Er undanþegin fjölda laga bæði sem drottning og sem Elísabet Windsor Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2022 12:49 Samkvæmt umdeildum lögum má drottningin, eða fulltrúar hennar, krefjast þess að fá afrit af frumvörpum áður en þau eru lögð fyrir þingið. Þetta hefur margoft verið nýtt. Getty/Jane Barlow Persónulegar undanþágur fyrir Elísabetu Bretadrottingu hafa verið ritaðar í meira en 160 lög frá 1967 en lögin varða allt milli himins og jarðar, meðal annars dýravelferð og réttindi starfsmanna. Drottningin nýtur ákveðinnar friðhelgi sem slík en samkvæmt umfjöllun Guardian er hinn almenni borgari Elísabet Windsor einnig undanþegin fjölda laga. Undanþágurnar ná bæði til hennar sem persónu og einnig félaga og eigna sem hún á. Samkvæmt lögum á Bretlandseyjum er Elísabet bæði opinber og prívat persóna, það er að segja; sem Elísabet II Bretadrottning er hún þjóðhöfðingi og á sögulegar eignir á borð við Buckinghamhöll og listasafn konungríkisins, sem ekki er hægt að selja. Hún getur hins vegar sem Elísabet Windsor keypt og selt eignir og fjárfest, líkt og aðrir almennir borgarar. Þá á hún, eða fjölskylda hennar, í raun eignir sem eru oft tengdar við konungsríkið, til að mynda jarðirnar Balmoral og Sandringham. Guardian segir fulltrúa stjórnvalda og Buckinghamhallar hafa neitað að svara spurningum um það hvers vegna og hvernig Elísabet varð undanþegin jafn mörgum lögum og raun ber vitni. Þessar undanþágur munu í flestum tilvikum erfast til sonar hennar Karls, þegar hann tekur við krúnunni. Umdeildustu undaþágurnar sem drottningin nýtur varða lög sem eiga að tryggja réttindi starfsmanna en starfsmenn drottningarinnar geta til að mynda ekki, lögum samkvæmt, sótt mál vegna kynferðisbrota eða mismununar. Þá er drottningin einnig undanþegin lögum um vinnuöryggi. Elísabet er sömuleiðis undanþegin lögum um náttúruvernd og velferð dýra, sem þykir skjóta skökku við þar sem konungsfjölskyldan hefur verið ötull talsmaður umhverfisverndar. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist sem undanþágunum hafi víða verið laumað inn en á furðulegustu stöðum; drottningin er til að mynda undaþegin banni gegn notkun kjarnorkuvopna. Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Drottningin nýtur ákveðinnar friðhelgi sem slík en samkvæmt umfjöllun Guardian er hinn almenni borgari Elísabet Windsor einnig undanþegin fjölda laga. Undanþágurnar ná bæði til hennar sem persónu og einnig félaga og eigna sem hún á. Samkvæmt lögum á Bretlandseyjum er Elísabet bæði opinber og prívat persóna, það er að segja; sem Elísabet II Bretadrottning er hún þjóðhöfðingi og á sögulegar eignir á borð við Buckinghamhöll og listasafn konungríkisins, sem ekki er hægt að selja. Hún getur hins vegar sem Elísabet Windsor keypt og selt eignir og fjárfest, líkt og aðrir almennir borgarar. Þá á hún, eða fjölskylda hennar, í raun eignir sem eru oft tengdar við konungsríkið, til að mynda jarðirnar Balmoral og Sandringham. Guardian segir fulltrúa stjórnvalda og Buckinghamhallar hafa neitað að svara spurningum um það hvers vegna og hvernig Elísabet varð undanþegin jafn mörgum lögum og raun ber vitni. Þessar undanþágur munu í flestum tilvikum erfast til sonar hennar Karls, þegar hann tekur við krúnunni. Umdeildustu undaþágurnar sem drottningin nýtur varða lög sem eiga að tryggja réttindi starfsmanna en starfsmenn drottningarinnar geta til að mynda ekki, lögum samkvæmt, sótt mál vegna kynferðisbrota eða mismununar. Þá er drottningin einnig undanþegin lögum um vinnuöryggi. Elísabet er sömuleiðis undanþegin lögum um náttúruvernd og velferð dýra, sem þykir skjóta skökku við þar sem konungsfjölskyldan hefur verið ötull talsmaður umhverfisverndar. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist sem undanþágunum hafi víða verið laumað inn en á furðulegustu stöðum; drottningin er til að mynda undaþegin banni gegn notkun kjarnorkuvopna.
Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira