Opin allan sólarhringinn og enginn á vaktinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 19:16 NÆR stendur við Urriðaholtsstræti í Garðabæ. Fyrsta alsjálfvirka hverfisverslun landsins var opnuð í Garðabæ í morgun. Verslunin verður opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Framkvæmdastjóri segir opnunina marka upprisu gömlu hverfisverslananna. Snjallar lausnir í innkaupum hafa rutt sér til rúms hér á landi síðustu ár. Krónan býður til að mynda upp á hið svokallaða Skannað og skundað. En verslun NÆR við Urriðaholtsstræti er sú fyrsta á Íslandi sem byggir eingöngu á snjalltækni. Fyrirkomulagið er algjörlega rafrænt. Sérstöku smáforriti er hlaðið niður í símann og til að komast inn í búðina er QR-kóði skannaður. Viðskiptavinir komast þannig inn í búðina allan sólarhringinn með appið og QR-kóðann að vopni - en engir starfsmenn standa þar vaktina við afgreiðslustörf. Reyndar verða starfsmenn til aðstoðar í búðinni fyrstu vikurnar og þá verður starfsmaður á vakt hluta úr degi til að sinna hefðbundinni umhirðu búðarinnar; taka á móti vörum og fylla á hillur. En þegar komið er inn í búðina er áfram smáforritið sem gildir. Eins og í Krónunni skannar viðskiptavinurinn strikamerkið á vörunum inni í appinu, greiðir þar fyrir vörurnar og yfirgefur svo búðina. Þórður Örn Reynisson, framkvæmdastjóri NÆR. Þórður Örn Reynisson framkvæmdastjóri NÆR segir þetta upprisu „hverfisverslunarinnar“, sem meðal annars eigi sér fyrirmynd í bandarísku keðjunni Amazon GO. „Það var mjög dýrt að koma upp svoleiðis verslun á Íslandi, sérstaklega fyrir hverfisverslun þannig að við ákváðum að fara sambærilegar leiðir og aðrir á Norðurlöndum hafa verið að gera. Og það hefur reynst rosalega vel, bæði í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.“ En skilar tæknivæðingin og starfsmannaleysið sér í vasa neytenda? Erfitt að segja, segir Þórður. „En verðlega séð erum við mjög vel verðlögð miðað við stærð á verslun og það að við stöndum ein á bak við þetta. Við erum ekki hluti af neinni keðju heldur er þetta bara ný keðja.“ Aðstandendur NÆR hafa jafnframt kortlagt höfuðborgarsvæðið - og ef allt gengur eftir munu fleiri snjallar verslanir spretta upp kollinum inni í hverfum. Verslun Tækni Garðabær Stafræn þróun Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Snjallar lausnir í innkaupum hafa rutt sér til rúms hér á landi síðustu ár. Krónan býður til að mynda upp á hið svokallaða Skannað og skundað. En verslun NÆR við Urriðaholtsstræti er sú fyrsta á Íslandi sem byggir eingöngu á snjalltækni. Fyrirkomulagið er algjörlega rafrænt. Sérstöku smáforriti er hlaðið niður í símann og til að komast inn í búðina er QR-kóði skannaður. Viðskiptavinir komast þannig inn í búðina allan sólarhringinn með appið og QR-kóðann að vopni - en engir starfsmenn standa þar vaktina við afgreiðslustörf. Reyndar verða starfsmenn til aðstoðar í búðinni fyrstu vikurnar og þá verður starfsmaður á vakt hluta úr degi til að sinna hefðbundinni umhirðu búðarinnar; taka á móti vörum og fylla á hillur. En þegar komið er inn í búðina er áfram smáforritið sem gildir. Eins og í Krónunni skannar viðskiptavinurinn strikamerkið á vörunum inni í appinu, greiðir þar fyrir vörurnar og yfirgefur svo búðina. Þórður Örn Reynisson, framkvæmdastjóri NÆR. Þórður Örn Reynisson framkvæmdastjóri NÆR segir þetta upprisu „hverfisverslunarinnar“, sem meðal annars eigi sér fyrirmynd í bandarísku keðjunni Amazon GO. „Það var mjög dýrt að koma upp svoleiðis verslun á Íslandi, sérstaklega fyrir hverfisverslun þannig að við ákváðum að fara sambærilegar leiðir og aðrir á Norðurlöndum hafa verið að gera. Og það hefur reynst rosalega vel, bæði í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.“ En skilar tæknivæðingin og starfsmannaleysið sér í vasa neytenda? Erfitt að segja, segir Þórður. „En verðlega séð erum við mjög vel verðlögð miðað við stærð á verslun og það að við stöndum ein á bak við þetta. Við erum ekki hluti af neinni keðju heldur er þetta bara ný keðja.“ Aðstandendur NÆR hafa jafnframt kortlagt höfuðborgarsvæðið - og ef allt gengur eftir munu fleiri snjallar verslanir spretta upp kollinum inni í hverfum.
Verslun Tækni Garðabær Stafræn þróun Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira