Reyna lítið að sporna við ólöglegu skógarhöggi Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2022 16:50 Loftmynd af ólöglegu skógahöggi í Brasilíu. EPA/Alberto Cezar Araujo Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikið ólöglegt skógarhögg í Brasilíu á undanförnum árum, hafa yfirvöld lítið gert til að reyna að sporna við því. Á undanförnum sex árum eru glæpamenn sagðir hafa fellt tré á svæði sem samsvarar öllu El Salvador. Þrátt fyrir það hefur Alríkislögregla Brasilíu einungis sjö sinnum ráðist til atlögu gegn glæpamönnum sem stunda ólöglegt skógarhögg. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar brasilískar hugveitu sem AP fréttaveitan vitnaði í í dag. Hugveitan skoðaði 302 atlögur Alríkislögreglunnar milli 2016 og 2021 sem tengdust umhverfismálum. Einungis tvö prósent þeirra atlaga sneru að ólöglegu skógarhöggi. Skógareyðing hefur aukist til muna í stjórnartíð Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, en hann hefur veikt umhverfisreglugerðir og ýtt undir landbúnað og námuvinnslu í Amasonfrumskóginum. Árið 2016 var skóglendi á um 2.240 ferkílómetrum eytt. Í fyrra hafði þessi tala næstum því tvöfaldast. Nærri því helmingur Amasonskógarins er skilgreindur sem verndarsvæði en Bolsonaro hefur ítrekað sagt of stóran hluta skógarins verndaðan. Af þeim hluta Amasonskógarins sem er innan landamæra Brasilíu eru um 580 þúsund ferkílómetrar ekki skilgreindir sem verndarsvæði eða nýtingasvæði. Þau svæði eru vinsæl skotmörk glæpamanna sem leggja ólöglega hald á land og stunda þar skógarhögg eða námuvinnslu. Hugveitan sem framkvæmdi rannsóknina segir þessi svæði njóta lítillar lagalegrar verndar en náttúruverndarsinnar hafa lengi kallaði eftir aðgerðum til að bæta þar úr. Brasilía Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. 20. júní 2022 08:27 Volkswagen sótt til saka fyrir þrælahald í Brasilíu Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið út ákæru á hendur þýska bílaframleiðandandum Volkswagen fyrir að hafa um langt árabil haldið fólki í þrælkun á stórum búgarði sem fyrirtækið átti og rak í Brasilíu. Þeir sem reyndu að flýja þrælkunina voru oft og iðulega drepnir. 13. júní 2022 14:31 Bolsonaro fetar slóðir Trumps Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað mælst með minna fylgi en mótframbjóðandi sinn í komandi kosningum. Þrátt fyrir það hefur hann ítrekað haldið því fram að muni hann tapa kosningunum í október, verði það vegna umfangsmikils kosningasvindls. Nú virðist forsetinn hafa fengið herinn með sér í lið. 13. júní 2022 13:58 Lula með yfirburði yfir Bolsonaro í könnunum Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, mælist með afgerandi forskot á Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fara fram í október. 8. júní 2022 13:27 Umhverfisráðherrann skotinn til bana á skrifstofunni af æskufélaga Ráðherra umhverfis- og auðlindamála í Dóminíska lýðveldinu var skotinn til bana á skrifstofunni sinni af nánum vini sínum í gær. 7. júní 2022 08:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þrátt fyrir það hefur Alríkislögregla Brasilíu einungis sjö sinnum ráðist til atlögu gegn glæpamönnum sem stunda ólöglegt skógarhögg. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar brasilískar hugveitu sem AP fréttaveitan vitnaði í í dag. Hugveitan skoðaði 302 atlögur Alríkislögreglunnar milli 2016 og 2021 sem tengdust umhverfismálum. Einungis tvö prósent þeirra atlaga sneru að ólöglegu skógarhöggi. Skógareyðing hefur aukist til muna í stjórnartíð Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, en hann hefur veikt umhverfisreglugerðir og ýtt undir landbúnað og námuvinnslu í Amasonfrumskóginum. Árið 2016 var skóglendi á um 2.240 ferkílómetrum eytt. Í fyrra hafði þessi tala næstum því tvöfaldast. Nærri því helmingur Amasonskógarins er skilgreindur sem verndarsvæði en Bolsonaro hefur ítrekað sagt of stóran hluta skógarins verndaðan. Af þeim hluta Amasonskógarins sem er innan landamæra Brasilíu eru um 580 þúsund ferkílómetrar ekki skilgreindir sem verndarsvæði eða nýtingasvæði. Þau svæði eru vinsæl skotmörk glæpamanna sem leggja ólöglega hald á land og stunda þar skógarhögg eða námuvinnslu. Hugveitan sem framkvæmdi rannsóknina segir þessi svæði njóta lítillar lagalegrar verndar en náttúruverndarsinnar hafa lengi kallaði eftir aðgerðum til að bæta þar úr.
Brasilía Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. 20. júní 2022 08:27 Volkswagen sótt til saka fyrir þrælahald í Brasilíu Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið út ákæru á hendur þýska bílaframleiðandandum Volkswagen fyrir að hafa um langt árabil haldið fólki í þrælkun á stórum búgarði sem fyrirtækið átti og rak í Brasilíu. Þeir sem reyndu að flýja þrælkunina voru oft og iðulega drepnir. 13. júní 2022 14:31 Bolsonaro fetar slóðir Trumps Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað mælst með minna fylgi en mótframbjóðandi sinn í komandi kosningum. Þrátt fyrir það hefur hann ítrekað haldið því fram að muni hann tapa kosningunum í október, verði það vegna umfangsmikils kosningasvindls. Nú virðist forsetinn hafa fengið herinn með sér í lið. 13. júní 2022 13:58 Lula með yfirburði yfir Bolsonaro í könnunum Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, mælist með afgerandi forskot á Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fara fram í október. 8. júní 2022 13:27 Umhverfisráðherrann skotinn til bana á skrifstofunni af æskufélaga Ráðherra umhverfis- og auðlindamála í Dóminíska lýðveldinu var skotinn til bana á skrifstofunni sinni af nánum vini sínum í gær. 7. júní 2022 08:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. 20. júní 2022 08:27
Volkswagen sótt til saka fyrir þrælahald í Brasilíu Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið út ákæru á hendur þýska bílaframleiðandandum Volkswagen fyrir að hafa um langt árabil haldið fólki í þrælkun á stórum búgarði sem fyrirtækið átti og rak í Brasilíu. Þeir sem reyndu að flýja þrælkunina voru oft og iðulega drepnir. 13. júní 2022 14:31
Bolsonaro fetar slóðir Trumps Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað mælst með minna fylgi en mótframbjóðandi sinn í komandi kosningum. Þrátt fyrir það hefur hann ítrekað haldið því fram að muni hann tapa kosningunum í október, verði það vegna umfangsmikils kosningasvindls. Nú virðist forsetinn hafa fengið herinn með sér í lið. 13. júní 2022 13:58
Lula með yfirburði yfir Bolsonaro í könnunum Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, mælist með afgerandi forskot á Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fara fram í október. 8. júní 2022 13:27
Umhverfisráðherrann skotinn til bana á skrifstofunni af æskufélaga Ráðherra umhverfis- og auðlindamála í Dóminíska lýðveldinu var skotinn til bana á skrifstofunni sinni af nánum vini sínum í gær. 7. júní 2022 08:01