Talið er að sandstormur hafi valdið slysinu. Sjónarvottar hafa lýst því að það hafi verið mjög drungalegt á slysstað og þurftu margir vegfarendur að aðstoða hvorn annan við að komast úr ökutækjum sínum.
Málið er enn í rannsókn og mun lögreglan í Montana gefa út frekari upplýsingar þegar unnt er.
„Vinsamlegast biðjið með mér,“ sagði Greg Gianforte, ríkisstjóri Montana, á Twitter í gær. „Við erum þakklát viðbragðsaðilum fyrir þeirra störf.“
I'm deeply saddened by the news of a mass casualty crash near Hardin. Please join me in prayer to lift up the victims and their loved ones. We're grateful to our first responders for their service.
— Governor Greg Gianforte (@GovGianforte) July 16, 2022