Flækjufótur Gunnar Dan Wiium skrifar 15. júlí 2022 07:01 Ég heyri fólk oft segja að nauðsynlegt sé að flækja hlutina ekki of mikið. Að flækja ekki hlutina felur í sér ákveðna rútínu þar sem maðurinn þekkir leiðina og kemst kannski hjá því að vera í óvissu sem oft fylgir flækjum. Afhverju myndi ég biðja aðra manneskju að flækja hlutina ekki of mikið? Ég held að það sé mikilvæg spurning sem krefst þess að ég einmitt þurfi að flækja hlutina svolítið. Ég myndi líklega biðja aðra manneksju ekki að flækja hlutina að óþörfu vegna þess að mér fyndist að einhverju væri ógnað. Flækjur annara eða hegðun, skilningur annara sem ég gæti túlkað sem stjórnleysi ógnar minni hugmyndarfræði ef ég sit fastur og neita að hreyfa mig. Ef ég held eitthvað um eitthvað þá er ég vís til að halda fast í skilning gærdagsins í þeirri von að hann dugi mér í dag eða á morgun. Það má í raun segja í því samhengi að þessi óbilgirni leiði af sér stöðuga þjáningu ef ég er forritaður á þennan hátt. Það má segja að ranghugmyndin sé að hugmyndum eða einna heldur lífsviðhorfum sé viðhaldið án fyrirvara um breytingar því umhverfið er á stöðugri hreyfingu og krefst breytinga. Tek dæmi. Ég hef allt mitt líf haldið að aðeins væru tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, það var mér kennt, ég var forritaður að svo sé. Svo líður tíminn og svo allt í einu eru upplýsingar sem segja að ekki séu kynin tvö heldur mörg, mjög mörg. Ég segi því, krakkar ekki flækja þetta svona en samfélagið segir að tími kerfi tveggja kynja sé liðin. Þá stend ég frammi fyrir því að endurforrita hugmyndir mínar hvað varðar kyn eða upplifa sársaukan sem hlýst af því að minn raunverukleiki nuddist utan í raunveruleika samfélagsins.Samfélagið er í vexti og nú er allt voða opið í samanburði hvar við vorum í gær en pólitískur réttrúnaður er fljótið sem línan er strengd yfir og línan er þessi fyrirvari um að skilningur dagsins í dag sé úreldur á morgun svo hver veit, á morgun gætu kynin verið aðeins 1 í stað, hvað veit ég, þeirra 53 sem þau eru held ég í dag. Þetta á við svo margt, fólk hefur sagt við mig nánast alla ævi að vera ekki að flækja þetta svona og með tímanum fór ég að halda að það væri eitthvað að mér. Ég hef svo með tímanum komist að því að það er einmitt ekkert að mér heldur þeim sem neitar að spyrja spurninga því hinn sá sami telur sig vita svarið. Það er viss hverful fullnæging í að vita svarið, að vita stöff, að vita er léttir fyrir örvæntingarfullan mannshugan. Vitneskja getur maðurinn upplifað sem stjórn og það er einmitt það sem maðurinn sækist eftir síendurtekið, stjórn. Tala nú ekki um ef ég get sagt að einhver annar hafi rangt fyrir sér þá í raun er ég að segja að ég viti rétt og þar af leiðandi að ég sé til, égið sækist alltaf eftir því að staðfesta sína eigin tilveru, svolítið eins og grípa og handleika loft. Lélegustu vísindamennirnar eru þeir sem finna sig knúnna til að vita og skilja niðurstöðu rannsóknar áður en sjálf rannsóknin fer fram. Lélegustu vísindamennirnir sópa niðurstöðu í ruslið ef hún samræmist ekki þeim sannleika sem þeir telja sig búa yfir. Þess vegna eru vísindin á svo mörgum sviðum stopp og keyrð áfram af hagsmunum örfárra stökkbreyttra kapitalista. Græðgi framar vexti og heilun, betra að hafa markaðinn sjúkan svo hægt sé að selja honum linnun þeirra einkenna sem eru honum sýnileg. En við erum öll vísindamanneskjur, við eigum að rannsaka og gera tilraunir. Okkur á að mistakast aftur og aftur þar til vegurinn er fundinn og svo þegar hann er fundinn endar hann við leitum af nýjum. Ég ætla ekki að flækja þetta neitt mikið meira. Því segi ég, að um gera að flækja þetta nógu mikið til að upplifa vöxt. Sársaukinn er okkur mælikvarði á hvenar og hvort við ekki þurfum að fara að flækja þetta aðeins, spyrja spurninga, efast um hvað fólk segir, mynda okkur nýjar skoðanir og útfrá vitneskju tvinnuð í innsæi. Efumst um skilaboð yfirvalds og við munum upplifa raunverulega sjálfbærni hins upplýsta alvalds sem býr innra með okkur öllum. Að segja við aðra manneskju að flækja þetta ekki svona mikið getur auðveldlega verið hreint ofbeldi og ber manni að standa teinréttur gagnvart slíkum skipunum og hunsa þær. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi Þvottahússins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ég heyri fólk oft segja að nauðsynlegt sé að flækja hlutina ekki of mikið. Að flækja ekki hlutina felur í sér ákveðna rútínu þar sem maðurinn þekkir leiðina og kemst kannski hjá því að vera í óvissu sem oft fylgir flækjum. Afhverju myndi ég biðja aðra manneskju að flækja hlutina ekki of mikið? Ég held að það sé mikilvæg spurning sem krefst þess að ég einmitt þurfi að flækja hlutina svolítið. Ég myndi líklega biðja aðra manneksju ekki að flækja hlutina að óþörfu vegna þess að mér fyndist að einhverju væri ógnað. Flækjur annara eða hegðun, skilningur annara sem ég gæti túlkað sem stjórnleysi ógnar minni hugmyndarfræði ef ég sit fastur og neita að hreyfa mig. Ef ég held eitthvað um eitthvað þá er ég vís til að halda fast í skilning gærdagsins í þeirri von að hann dugi mér í dag eða á morgun. Það má í raun segja í því samhengi að þessi óbilgirni leiði af sér stöðuga þjáningu ef ég er forritaður á þennan hátt. Það má segja að ranghugmyndin sé að hugmyndum eða einna heldur lífsviðhorfum sé viðhaldið án fyrirvara um breytingar því umhverfið er á stöðugri hreyfingu og krefst breytinga. Tek dæmi. Ég hef allt mitt líf haldið að aðeins væru tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, það var mér kennt, ég var forritaður að svo sé. Svo líður tíminn og svo allt í einu eru upplýsingar sem segja að ekki séu kynin tvö heldur mörg, mjög mörg. Ég segi því, krakkar ekki flækja þetta svona en samfélagið segir að tími kerfi tveggja kynja sé liðin. Þá stend ég frammi fyrir því að endurforrita hugmyndir mínar hvað varðar kyn eða upplifa sársaukan sem hlýst af því að minn raunverukleiki nuddist utan í raunveruleika samfélagsins.Samfélagið er í vexti og nú er allt voða opið í samanburði hvar við vorum í gær en pólitískur réttrúnaður er fljótið sem línan er strengd yfir og línan er þessi fyrirvari um að skilningur dagsins í dag sé úreldur á morgun svo hver veit, á morgun gætu kynin verið aðeins 1 í stað, hvað veit ég, þeirra 53 sem þau eru held ég í dag. Þetta á við svo margt, fólk hefur sagt við mig nánast alla ævi að vera ekki að flækja þetta svona og með tímanum fór ég að halda að það væri eitthvað að mér. Ég hef svo með tímanum komist að því að það er einmitt ekkert að mér heldur þeim sem neitar að spyrja spurninga því hinn sá sami telur sig vita svarið. Það er viss hverful fullnæging í að vita svarið, að vita stöff, að vita er léttir fyrir örvæntingarfullan mannshugan. Vitneskja getur maðurinn upplifað sem stjórn og það er einmitt það sem maðurinn sækist eftir síendurtekið, stjórn. Tala nú ekki um ef ég get sagt að einhver annar hafi rangt fyrir sér þá í raun er ég að segja að ég viti rétt og þar af leiðandi að ég sé til, égið sækist alltaf eftir því að staðfesta sína eigin tilveru, svolítið eins og grípa og handleika loft. Lélegustu vísindamennirnar eru þeir sem finna sig knúnna til að vita og skilja niðurstöðu rannsóknar áður en sjálf rannsóknin fer fram. Lélegustu vísindamennirnir sópa niðurstöðu í ruslið ef hún samræmist ekki þeim sannleika sem þeir telja sig búa yfir. Þess vegna eru vísindin á svo mörgum sviðum stopp og keyrð áfram af hagsmunum örfárra stökkbreyttra kapitalista. Græðgi framar vexti og heilun, betra að hafa markaðinn sjúkan svo hægt sé að selja honum linnun þeirra einkenna sem eru honum sýnileg. En við erum öll vísindamanneskjur, við eigum að rannsaka og gera tilraunir. Okkur á að mistakast aftur og aftur þar til vegurinn er fundinn og svo þegar hann er fundinn endar hann við leitum af nýjum. Ég ætla ekki að flækja þetta neitt mikið meira. Því segi ég, að um gera að flækja þetta nógu mikið til að upplifa vöxt. Sársaukinn er okkur mælikvarði á hvenar og hvort við ekki þurfum að fara að flækja þetta aðeins, spyrja spurninga, efast um hvað fólk segir, mynda okkur nýjar skoðanir og útfrá vitneskju tvinnuð í innsæi. Efumst um skilaboð yfirvalds og við munum upplifa raunverulega sjálfbærni hins upplýsta alvalds sem býr innra með okkur öllum. Að segja við aðra manneskju að flækja þetta ekki svona mikið getur auðveldlega verið hreint ofbeldi og ber manni að standa teinréttur gagnvart slíkum skipunum og hunsa þær. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi Þvottahússins.
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun