Guðjón Pétur segist ekki vera fara fet þrátt fyrir áhuga Grindavíkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2022 19:01 Guðjón Pétur Lýðsson í leik með ÍBV í sumar. Vísir/Diego Hávær orðrómur er á kreiki er varðar stöðu Guðjóns Péturs Lýðssonar, leikmanns ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta. Talið er að hann gæti verið á leiðinni til Grindavíkur sem spilar í Lengjudeildinni. Guðjón Pétur hefur komið við sögu í tíu leikjum hjá ÍBV í Bestu deildinni í sumar. Hann hefur hins vegar ekki byrjað leik síðan gegn ÍA þann 21. maí síðastliðinn. Frægt er orðið þegar Guðjóni Pétri og Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara liðsins, lenti saman eftir leik fyrr í sumar. Var Guðjón Pétur í kjölfarið sendur í straff. Það entist í tvo leiki og eftir það var stefnt að því að slíðra sverðin og að leikmaðurinn yrði áfram í Eyjum. Hann er þar enn en tækifærin eru af skornum skammti. Grindavík er í leit að mannskap en liðið er sem stendur í 7. sæti Lengjudeildarinnar með 17 stig að loknum 13 leikjum. Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari liðsins, ræddi við Fótbolti.net eftir 4-5 tap gegn Aftureldingu á fimmtudag. „Við erum náttúrulega dálítið þunnir. Við erum með 17-19 manna hóp af mönnum sem eru gjaldgengir í liðið hjá okkur. Við munum skoða alla möguleika, hvort það verði þessi eða hinn, hann verður bara að passa inn í það sem við erum að gera hérna. Það vantar smá attitude við erum að leita að gæja eða gæjum með attitude.“ Guðjón Pétur var spurður út í málið af Fótbolti.net en hann segist ekki vera fara neitt sem stendur. „Ég er ekkert að kíkja í kringum mig. Það eru einhver lið búin að spyrjast fyrir og svona en ég hef ekki farið í neinar viðræður, hitt neinn eða talað við neinn. Eins og staðan er núna verð ég bara áfram hjá ÍBV.“ Félagaskiptaglugginn hér á landi lokar 26. júlí næstkomandi og verður forvitnilegt að sjá hvort Guðjón Pétur verður enn í Eyjum eður ei. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Lengjudeild karla UMF Grindavík ÍBV Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Guðjón Pétur hefur komið við sögu í tíu leikjum hjá ÍBV í Bestu deildinni í sumar. Hann hefur hins vegar ekki byrjað leik síðan gegn ÍA þann 21. maí síðastliðinn. Frægt er orðið þegar Guðjóni Pétri og Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara liðsins, lenti saman eftir leik fyrr í sumar. Var Guðjón Pétur í kjölfarið sendur í straff. Það entist í tvo leiki og eftir það var stefnt að því að slíðra sverðin og að leikmaðurinn yrði áfram í Eyjum. Hann er þar enn en tækifærin eru af skornum skammti. Grindavík er í leit að mannskap en liðið er sem stendur í 7. sæti Lengjudeildarinnar með 17 stig að loknum 13 leikjum. Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari liðsins, ræddi við Fótbolti.net eftir 4-5 tap gegn Aftureldingu á fimmtudag. „Við erum náttúrulega dálítið þunnir. Við erum með 17-19 manna hóp af mönnum sem eru gjaldgengir í liðið hjá okkur. Við munum skoða alla möguleika, hvort það verði þessi eða hinn, hann verður bara að passa inn í það sem við erum að gera hérna. Það vantar smá attitude við erum að leita að gæja eða gæjum með attitude.“ Guðjón Pétur var spurður út í málið af Fótbolti.net en hann segist ekki vera fara neitt sem stendur. „Ég er ekkert að kíkja í kringum mig. Það eru einhver lið búin að spyrjast fyrir og svona en ég hef ekki farið í neinar viðræður, hitt neinn eða talað við neinn. Eins og staðan er núna verð ég bara áfram hjá ÍBV.“ Félagaskiptaglugginn hér á landi lokar 26. júlí næstkomandi og verður forvitnilegt að sjá hvort Guðjón Pétur verður enn í Eyjum eður ei.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Lengjudeild karla UMF Grindavík ÍBV Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira