Ákváðu að hafa sjúklinga frekar á barnadeild en á gangi Árni Sæberg skrifar 15. júlí 2022 14:53 Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Vísir Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur. „Við tökum þetta að sjálfsögðu til frekari skoðunar, en við höfum svo sem bent á það í fjölmiðlum undanfarið hvað það er búið að vera mikið álag hjá okkur á sjúkrahúsinu og það mætti segja þetta endurspegli það að einhverju leyti. Við erum náttúrulega á því að fullorðnir eigi að vera fullorðnir og börn á barnadeild, en þetta snýst fyrst og fremst um að veita sjúklingum þjónustu á rými frekar en á gangi. Við höfum tekið þá afstöðu hér á sjúkrahúsinu,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, í samtali við Vísi. Hjúkrunarfræðingar á barnadeild sjúkrahússins sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það var harðlega gagnrýnt að fullorðnum sjúklingum væri komið fyrir á barnadeild. Það ógni öryggi sjúklinga, hvort sem um börn eða fullorðna er að ræða. Hildigunnur segir að ákvörðun um að þjónusta fullorðna á barnadeild sé tekin af illri nauðsyn, mannekla í heilbrigðiskerfinu og yfirfullar deildir á sjúkrahúsinu geri það að verkum að leita þurfi óhefðbundinna leiða. Hún segir að það sé alls ekki á hverjum degi sem fullorðnir liggja inni á barnadeild. Sannfærð um að sjúklingar séu þjónustaðir af fullkomnu öryggi Hjúkrunarfræðingar á barnadeild segja að það ógni öryggi sjúklinga að hjúkrunarfræðingar sinni sjúklingum sem þeir eru ekki sérhæfðir í að sinna. Barnahjúkrunarfræðingar séu ekki vanir því að sinna öldruðum með fjölþætt veikindi, til að mynda. „Auðvitað viljum við sinna sjúklingum hér af fagmennsku og öryggi, og það er okkar keppikefli að gera það. Ég er sannfærð um það að okkar starfsfólk er að leitast við það að veita sjúklingum okkar þjónustu af fullkomnu öryggi,“ segir Hildigunnur. Þá bendir hún á að vistun sjúklinga á gangi geti einnig ógnað öryggi þeirra. Helsta verkefni stjórnenda að ná fólki til starfa Hjúkrunarfræðingarnir segja að þeir yrðu ekki hissa ef aukið álag á barnadeildinni verði til þess að einhverjir þeirra segi einfaldlega upp störfum. Hildigunnur segir að stjórnendur spítalans séu meðvitaðir um aukið álag á starfsfólkið. Álagið hafi orðið til þess að heilbrigðisstarfsfólk segi skilið við stéttina. Helsta verkefni stjórnenda sé að bregðast við því og endurheimta starfsfólk. „Við viljum hafa hæfa starfsfólkið hérna í vinnu hjá okkur. Það er á ábyrgð okkar stjórnenda og stjórnvalda, að sjálfsögðu, að finna leiðir en þar held ég að manneklan spila gríðarlega stóran þátt vegna þess að það er kominn ákveðinn vítahringur. Þegar það vantar svona mikið af fólki þá eykst álagið á hina sem fyrir eru. Óvenju mikið af veiku fólki sem þarf að sinna Hildigunnur segir að óvenju mikið álag um þessar mundir skýrist ekki einungis af völdum manneklu heldur sé einnig óvenju mikið af veiku fólki á Akureyri. Þar vegi þyngst mikill fjöldi eldra fólks sem er veikur, þar af séu margir sem glíma við veikindi tengd fyrri sýkingu af Covid-19. Þá séu að jafnaði þrír til fjórir inniliggjandi með Covid-19, en slíkir sjúklingar þurfi öðruvísi meðhöndlun en aðrir, sem krefst meiri mannafla. Að lokum nefnir hún að mikill fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri og í nágrenni bæti enn á álagið. Heilbrigðismál Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
„Við tökum þetta að sjálfsögðu til frekari skoðunar, en við höfum svo sem bent á það í fjölmiðlum undanfarið hvað það er búið að vera mikið álag hjá okkur á sjúkrahúsinu og það mætti segja þetta endurspegli það að einhverju leyti. Við erum náttúrulega á því að fullorðnir eigi að vera fullorðnir og börn á barnadeild, en þetta snýst fyrst og fremst um að veita sjúklingum þjónustu á rými frekar en á gangi. Við höfum tekið þá afstöðu hér á sjúkrahúsinu,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, í samtali við Vísi. Hjúkrunarfræðingar á barnadeild sjúkrahússins sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það var harðlega gagnrýnt að fullorðnum sjúklingum væri komið fyrir á barnadeild. Það ógni öryggi sjúklinga, hvort sem um börn eða fullorðna er að ræða. Hildigunnur segir að ákvörðun um að þjónusta fullorðna á barnadeild sé tekin af illri nauðsyn, mannekla í heilbrigðiskerfinu og yfirfullar deildir á sjúkrahúsinu geri það að verkum að leita þurfi óhefðbundinna leiða. Hún segir að það sé alls ekki á hverjum degi sem fullorðnir liggja inni á barnadeild. Sannfærð um að sjúklingar séu þjónustaðir af fullkomnu öryggi Hjúkrunarfræðingar á barnadeild segja að það ógni öryggi sjúklinga að hjúkrunarfræðingar sinni sjúklingum sem þeir eru ekki sérhæfðir í að sinna. Barnahjúkrunarfræðingar séu ekki vanir því að sinna öldruðum með fjölþætt veikindi, til að mynda. „Auðvitað viljum við sinna sjúklingum hér af fagmennsku og öryggi, og það er okkar keppikefli að gera það. Ég er sannfærð um það að okkar starfsfólk er að leitast við það að veita sjúklingum okkar þjónustu af fullkomnu öryggi,“ segir Hildigunnur. Þá bendir hún á að vistun sjúklinga á gangi geti einnig ógnað öryggi þeirra. Helsta verkefni stjórnenda að ná fólki til starfa Hjúkrunarfræðingarnir segja að þeir yrðu ekki hissa ef aukið álag á barnadeildinni verði til þess að einhverjir þeirra segi einfaldlega upp störfum. Hildigunnur segir að stjórnendur spítalans séu meðvitaðir um aukið álag á starfsfólkið. Álagið hafi orðið til þess að heilbrigðisstarfsfólk segi skilið við stéttina. Helsta verkefni stjórnenda sé að bregðast við því og endurheimta starfsfólk. „Við viljum hafa hæfa starfsfólkið hérna í vinnu hjá okkur. Það er á ábyrgð okkar stjórnenda og stjórnvalda, að sjálfsögðu, að finna leiðir en þar held ég að manneklan spila gríðarlega stóran þátt vegna þess að það er kominn ákveðinn vítahringur. Þegar það vantar svona mikið af fólki þá eykst álagið á hina sem fyrir eru. Óvenju mikið af veiku fólki sem þarf að sinna Hildigunnur segir að óvenju mikið álag um þessar mundir skýrist ekki einungis af völdum manneklu heldur sé einnig óvenju mikið af veiku fólki á Akureyri. Þar vegi þyngst mikill fjöldi eldra fólks sem er veikur, þar af séu margir sem glíma við veikindi tengd fyrri sýkingu af Covid-19. Þá séu að jafnaði þrír til fjórir inniliggjandi með Covid-19, en slíkir sjúklingar þurfi öðruvísi meðhöndlun en aðrir, sem krefst meiri mannafla. Að lokum nefnir hún að mikill fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri og í nágrenni bæti enn á álagið.
Heilbrigðismál Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira