Ökumaðurinn talinn hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2022 06:31 Bílarnir tveir eru mikið tjónaðir. Vísir/Vésteinn Einn var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa valdið hörðum árekstri tveggja bifreiða á Arnarnesbrú. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og að hafa ekki hagað akstri eftir aðstæðum. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist í árekstrinum ásamt tveimur sonum sínum, sem voru farþegar. Ekki er vitað nánar um líðan þeirra. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem er óvenjulöng miðað við miðvikudagskvöld. Bátur strandaði við Álftanes Lítil trilla undir sex metrum á lengd strandaði við Álftanes á áttunda tímanum í gærkvöldi. Ekki var talið að hætta væri á ferð en björgunarsveitir voru samt sem áður kallaðar út og mættu með bátaflokk. Þeim tókst að losa bátinn og koma að bryggju um einni og hálfri klukkustund síðar. Þá var tilkynnt um slys í undirgöngum í Garðabæ rétt upp úr klukkan 17 en þar höfðu vespa og reiðhjól skollið saman. Hjólreiðamaðurinn var sextugur karlmaður og slasaðist hann lítillega á fæti. Tveir fimmtán ára drengir voru á vespunni og sluppu þeir ómeiddir. Lögregla ræddi við foreldra þeirra. Sautján ára á 156 kílómetra hraða Rétt upp úr klukkan 2 í nótt var sautján ára ökumaður stöðvaður á Kringlumýrarbraut eftir að hafa mælst á 156 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Pilturinn vildi ekki tjá sig um sakarefnið og var þ´vi færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Forráðamaður hans sótti hann á lögreglustöðina. Töluvert var um umferðalagabrot í gærkvöldi og í nótt. Þannig var annar ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur en sá ók Kringlumýrarbraut á 114 kílómetra hraða á klukkustund. Alls voru sex ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá var tilkynnt um fólk að að nota fíkniefni í kyrrstæðri bifreið í Hafnarfirði upp úr klukkan 9 í gærkvöldi. Á vettvangi voru fimm ungir menn sem viðurkenndu neyslu fíkniefna en þeir höfðu klárað öll efni áður en lögreglu bar að garði. Ungu mennirnir voru allir eldri en átján ára. Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Harður árekstur á Arnarneshæð Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku vegna áreksturs á Arnarneshæð klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. 20. júlí 2022 22:05 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist í árekstrinum ásamt tveimur sonum sínum, sem voru farþegar. Ekki er vitað nánar um líðan þeirra. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem er óvenjulöng miðað við miðvikudagskvöld. Bátur strandaði við Álftanes Lítil trilla undir sex metrum á lengd strandaði við Álftanes á áttunda tímanum í gærkvöldi. Ekki var talið að hætta væri á ferð en björgunarsveitir voru samt sem áður kallaðar út og mættu með bátaflokk. Þeim tókst að losa bátinn og koma að bryggju um einni og hálfri klukkustund síðar. Þá var tilkynnt um slys í undirgöngum í Garðabæ rétt upp úr klukkan 17 en þar höfðu vespa og reiðhjól skollið saman. Hjólreiðamaðurinn var sextugur karlmaður og slasaðist hann lítillega á fæti. Tveir fimmtán ára drengir voru á vespunni og sluppu þeir ómeiddir. Lögregla ræddi við foreldra þeirra. Sautján ára á 156 kílómetra hraða Rétt upp úr klukkan 2 í nótt var sautján ára ökumaður stöðvaður á Kringlumýrarbraut eftir að hafa mælst á 156 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Pilturinn vildi ekki tjá sig um sakarefnið og var þ´vi færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Forráðamaður hans sótti hann á lögreglustöðina. Töluvert var um umferðalagabrot í gærkvöldi og í nótt. Þannig var annar ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur en sá ók Kringlumýrarbraut á 114 kílómetra hraða á klukkustund. Alls voru sex ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá var tilkynnt um fólk að að nota fíkniefni í kyrrstæðri bifreið í Hafnarfirði upp úr klukkan 9 í gærkvöldi. Á vettvangi voru fimm ungir menn sem viðurkenndu neyslu fíkniefna en þeir höfðu klárað öll efni áður en lögreglu bar að garði. Ungu mennirnir voru allir eldri en átján ára.
Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Harður árekstur á Arnarneshæð Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku vegna áreksturs á Arnarneshæð klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. 20. júlí 2022 22:05 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Harður árekstur á Arnarneshæð Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku vegna áreksturs á Arnarneshæð klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. 20. júlí 2022 22:05