Laumaðist á æfingar þegar hún átti að vera í kirkju og á nú heimsmet Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2022 08:31 Tobi Amusan þurfti að laumast á æfingar á sínum yngri árum. Mustafa Yalcin/Anadolu Agency via Getty Images Nígeríska spretthlaupakonan Tobi Amusan setti nýtt heimsmet í 100m grindahlaupi á lokadegi HM í frjálsíþróttum um helgina. Faðir hennar taldi þó að íþróttaiðkun hennar væri tímasóun og hún þurfti því oft að laumast á æfingar á sínum yngri árum. Þessi 25 ára spretthlaupakona hafnaði í fjórða sæti á HM í frjálsíþróttum 2019 og Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar. Nú á hún heimsmetið í 100m grindahlaupi eftir að hún kom í mark á 12,12 sekúndum í undanúrslitahlaupinu á HM um helgina, ásamt því að tryggja sér gullið í úrslitahlaupinu. Hún hefur þó þurft að yfirstíga ýmsar hindranir á sínum ferli sem hlaupakona þar sem foreldrar hennar voru ekki alltaf fylgjandi því að hún væri að eyða tíma sínum í íþróttir. „Foreldrar mínir eru báðir kennarar og þau eru mjög ströng,“ sagði Amusan í samtali við BBC eftir að hún bætti heimsmetið. „Þegar maður elst upp á svoleiðis heimili þá finnst foreldrum manns eins og maður eigi að einbeita sér að skólanum. Og þar sem ég er kona þá fannst þeim eins og ég væri að villast af leið, missa einbeitinguna og allt það.“ „En mamma sá eitthvað í mér sem ég sá ekki sjálf og henni fannst hún þurfa að gefa mér tækifæri. Hún var alltaf að segja mér að ég ætti ekki að valda henni vonbrigðum.“ „Hún sagði pabba stundum að ég væri að fara í kirkju svo ég gæti laumast á æfingu. Stundum sagði hún að ég væri að fara að taka þátt í ræðukeppni á vegum skólans ef ég var að fara að keppa einhversstaðar í burtu. Þannig byrjaði þetta allt.“ „Pabbi varð mjög reiður þegar hann komst að því að ég væri að hlaupa. Hann brenndi öll æfingafötin mín og sagði mömmu að þetta væri í seinasta skipti sem hann vildi sjá mig inni á leikvangi,“ sagði Amusan að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjá meira
Þessi 25 ára spretthlaupakona hafnaði í fjórða sæti á HM í frjálsíþróttum 2019 og Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar. Nú á hún heimsmetið í 100m grindahlaupi eftir að hún kom í mark á 12,12 sekúndum í undanúrslitahlaupinu á HM um helgina, ásamt því að tryggja sér gullið í úrslitahlaupinu. Hún hefur þó þurft að yfirstíga ýmsar hindranir á sínum ferli sem hlaupakona þar sem foreldrar hennar voru ekki alltaf fylgjandi því að hún væri að eyða tíma sínum í íþróttir. „Foreldrar mínir eru báðir kennarar og þau eru mjög ströng,“ sagði Amusan í samtali við BBC eftir að hún bætti heimsmetið. „Þegar maður elst upp á svoleiðis heimili þá finnst foreldrum manns eins og maður eigi að einbeita sér að skólanum. Og þar sem ég er kona þá fannst þeim eins og ég væri að villast af leið, missa einbeitinguna og allt það.“ „En mamma sá eitthvað í mér sem ég sá ekki sjálf og henni fannst hún þurfa að gefa mér tækifæri. Hún var alltaf að segja mér að ég ætti ekki að valda henni vonbrigðum.“ „Hún sagði pabba stundum að ég væri að fara í kirkju svo ég gæti laumast á æfingu. Stundum sagði hún að ég væri að fara að taka þátt í ræðukeppni á vegum skólans ef ég var að fara að keppa einhversstaðar í burtu. Þannig byrjaði þetta allt.“ „Pabbi varð mjög reiður þegar hann komst að því að ég væri að hlaupa. Hann brenndi öll æfingafötin mín og sagði mömmu að þetta væri í seinasta skipti sem hann vildi sjá mig inni á leikvangi,“ sagði Amusan að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjá meira