Lögreglan segir fórnarlambið, Johnny Pizarro hafa setið í bíl sínum klukkan rétt rúmlega fimm um morgun þegar árásarmaðurinn hafi komið að bílnum, opnað hurðina og skotið Pizarro í háls og höfuð. Washington Post greinir frá þessu.
Íbúar á svæðinu í kringum tökustaðinn segjast vanir tilbúnum glæpasenum en svæðið í kring er meðal þeirra sem hafi eina lægstu glæpatíðni í New York borg samkvæmt gögnum lögreglu sem ná frá janúar 2021 til maí 2022.