Misheppnuð tilraun til að kveikja líf Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2022 08:05 Hjartagarðurinn stendur jafnan galtómur. Vísir/Ólafur Hjartagarðurinn, torg á milli Hverfisgötu og Laugavegs, hefur ekki beint slegið í gegn hjá borgarbúum og hefur torgið staðið nánast autt frá því framkvæmdum lauk. Umhverfis- og skipulagsráð er meðvitað um vandann og borgarfulltrúi segir torgið misheppnaða tilraun til að kveikja líf. Mikil umræða hefur verið á samfélagsmiðlum um Hjartagarðinn síðan hann opnaði en eiginleikar torgsins ættu samkvæmt bókinni að trekkja að mannlíf og góða stemmningu; torgið er á suðupunkti mannlífs í borginni, gott skjól er á torginu og sólin skín á björtum sumardegi. Allt annað hefur hins vegar komið á daginn og torgið stendur alla jafnan galtómt. Jafnframt sakna margir gamla Hjartagarðsins sem þurfti að víkja fyrir nýrri íbúðabyggingum. „Hjartagarðurinn á fallegum sumardegi. Alveg eins og Hjartagarðurinn í febrúar,“ skrifar Páll Hilmarsson á Twitter en hann er ekki einn um að hafa orðið fyrir vonbrigðum með garðinn. „Ég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér,“ skrifar Starkaður Pétursson og birtir mynd af Hjartatorginu eins og það er iðulega: galtómt. eini staðurinn í miðbæ rvk þar sem fjöldi fólks hefur ekki fækkað er Hjartagarðurinnég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér pic.twitter.com/IJyxBdTDj0— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) March 24, 2020 Ekki kveikt mikið líf Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, situr í umhverfis- og skipulagsráðsráði og var áður formaður ráðsins. Hann er sammála því að Hjartagarðurinn sé vonbrigði. „Garðurinn hefur ekki kveikt mikið líf og er svolítið misheppnaður að því leyti, öfugt við til dæmis Óðinstorg eða Káratorg við Frakkastíg. Það eru örugglega nokkrar ástæður fyrir því, ein ástæðan gæti verið að rekstur þarna á sumum þessara staða hefur verið erfiður. Fyrirtæki hafa þurft að loka og það hefur ekki verið mikið líf á jarðhæðunum í kringum torgið,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. Hjálmar Sveinsson er situr í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar.Reykjavíkurborg Hann segir skipulagsráð meðvitað um vandann og hefur sjálfur rætt við rekstaraðila við torgið. „Ég veit að þau hafa verið að setja stóla og borð og jurtir ýmiskonar til að gæða þessu meira lífi. Við höfum líka rætt þann möguleika að búa til einhvers konar gosbrunn á miðju torgi, þar sem það eiga að vera vatnslagnir undir torginu sem gætu gert það mögulegt.“ Ráðgáta Hjálmar segir ástæðu þess að upphaflega hafi verið ráðist í framkvæmdir á Hjartagarðinum hafa verið uppboð og sameiningu lóða til að gera reitina fýsilegri kosti til að byggja á. „Þessi lóð er í rauninni útkoman úr því. Þessi lóð var svo seld með skipulagsheimildum með ákveðnu deiliskipulagi. Á sínum tíma var þessu deiliskipulagi var síðan breytt í sátt við eigendur, það minnkað og þetta torg gert til að gera skemmtilegt mannlífstorg en það gekk ekki alveg eftir,“ segir Hjálmar og tekur fram að áður hafi verið þar niðurníðslulóð. Hjartagarðurinn eins og hann leit út áður en lóðirnar fóru á uppboð.Twitter/Magnús Hjálmari finnst dapurt hvernig hafi gengið með garðinn. „Það er kannski pínulítil ráðgáta hvers vegna þetta hefur ekki gengið betur, þarna er gott skjól og sólin skín, tiltölulega lág hús í kringum garðinn. Þetta gekk betur í tvö sumur þegar borgin styrkti ýmis verkefni þarna en svo er það ekki lengur.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Mikil umræða hefur verið á samfélagsmiðlum um Hjartagarðinn síðan hann opnaði en eiginleikar torgsins ættu samkvæmt bókinni að trekkja að mannlíf og góða stemmningu; torgið er á suðupunkti mannlífs í borginni, gott skjól er á torginu og sólin skín á björtum sumardegi. Allt annað hefur hins vegar komið á daginn og torgið stendur alla jafnan galtómt. Jafnframt sakna margir gamla Hjartagarðsins sem þurfti að víkja fyrir nýrri íbúðabyggingum. „Hjartagarðurinn á fallegum sumardegi. Alveg eins og Hjartagarðurinn í febrúar,“ skrifar Páll Hilmarsson á Twitter en hann er ekki einn um að hafa orðið fyrir vonbrigðum með garðinn. „Ég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér,“ skrifar Starkaður Pétursson og birtir mynd af Hjartatorginu eins og það er iðulega: galtómt. eini staðurinn í miðbæ rvk þar sem fjöldi fólks hefur ekki fækkað er Hjartagarðurinnég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér pic.twitter.com/IJyxBdTDj0— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) March 24, 2020 Ekki kveikt mikið líf Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, situr í umhverfis- og skipulagsráðsráði og var áður formaður ráðsins. Hann er sammála því að Hjartagarðurinn sé vonbrigði. „Garðurinn hefur ekki kveikt mikið líf og er svolítið misheppnaður að því leyti, öfugt við til dæmis Óðinstorg eða Káratorg við Frakkastíg. Það eru örugglega nokkrar ástæður fyrir því, ein ástæðan gæti verið að rekstur þarna á sumum þessara staða hefur verið erfiður. Fyrirtæki hafa þurft að loka og það hefur ekki verið mikið líf á jarðhæðunum í kringum torgið,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. Hjálmar Sveinsson er situr í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar.Reykjavíkurborg Hann segir skipulagsráð meðvitað um vandann og hefur sjálfur rætt við rekstaraðila við torgið. „Ég veit að þau hafa verið að setja stóla og borð og jurtir ýmiskonar til að gæða þessu meira lífi. Við höfum líka rætt þann möguleika að búa til einhvers konar gosbrunn á miðju torgi, þar sem það eiga að vera vatnslagnir undir torginu sem gætu gert það mögulegt.“ Ráðgáta Hjálmar segir ástæðu þess að upphaflega hafi verið ráðist í framkvæmdir á Hjartagarðinum hafa verið uppboð og sameiningu lóða til að gera reitina fýsilegri kosti til að byggja á. „Þessi lóð er í rauninni útkoman úr því. Þessi lóð var svo seld með skipulagsheimildum með ákveðnu deiliskipulagi. Á sínum tíma var þessu deiliskipulagi var síðan breytt í sátt við eigendur, það minnkað og þetta torg gert til að gera skemmtilegt mannlífstorg en það gekk ekki alveg eftir,“ segir Hjálmar og tekur fram að áður hafi verið þar niðurníðslulóð. Hjartagarðurinn eins og hann leit út áður en lóðirnar fóru á uppboð.Twitter/Magnús Hjálmari finnst dapurt hvernig hafi gengið með garðinn. „Það er kannski pínulítil ráðgáta hvers vegna þetta hefur ekki gengið betur, þarna er gott skjól og sólin skín, tiltölulega lág hús í kringum garðinn. Þetta gekk betur í tvö sumur þegar borgin styrkti ýmis verkefni þarna en svo er það ekki lengur.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira