Tvö ný heimsmet á lokadegi HM í frjálsíþróttum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júlí 2022 07:30 Armand Duplantis og Tobi Amusan bættu bæði heimsmet í nótt. Vísir/Getty Lokadagur HM í frjálsíþróttum kláraðist í nótt og því var vel við hæfi að tvö heimsmet hafi fallið. Svíinn Armand Duplantis bætti eigið heimsmet í stangastökki þegar hann flaug yfir 6,21m og nígeríska hlaupakonan Tobi Amusan setti nýtt heimsmet í 100m grindahlaupi. Hinn 22 ára Duplantis hafði þegar tryggt sér gullið þegar hann fór yfir sex metrana í fyrstu tilraun, en enginn af keppinautum hans fór hærra en 5,94m. Það var því aðeins spurning um með hversu miklum mun Duplantis myndi vinna mótið og því engin ástæða til að reyna ekki við sitt eigið heimsmet. Eins og áður segir flaug Svíinn yfir 6,21m og bætti því gamla heimsmetið sitt sem var 6,20m. Það setti hann í mars á þessu ári, en þetta er í fimmta sinn sem sá sænski setur heimsmet í stangastökki. Síðar um daginn setti hin nígeríska Amusan heimsmet í 100m grindahlaupi þegar hún kom í mark á tímanum 12,12 sekúndum í undanúrslutahlaupinu. Amusan hafði sett Afríkumet í undanriðlunum þegar hún kom í mark á tímanum 12,40 sekúndur, en í nótt bætti hún um betur. Hún bætti heimsmet hinnar bandarísku Kendra Harrison um átta hundruðustu úr sekúndu, en met hennar var 12,20 sekúndur frá árinu 2016. Amusan lét sér þó ekki nægja að bæta heimsmetið í undanúrslitunum því hún kom fyrst í mark í úrslitahlaupinu og tók því gullið með sér heim til Nígeríu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Hinn 22 ára Duplantis hafði þegar tryggt sér gullið þegar hann fór yfir sex metrana í fyrstu tilraun, en enginn af keppinautum hans fór hærra en 5,94m. Það var því aðeins spurning um með hversu miklum mun Duplantis myndi vinna mótið og því engin ástæða til að reyna ekki við sitt eigið heimsmet. Eins og áður segir flaug Svíinn yfir 6,21m og bætti því gamla heimsmetið sitt sem var 6,20m. Það setti hann í mars á þessu ári, en þetta er í fimmta sinn sem sá sænski setur heimsmet í stangastökki. Síðar um daginn setti hin nígeríska Amusan heimsmet í 100m grindahlaupi þegar hún kom í mark á tímanum 12,12 sekúndum í undanúrslutahlaupinu. Amusan hafði sett Afríkumet í undanriðlunum þegar hún kom í mark á tímanum 12,40 sekúndur, en í nótt bætti hún um betur. Hún bætti heimsmet hinnar bandarísku Kendra Harrison um átta hundruðustu úr sekúndu, en met hennar var 12,20 sekúndur frá árinu 2016. Amusan lét sér þó ekki nægja að bæta heimsmetið í undanúrslitunum því hún kom fyrst í mark í úrslitahlaupinu og tók því gullið með sér heim til Nígeríu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira