Leiguvél hleypur í skarðið vegna flugvélaskorts Icelandair Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júlí 2022 15:52 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Flugvélaskortur er hjá Icelandair um þessar mundir og hefur flugfélagið brugðið á það ráð að leigja vélar frá Portúgal til að viðhalda skikkanlegri flugáætlun. Farþegar sem bjuggust við því að fljúga með vélum Icelandair urðu margir hverjir fyrir vonbrigðum með leiguvélarnar en forsvarsmenn vonast nú til að eðlilegt jafnvægi komist á flugflotann. Flugsamgöngur hafa ekki gengið snurðulaust fyrir sig síðustu vikur. Fréttir berast reglulega af gífurlegum töfum á flugvöllum og aflýstum flugferðum. Icelandair hefur nýlega tekið upp á því að senda hlaðmenn með í flug á tafsömustu flugvellina og leigir að auki vél til að mæta flugvélaskorti. Miklar tafir eftir heimsfaraldur Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir ástæðu flugvélaskorts vera viðhalds- og flugvallartafir. Mun meiri tafir séu á flest allri afgreiðslu í flugbransanum nú en fyrir heimsfaraldur. Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair.vísir/einar „Við sáum því að við þurftum fleiri vélar tímabundið, og gripum til þess ráðs að leigja vél tímabundið. Nú er því tímabili hins vegar að ljúka og við erum að fá aftur allar okkar vélar þannig þetta ætti að komast í jafnvægi aftur,“ segir Jens í samtali við fréttastofu. Tvisvar á sólarhring mætist flugvélaflotinn á Keflavíkurflugvelli, á morgnana fyrir flugin til Evrópu og síðan seinni partinn fyrir Ameríkuflugin, í grófum dráttum. „Þegar vél frá Amsterdam verður fjögurra klukktíma of sein þá þarf maður að geta gripið til annarra flugvéla til að halda áætlun. Annars verða keðjuverkandi áhrif sem valda mun meiri töfum.“ Aðeins endurgreitt fyrir rýmra fótapláss Guðmundur Jörundsson er einn þeirra sem varð fyrir vonbrigðum þegar hann fékk fregnir af því að hann skyldi fljúga með leiguvél. Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með @Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott.Stutta stráið, það er ég. pic.twitter.com/WfCfQDZYnG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 12, 2022 „Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott,“ skrifar Guðmundur á Twitter. Í tilkynningu Icelandair segir að hvorki afþreyingarkerfi né þráðlaust net sé í boði fyrir farþega, veitingaþjónusta sé með öðru sniði en ókeypis hressing bjóðist farþegum. Þá virðast einungis þeir farþegar sem höfðu keypt sæti með rýmra fótaplássi fá endurgreitt. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Flugsamgöngur hafa ekki gengið snurðulaust fyrir sig síðustu vikur. Fréttir berast reglulega af gífurlegum töfum á flugvöllum og aflýstum flugferðum. Icelandair hefur nýlega tekið upp á því að senda hlaðmenn með í flug á tafsömustu flugvellina og leigir að auki vél til að mæta flugvélaskorti. Miklar tafir eftir heimsfaraldur Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir ástæðu flugvélaskorts vera viðhalds- og flugvallartafir. Mun meiri tafir séu á flest allri afgreiðslu í flugbransanum nú en fyrir heimsfaraldur. Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair.vísir/einar „Við sáum því að við þurftum fleiri vélar tímabundið, og gripum til þess ráðs að leigja vél tímabundið. Nú er því tímabili hins vegar að ljúka og við erum að fá aftur allar okkar vélar þannig þetta ætti að komast í jafnvægi aftur,“ segir Jens í samtali við fréttastofu. Tvisvar á sólarhring mætist flugvélaflotinn á Keflavíkurflugvelli, á morgnana fyrir flugin til Evrópu og síðan seinni partinn fyrir Ameríkuflugin, í grófum dráttum. „Þegar vél frá Amsterdam verður fjögurra klukktíma of sein þá þarf maður að geta gripið til annarra flugvéla til að halda áætlun. Annars verða keðjuverkandi áhrif sem valda mun meiri töfum.“ Aðeins endurgreitt fyrir rýmra fótapláss Guðmundur Jörundsson er einn þeirra sem varð fyrir vonbrigðum þegar hann fékk fregnir af því að hann skyldi fljúga með leiguvél. Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með @Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott.Stutta stráið, það er ég. pic.twitter.com/WfCfQDZYnG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 12, 2022 „Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott,“ skrifar Guðmundur á Twitter. Í tilkynningu Icelandair segir að hvorki afþreyingarkerfi né þráðlaust net sé í boði fyrir farþega, veitingaþjónusta sé með öðru sniði en ókeypis hressing bjóðist farþegum. Þá virðast einungis þeir farþegar sem höfðu keypt sæti með rýmra fótaplássi fá endurgreitt.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira