Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2022 14:04 Dmitrí Rogozin er vinstra megin við þá Vladimír Pútín og Alexander Lukasjenka, einræðisherra Rússlands og Úkraínu. EPA/MIKHAIL KLIMENTYEV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. Rogozin tók við stjórn Roscosmos árið 2018 en samkvæmt ríkismiðlinum RIA rak Pútín Rogozin í dag og tekur brottrekstur hans strax gildi. Engin ástæða hefur verið gefin upp fyrir brottrekstrinum. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur Rogozin verið harður stuðningsmaður innrásarinnar og hefur hann verið áberandi á samfélagsmiðlum, þar sem hann hefur meðal annars hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Sjá einnig: Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Orð Rogozin virðast hafa verið innantóm en hegðun hans er þrátt fyrir það sögð hafa komið niður á samstarfi Roscosmos við geimvísindastofnanir Vesturlanda, samkvæmt frétt Ars Techinca. Versnandi samstarf við Vesturlönd Samstarf Rússa við önnur ríki í geimnum, og þá sérstaklega samstarf Rússlands og Bandaríkjanna, hefur að mestu farið eðlilega fram á undanförnum árum. Það er þrátt fyrir að stjórnmálasamband ríkjanna hafi versnað til muna og Rússland hafi einangrast nokkuð. Það samstarf virðist þó hafa versnað verulega á undanförnum vikum og mánuðum. Sjá einnig: Vopnatilraun Rússa kennt um geimruslahaug sem ógni Alþjóðageimstöðinni Fyrr í þessum mánuði, eða þann 7. júlí, gagnrýndu forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), Evrópu (ESA) og Kanada (CSA) Roscosmos harðlega eftir að rússneskir geimfarar notuðu Alþjóðlegu geimstöðina í pólitískum tilgangi með því að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Úkraínu og fagna því að Rússar hefðu náð stjórn á öllu Luhansk-héraði í Úkraínu. Nokkrum dögum síðar neitaði Rogozin að svara símtali frá Bill Nelson, yfirmanni NASA. Fyrr í þessari viku lýstu vorsvarsmenn ESA því yfir að samstarfi við Rússa um ExoMars þjarkan, sem senda á til mars, yrði slitið. Rogozin brást reiður við því og gagnrýndi Josef Aschbacher, yfirmann ESA, á Telegram. Þetta var þann 12. júlí en seinna sama dag, hótaði Rogozin því að Rússar myndu ekki leyfa öðrum að nota evrópska vélarminn á Alþjóðlegu geimstöðinni en hann var festur við rússneska hluta geimstöðvarinnar fyrir um ári síðan. Versnandi staða Rússa Undanfarin ár hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands. Sá iðnaður hefur um árabil staðið á sterkum stoðum Souyz-eldflaugana en þær hafa verið mjög áreiðanlegar og voru um tíma þær einu sem hægt var að nota til að senda geimfara til geimstöðvarinnar. Þau ríki sem að geimstöðinni komu borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskotin. Þeir dagar eru þó liðnir. Eldflaugarnar eru orðnar frekar gamlar og Roscosmos hefur ekki getað staðið við eigin markmið um fjölda geimskota á ári. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Sjá einnig: Lak upplýsingum um evrópskar eldflaugar til Rússlands Rússneskt dagblað, sem tengist yfirvöldum landsins, birti í desember ítarlega grein um slæma stöðu geimiðnaðarins í Rússlandi. Í þeirri grein var Rogozin gagnrýndur harðlega og því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá. Stofnunin notaðist við úr sér genginn búnað og tækni og hana skorti hæft starfsfólk. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu. Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Vladimír Pútín Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórðir særðir eftir árás á bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Rogozin tók við stjórn Roscosmos árið 2018 en samkvæmt ríkismiðlinum RIA rak Pútín Rogozin í dag og tekur brottrekstur hans strax gildi. Engin ástæða hefur verið gefin upp fyrir brottrekstrinum. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur Rogozin verið harður stuðningsmaður innrásarinnar og hefur hann verið áberandi á samfélagsmiðlum, þar sem hann hefur meðal annars hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Sjá einnig: Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Orð Rogozin virðast hafa verið innantóm en hegðun hans er þrátt fyrir það sögð hafa komið niður á samstarfi Roscosmos við geimvísindastofnanir Vesturlanda, samkvæmt frétt Ars Techinca. Versnandi samstarf við Vesturlönd Samstarf Rússa við önnur ríki í geimnum, og þá sérstaklega samstarf Rússlands og Bandaríkjanna, hefur að mestu farið eðlilega fram á undanförnum árum. Það er þrátt fyrir að stjórnmálasamband ríkjanna hafi versnað til muna og Rússland hafi einangrast nokkuð. Það samstarf virðist þó hafa versnað verulega á undanförnum vikum og mánuðum. Sjá einnig: Vopnatilraun Rússa kennt um geimruslahaug sem ógni Alþjóðageimstöðinni Fyrr í þessum mánuði, eða þann 7. júlí, gagnrýndu forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), Evrópu (ESA) og Kanada (CSA) Roscosmos harðlega eftir að rússneskir geimfarar notuðu Alþjóðlegu geimstöðina í pólitískum tilgangi með því að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Úkraínu og fagna því að Rússar hefðu náð stjórn á öllu Luhansk-héraði í Úkraínu. Nokkrum dögum síðar neitaði Rogozin að svara símtali frá Bill Nelson, yfirmanni NASA. Fyrr í þessari viku lýstu vorsvarsmenn ESA því yfir að samstarfi við Rússa um ExoMars þjarkan, sem senda á til mars, yrði slitið. Rogozin brást reiður við því og gagnrýndi Josef Aschbacher, yfirmann ESA, á Telegram. Þetta var þann 12. júlí en seinna sama dag, hótaði Rogozin því að Rússar myndu ekki leyfa öðrum að nota evrópska vélarminn á Alþjóðlegu geimstöðinni en hann var festur við rússneska hluta geimstöðvarinnar fyrir um ári síðan. Versnandi staða Rússa Undanfarin ár hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands. Sá iðnaður hefur um árabil staðið á sterkum stoðum Souyz-eldflaugana en þær hafa verið mjög áreiðanlegar og voru um tíma þær einu sem hægt var að nota til að senda geimfara til geimstöðvarinnar. Þau ríki sem að geimstöðinni komu borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskotin. Þeir dagar eru þó liðnir. Eldflaugarnar eru orðnar frekar gamlar og Roscosmos hefur ekki getað staðið við eigin markmið um fjölda geimskota á ári. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Sjá einnig: Lak upplýsingum um evrópskar eldflaugar til Rússlands Rússneskt dagblað, sem tengist yfirvöldum landsins, birti í desember ítarlega grein um slæma stöðu geimiðnaðarins í Rússlandi. Í þeirri grein var Rogozin gagnrýndur harðlega og því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá. Stofnunin notaðist við úr sér genginn búnað og tækni og hana skorti hæft starfsfólk. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu.
Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Vladimír Pútín Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórðir særðir eftir árás á bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira