta virði sem fæst fyrir aflann í strandveiðum frá upphafi. Þannig að það er jákvætt en við sitjum eftir sem áður uppi með það að tímabilið er stutt og mætti svo sannarlega vera lengra en það er lengri tíma mál að koma því í kring,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ósáttir strandveiðimenn Strandveiðimenn á Norður- og Austurlandi eru gríðarlega ósáttir en stærsti þorskurinn gengur fyrst á Vesturlandið og er fyrst nú að færast yfir á Austurland. Þeir verða því af verðmætasta fiskinum. „Þegar hann er orðinn stór og öflugur þá er einfaldlega tíminn búinn fyrir norðan og austan. Þetta þarf að endurskoða og ég hef boðað það að ég muni koma með frumvarp þess efnis fyrir þingið að taka upp svæðaskiptinguna aftur með það að markmiði að auka jöfnuð milli landsvæða,“ segir Svandís. Hún greindi fyrr í mánuðinum frá þessum áformum sínum en með frumvarpinu yrði lagt til að hverfa aftur til fyrra kerfis um svæðisskiptan kvóta, svo allir strandveiðimenn landsins veiði ekki úr sama potti eins og nú og strandveiðimenn á Austurlandi verði af besta fiskinum. Í frumvarpinu hyggst hún skipta kvótanum niður eftir fjölda báta á hverju svæði fyrir sig. Strandveiðimenn á Austurlandi hafa kallað eftir því að ráðherrann bregðist við ástandinu í sumar og auki við kvótann strax. „Það eru ekki mörg spil sem ég hef á hendi en mér finnst það skipta mjög miklu máli að þessir aðilar viti hvert minn hugur stefnir og að mitt markmið er að jafna þessa aðstöðu eins og nokkurs er kostur. Það að grípa til ráðstafana núna á næstu vikum og mánuðum er ekki eitthvað sem er á borðinu,“ segir Svandís. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Strandveiðitímabilinu lauk síðasta fimmtudag þegar allur þorskkvóti tímabilsins kláraðist. Samtals voru ríflega ellefu þúsund tonn af þorski veidd á tímabilinu. „Þetta er mesta magn frá upphafi sem fer í strandveiðar og mesta virði sem fæst fyrir aflann í strandveiðum frá upphafi. Þannig að það er jákvætt en við sitjum eftir sem áður uppi með það að tímabilið er stutt og mætti svo sannarlega vera lengra en það er lengri tíma mál að koma því í kring,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ósáttir strandveiðimenn Strandveiðimenn á Norður- og Austurlandi eru gríðarlega ósáttir en stærsti þorskurinn gengur fyrst á Vesturlandið og er fyrst nú að færast yfir á Austurland. Þeir verða því af verðmætasta fiskinum. „Þegar hann er orðinn stór og öflugur þá er einfaldlega tíminn búinn fyrir norðan og austan. Þetta þarf að endurskoða og ég hef boðað það að ég muni koma með frumvarp þess efnis fyrir þingið að taka upp svæðaskiptinguna aftur með það að markmiði að auka jöfnuð milli landsvæða,“ segir Svandís. Hún greindi fyrr í mánuðinum frá þessum áformum sínum en með frumvarpinu yrði lagt til að hverfa aftur til fyrra kerfis um svæðisskiptan kvóta, svo allir strandveiðimenn landsins veiði ekki úr sama potti eins og nú og strandveiðimenn á Austurlandi verði af besta fiskinum. Í frumvarpinu hyggst hún skipta kvótanum niður eftir fjölda báta á hverju svæði fyrir sig. Strandveiðimenn á Austurlandi hafa kallað eftir því að ráðherrann bregðist við ástandinu í sumar og auki við kvótann strax. „Það eru ekki mörg spil sem ég hef á hendi en mér finnst það skipta mjög miklu máli að þessir aðilar viti hvert minn hugur stefnir og að mitt markmið er að jafna þessa aðstöðu eins og nokkurs er kostur. Það að grípa til ráðstafana núna á næstu vikum og mánuðum er ekki eitthvað sem er á borðinu,“ segir Svandís.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira