Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júlí 2022 11:45 Lokað verður fyrir almenna umferð um Rauðarárstíg milli Laugavegar og Gasstöðvarinnar þegar framkvæmdum lýkur. Vísir/Samsett Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við endurgerð lagna og yfirborðs göturýmis frá Bríetartúni að Gasstöðinni á Hlemmi ljúki vorið 2023. Þetta er þó aðeins fyrsti kaflinn í framkvæmdum á nýju torgi á Hlemmi. „Nú erum við að tala um framkvæmdir á Rauðarárstíg og einhverju leyti við Laugaveg sem eru hluti af því að innleiða nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm,“ segir Alexandra Briem formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá breytingar sem fyrirhugaðar eru á Rauðarárstíg við gatnamót Bríetartúns. Vegurinn verður lokaður við Hlemm, þar sem bílastæði verða fyrir fatlaða og hringtorg fyrir umferð til að snúa við.VSÓ ráðgjöf „Þar er stóra hugmyndin að hætta að vera með almenna bílaumferð á Hlemmsvæðinu og breyta þessu í torg fyrir hjólandi og gangandi, sem er stefnan með þetta svæði.“ Gatnamót við Bríetartún verða upphækkuð og akstursrými afmarkað. Þá er gert ráð fyrir að Rauðarárstíg verði lokað til suðurs við Gasstöðina á Hlemmi. „Þar verða sett upp stæði fyrir fólk með fötlun, þar verða sett upp hleðslustæði og þar verður komið fyrir stæðum fyrir leigubíla að bíða,“ segir Alexandra. „Þetta er í sjálfu séð varanleg breyting, það verður ekki opnað aftur á almenna bílaumferð um Hlemmstorgið þessa leið.“ Gera megi ráð fyrir nokkru raski af framkvæmdunum þar sem töluverð klöpp er í Rauðarárstíg. Gert er ráð fyrir hávaða af bæði sprengingum og fleygun á vinnutíma í um þrjá mánuði. Þá verði einhverjar breytingar gerðar á akstursleið Strætó um svæðið. „Það verða breytingar í því hvernig Strætó kemur að Hlemmi, því verður eitthvað aðeins breytt, og það þarf eitthvað að hreyfast til eftir því hvernig framkvæmdir verða á þessu svæði. Endanleg niðurstaða verður öðruvísi útfærð þó endanleg niðurstaða verður auðvitað að Hlemmur verði áfram svona miðstöð,“ segir Alexandra. Reykjavík Skipulag Umferð Tengdar fréttir Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45 Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. 4. maí 2022 07:02 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við endurgerð lagna og yfirborðs göturýmis frá Bríetartúni að Gasstöðinni á Hlemmi ljúki vorið 2023. Þetta er þó aðeins fyrsti kaflinn í framkvæmdum á nýju torgi á Hlemmi. „Nú erum við að tala um framkvæmdir á Rauðarárstíg og einhverju leyti við Laugaveg sem eru hluti af því að innleiða nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm,“ segir Alexandra Briem formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá breytingar sem fyrirhugaðar eru á Rauðarárstíg við gatnamót Bríetartúns. Vegurinn verður lokaður við Hlemm, þar sem bílastæði verða fyrir fatlaða og hringtorg fyrir umferð til að snúa við.VSÓ ráðgjöf „Þar er stóra hugmyndin að hætta að vera með almenna bílaumferð á Hlemmsvæðinu og breyta þessu í torg fyrir hjólandi og gangandi, sem er stefnan með þetta svæði.“ Gatnamót við Bríetartún verða upphækkuð og akstursrými afmarkað. Þá er gert ráð fyrir að Rauðarárstíg verði lokað til suðurs við Gasstöðina á Hlemmi. „Þar verða sett upp stæði fyrir fólk með fötlun, þar verða sett upp hleðslustæði og þar verður komið fyrir stæðum fyrir leigubíla að bíða,“ segir Alexandra. „Þetta er í sjálfu séð varanleg breyting, það verður ekki opnað aftur á almenna bílaumferð um Hlemmstorgið þessa leið.“ Gera megi ráð fyrir nokkru raski af framkvæmdunum þar sem töluverð klöpp er í Rauðarárstíg. Gert er ráð fyrir hávaða af bæði sprengingum og fleygun á vinnutíma í um þrjá mánuði. Þá verði einhverjar breytingar gerðar á akstursleið Strætó um svæðið. „Það verða breytingar í því hvernig Strætó kemur að Hlemmi, því verður eitthvað aðeins breytt, og það þarf eitthvað að hreyfast til eftir því hvernig framkvæmdir verða á þessu svæði. Endanleg niðurstaða verður öðruvísi útfærð þó endanleg niðurstaða verður auðvitað að Hlemmur verði áfram svona miðstöð,“ segir Alexandra.
Reykjavík Skipulag Umferð Tengdar fréttir Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45 Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. 4. maí 2022 07:02 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45
Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. 4. maí 2022 07:02