Hugmyndir Björns „fullkomlega óraunhæfar“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. júlí 2022 12:01 Oddný er nefndarmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd. vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir hugmyndir formanns stjórnar Landspítala um að fækka starfsfólki spítalans á stuðningssviðum í hagræðingarskyni fullkomlega óraunhæfar. Stuðningsfólkið létti undir með hjúkrunarfræðingum. Nóg álag sé á þeim nú þegar. Björn Zoëga, formaður nýrrar stjórnar Landspítala, sagði í gær að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Stöðum á svokölluðum stuðningssviðum yrði þá fækkað, sem vinna ekki beint með sjúklingum. Þessar hugmyndir falla illa í kramið hjá Samfylkingunni. Björn Zoëga var skipaður formaður nýrrar stjórnar Landspítalans af heilbrigðisráðherra fyrr á þessu ári.Karolinska „Ég held að væntingar um það að það sé hægt að halda kostnaði niðri við rekstur Landspítala með því að segja upp starfsfólki og halda uppi sömu þjónustu séu fullkomlega óraunhæfar,“ segir Oddný G. Harðardóttir, nefndarmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd. Formaður Félags lífeindafræðinga sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að spítalinn mætti alls ekki við því að starfsfólki fækki. Vinna þeirra sem ynnu ekki með sjúklingum væri gríðarlega mikilvæg fyrir endaniðurstöðu á meðferð þeirra. „Við þurfum að sjá til þess að heilbrigðisstarfsfólkið okkar haldist í vinnu og það yfirgefi ekki vettvang vegna álags eins og það hefur verið að gera núna síðustu ár, sérstaklega eftir Covid-faraldurinn. Þannig að það að fara að segja upp stuðningsfólki sem er ráðið til að létta undir með hjúkrunarfólkinu. Það væri óraunhæft,“ segir Oddný. Hún er sammála Birni Zoëga í því að mannekla sé helsta vandamál spítalans. Álagið hafi því verið gríðarlegt á starfsfólkinu. „Þess vegna hefur stuðningsfólkið verið ráðið inn og það getur varla verið fyrsta verk að segja upp því fólki. Fyrsta verk hlýtur að vera að reyna að bregðast við vandanum með því að fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum með öllum ráðum,“ segir Oddný. Stjórnvöld verði að sætta sig við að það muni kosta talsvert fjármagn að halda í heilbrigðisstarfsfólk; bæta þurfi launakjör þess og tryggja þeim viðunandi starfsaðstæður svo fátt eitt sé nefnt. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Björn Zoëga, formaður nýrrar stjórnar Landspítala, sagði í gær að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Stöðum á svokölluðum stuðningssviðum yrði þá fækkað, sem vinna ekki beint með sjúklingum. Þessar hugmyndir falla illa í kramið hjá Samfylkingunni. Björn Zoëga var skipaður formaður nýrrar stjórnar Landspítalans af heilbrigðisráðherra fyrr á þessu ári.Karolinska „Ég held að væntingar um það að það sé hægt að halda kostnaði niðri við rekstur Landspítala með því að segja upp starfsfólki og halda uppi sömu þjónustu séu fullkomlega óraunhæfar,“ segir Oddný G. Harðardóttir, nefndarmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd. Formaður Félags lífeindafræðinga sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að spítalinn mætti alls ekki við því að starfsfólki fækki. Vinna þeirra sem ynnu ekki með sjúklingum væri gríðarlega mikilvæg fyrir endaniðurstöðu á meðferð þeirra. „Við þurfum að sjá til þess að heilbrigðisstarfsfólkið okkar haldist í vinnu og það yfirgefi ekki vettvang vegna álags eins og það hefur verið að gera núna síðustu ár, sérstaklega eftir Covid-faraldurinn. Þannig að það að fara að segja upp stuðningsfólki sem er ráðið til að létta undir með hjúkrunarfólkinu. Það væri óraunhæft,“ segir Oddný. Hún er sammála Birni Zoëga í því að mannekla sé helsta vandamál spítalans. Álagið hafi því verið gríðarlegt á starfsfólkinu. „Þess vegna hefur stuðningsfólkið verið ráðið inn og það getur varla verið fyrsta verk að segja upp því fólki. Fyrsta verk hlýtur að vera að reyna að bregðast við vandanum með því að fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum með öllum ráðum,“ segir Oddný. Stjórnvöld verði að sætta sig við að það muni kosta talsvert fjármagn að halda í heilbrigðisstarfsfólk; bæta þurfi launakjör þess og tryggja þeim viðunandi starfsaðstæður svo fátt eitt sé nefnt.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira