Bókasafn óstarfhæft vegna óánægju með hinsegin bókmenntir Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2022 17:05 Bókasafnið í Vinton er óstarfhæft eftir röð uppsagna hjá starfsfólki safnsins sem kennir áreitni bæjarbúa um. Vinton Public Library Bókasafni í bænum Vinton í Iowa hefur verið lokað tímabundið vegna uppsagna meirihluta starfsfólksins. Ástæðurnar fyrir uppsögnunum segir starfsfólkið vera áreitni bókasafnsgesta á starfsfólkinu yfir útleigu safnsins á hinsegin bókmenntum. Almenningsbókasafnið í Vinton hefur verið opið almenningi frá árinu 1904 en síðasta föstudag þurfti að loka safninu vegna manneklu. Eftir að hafa verið með sama yfirbókavörðinn í 32 ár virðist nú ómögulegt að halda fólki í starfinu. Frá síðasta sumri hafa þrír sinnt starfi yfirbókavarðar. Uppsagnirnar koma í kjölfar mikillar óánægju bæjarbúa með bókasafnskost safnsins. Meðal þess sem bæjarbúar eru óánægð yfir er að safnið sé með bækur eftir þekkta demókrata til sýnis, það sé með hinsegin bókmenntir til sýnis og að það vinni hinsegin fólk á safninu. Bækurnar látnar hverfa Janette McMahon sem tók við starfi yfirbókavarðar í maí 2020 og sagði starfinu lausu í júlí 2021 sagði vandræði safnsins hafa hafist með kvörtunum á því hvaða bækur voru til sýnis. Nokkrir bókasafnsgestanna hafi kvartað yfir því að safnið væri með bækur eftir Kamölu Harris og Jill Biden til sýnis. Í stað þess að óánægðir bókasafnsgestir færu í gegnum viðurkennda ferla segir McMahon að fólkið hafi fengið bækurnar lánaðar og svo sleppt því að skila þeim aftur. Það væri alveg eins og að stela bókunum, sagði hún. Síðar hafi borist fleiri kvartanir, nema þá yfir því að safnið væri ekki með nógu margar bækur um Donald Trump til útláns. Fljótlega hafi kvartanirnar breyst í persónulegar árásir og henni hafi ekki liðið öruggri. Því hafi hún sagt starfi sínu lausu. Hinsegin bókmenntir hluti af „frjálslyndum áróðri“ Renee Greenlee tók við sem yfirbókavörður í safninu í nóvember 2021. Hún segir að það hafi aðeins liðið nokkrir mánuðir áður en hún og starfsfólk hennar urðu skotmörk bæjarbúa. Samkvæmt fréttamiðlum í Iowa mætti Brooke Kruckenberg, íbúi Vinton, á stjórnarfund bókasafnsins og las þar upp fyrir fram undirbúna yfirlýsingu. Þar ásakaði Kruckenberg safnið um að bera út „frjálslyndan áróður“ í barnabókavali og ráðningum á Greenlee og starfsfólki hennar sem eru sum hver hinsegin. Greenlee svaraði ásökunum Kruckenberg á þann veg að það væru um 5.800 bækur í barnabókadeildinni og þar af væru innan við tíu barnabækur sem bæru titla sem tengdust hinsegin málefnum. Á fundinum varði Greenlee starfsfólk sitt og sagði safnið sinna öllum bókasafnsgestum. Á næsta stjórnarfundi héldu mótmælin áfram og í maímánuði sagði Greenlee upp. Aðspurð hvers vegna hún hefði hætt neitaði hún að svara. En þá var ekki öll sagan búin. John Neely, starfsmaður safnsins, tók við sem tímabundinn yfirbókavörður eftir að Greenlee hætti. Það entist ekki lengi af því Neely hætti fyrr í þessum mánuði og skildi safnið eftir starfsmannalaust. Bókmenntir Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Almenningsbókasafnið í Vinton hefur verið opið almenningi frá árinu 1904 en síðasta föstudag þurfti að loka safninu vegna manneklu. Eftir að hafa verið með sama yfirbókavörðinn í 32 ár virðist nú ómögulegt að halda fólki í starfinu. Frá síðasta sumri hafa þrír sinnt starfi yfirbókavarðar. Uppsagnirnar koma í kjölfar mikillar óánægju bæjarbúa með bókasafnskost safnsins. Meðal þess sem bæjarbúar eru óánægð yfir er að safnið sé með bækur eftir þekkta demókrata til sýnis, það sé með hinsegin bókmenntir til sýnis og að það vinni hinsegin fólk á safninu. Bækurnar látnar hverfa Janette McMahon sem tók við starfi yfirbókavarðar í maí 2020 og sagði starfinu lausu í júlí 2021 sagði vandræði safnsins hafa hafist með kvörtunum á því hvaða bækur voru til sýnis. Nokkrir bókasafnsgestanna hafi kvartað yfir því að safnið væri með bækur eftir Kamölu Harris og Jill Biden til sýnis. Í stað þess að óánægðir bókasafnsgestir færu í gegnum viðurkennda ferla segir McMahon að fólkið hafi fengið bækurnar lánaðar og svo sleppt því að skila þeim aftur. Það væri alveg eins og að stela bókunum, sagði hún. Síðar hafi borist fleiri kvartanir, nema þá yfir því að safnið væri ekki með nógu margar bækur um Donald Trump til útláns. Fljótlega hafi kvartanirnar breyst í persónulegar árásir og henni hafi ekki liðið öruggri. Því hafi hún sagt starfi sínu lausu. Hinsegin bókmenntir hluti af „frjálslyndum áróðri“ Renee Greenlee tók við sem yfirbókavörður í safninu í nóvember 2021. Hún segir að það hafi aðeins liðið nokkrir mánuðir áður en hún og starfsfólk hennar urðu skotmörk bæjarbúa. Samkvæmt fréttamiðlum í Iowa mætti Brooke Kruckenberg, íbúi Vinton, á stjórnarfund bókasafnsins og las þar upp fyrir fram undirbúna yfirlýsingu. Þar ásakaði Kruckenberg safnið um að bera út „frjálslyndan áróður“ í barnabókavali og ráðningum á Greenlee og starfsfólki hennar sem eru sum hver hinsegin. Greenlee svaraði ásökunum Kruckenberg á þann veg að það væru um 5.800 bækur í barnabókadeildinni og þar af væru innan við tíu barnabækur sem bæru titla sem tengdust hinsegin málefnum. Á fundinum varði Greenlee starfsfólk sitt og sagði safnið sinna öllum bókasafnsgestum. Á næsta stjórnarfundi héldu mótmælin áfram og í maímánuði sagði Greenlee upp. Aðspurð hvers vegna hún hefði hætt neitaði hún að svara. En þá var ekki öll sagan búin. John Neely, starfsmaður safnsins, tók við sem tímabundinn yfirbókavörður eftir að Greenlee hætti. Það entist ekki lengi af því Neely hætti fyrr í þessum mánuði og skildi safnið eftir starfsmannalaust.
Bókmenntir Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira