„Markmiðið er að komast í þýsku deildina eftir þessi tvö ár“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2022 08:00 Tryggvi Þórisson stefnir á að spila í þýsku úrvalsdeildinni á komandi árum. Vísir/Hulda Margrét Handknattleiksmaðurinn Tryggvi Þórisson var í gær kynntur sem nýr leikmaður sænsku deildarmeistaranna Sävehof. Þessi tvítugi línumaður hefur seinustu ár verið lykilmaður í liði Selfyssinga í Olís-deild karla, en hann segist setja stefnuna á þýsku úrvalsdeildina á komandi árum. „Þetta kom mjög skyndilega upp á. Leikmaðurinn sem var í minni stöðu ákvað að hætta og þegar hann tekur þá ákvörðun þá heyra þeir bara strax í mér þarna í byrjun júlí,“ sagði Tryggvi þegar Vísir náði tali af honum. Sävehof varð deildar- og bikarmeistari í Svíþjóð á seinasta tímabili og liðið hefur um árabil verið í fremstu röð þar í landi. Tryggvi segir að það hefi spilað inn í ákvörðun sína, ásamt því að hann sé mjög hrifinn af þjálfara liðsins, Michael Apelgren. „Ég stökk á þetta af því að í klúbbnum er mikil sigurhefð. Og svo er það þjálfarinn. Hann gerði Elverum að því sem það er í dag og er bara einn besti þjálfarinn í heiminum í dag.“ „Það voru alveg önnur lið sem höfðu verið í sambandi við mig, en þau voru meira og minna að bjóða mér að koma eftir næsta tímabil. Sävehof vildi fá mig núna og þó að hitt sem var í boði hafi allt verið frábærir valmöguleikar þá fannst mér þetta vera rétta skrefið fyrir mig.“ Tryggvi hefur fengið smjörþefinn af Evrópukeppnum frá tíma hans á Selfossi, en nú tekur við forkeppni Evrópudeildarinnar með Sävehof. „Við verðum í Evrópudeildinni. Af því að þeir unnu „bara“ bikarinn og deildina þá þurfum við að fara í umspilið.“ Tryggvi skrifaði undir tveggja ára samning við Sävehof, en er þó strax farinn að horfa lengra. Hann segir að stefnan sé sett á sterkustu deild heims, þýsku úrvalsdeildina, og að þjálfari liðsins sé tilbúinn að hjálpa honum að ná þeim markmiðum. „Ég reyni auðvitað bara að hugsa um þetta tímabil núna með Sävehof, en markmiðið er að komast í þýsku deildina eftir þessi tvö ár. Þessi þjálfari er tilbúinn að hjálpa mér við það. Það er markmiðið hans líka,“ sagði Tryggvi að lokum. Handbolti Sænski handboltinn UMF Selfoss Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
„Þetta kom mjög skyndilega upp á. Leikmaðurinn sem var í minni stöðu ákvað að hætta og þegar hann tekur þá ákvörðun þá heyra þeir bara strax í mér þarna í byrjun júlí,“ sagði Tryggvi þegar Vísir náði tali af honum. Sävehof varð deildar- og bikarmeistari í Svíþjóð á seinasta tímabili og liðið hefur um árabil verið í fremstu röð þar í landi. Tryggvi segir að það hefi spilað inn í ákvörðun sína, ásamt því að hann sé mjög hrifinn af þjálfara liðsins, Michael Apelgren. „Ég stökk á þetta af því að í klúbbnum er mikil sigurhefð. Og svo er það þjálfarinn. Hann gerði Elverum að því sem það er í dag og er bara einn besti þjálfarinn í heiminum í dag.“ „Það voru alveg önnur lið sem höfðu verið í sambandi við mig, en þau voru meira og minna að bjóða mér að koma eftir næsta tímabil. Sävehof vildi fá mig núna og þó að hitt sem var í boði hafi allt verið frábærir valmöguleikar þá fannst mér þetta vera rétta skrefið fyrir mig.“ Tryggvi hefur fengið smjörþefinn af Evrópukeppnum frá tíma hans á Selfossi, en nú tekur við forkeppni Evrópudeildarinnar með Sävehof. „Við verðum í Evrópudeildinni. Af því að þeir unnu „bara“ bikarinn og deildina þá þurfum við að fara í umspilið.“ Tryggvi skrifaði undir tveggja ára samning við Sävehof, en er þó strax farinn að horfa lengra. Hann segir að stefnan sé sett á sterkustu deild heims, þýsku úrvalsdeildina, og að þjálfari liðsins sé tilbúinn að hjálpa honum að ná þeim markmiðum. „Ég reyni auðvitað bara að hugsa um þetta tímabil núna með Sävehof, en markmiðið er að komast í þýsku deildina eftir þessi tvö ár. Þessi þjálfari er tilbúinn að hjálpa mér við það. Það er markmiðið hans líka,“ sagði Tryggvi að lokum.
Handbolti Sænski handboltinn UMF Selfoss Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira