Mesta verðbólga Bandaríkjanna í fjörutíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2022 16:42 Frá Wall Street í New York. AP/John Minchillo Verðbólga í Bandaríkjunum í júní mældist 9,1 prósent á milli ára og hefur hún ekki mælst hærri vestanhafs í rúm fjörutíu ár. Í maí hafði verðbólgan mælst 8,6 prósent en hækkunin er að mestu rakin til hærra verðs eldsneytis og matvæla, auk hækkunar í leigu. Verðlag hækkaði einnig um 1,3 prósent milli maí og júní. Það hafði hækkað um eitt prósent milli apríl og maí. AP fréttaveitan segir nánast öruggt að þetta muni leiða til hækkunar stýrivaxta en verðbólgan er sögð hafa komið verulega niður á Bandaríkjamönnum á undanförnum mánuðum. Verðbólgan og verðlagið hefur sömuleiðis komið mikið niður á vinsældum Joes Biden, forseta Bandaríkjanna. Í nýlegri könnun AP sögðu fjörutíu prósent kjósenda að það að kveða niður verðbólguna væri mikilvægasta verkefni stjórnvalda. Einungis fjórtán prósent svöruðu á þann veg í desember. Lækka hagvaxtaspár á heimsvísu Kristalina Georgieva, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði í bloggfærslu sem birt var í dag að verðbólga á heimsvísu væri hærri en reiknað hefði verið með og að sjóðurinn væri að lækka hagvaxtarspá sína fyrir næstu tvö ár. Georgieva sagði framtíðina mjög óljósa og að frekari efnahagsleg vandræði, eins og það ef Rússar myndu loka á flæði jarðgass til Evrópu, gætu leitt til kreppu og orkukrísu. Það sé þó einungis ein af þeim sviðsmyndum sem gætu leitt til þess að erfitt ástand yrði verra. Hún sagði að það fyrsta sem þyrfti að gerast, væri að ná þyrfti tökum á verðbólgunni. Einnig þyrfti að auka alþjóðlega samvinnu á nýjan leik og draga úr húsnæðiskostnaði. Þar að auki þurfi auðugri þjóðir heimsins að aðstoða þær fátækari og sporna gegn hungursneyð í heiminum. Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verðlag hækkaði einnig um 1,3 prósent milli maí og júní. Það hafði hækkað um eitt prósent milli apríl og maí. AP fréttaveitan segir nánast öruggt að þetta muni leiða til hækkunar stýrivaxta en verðbólgan er sögð hafa komið verulega niður á Bandaríkjamönnum á undanförnum mánuðum. Verðbólgan og verðlagið hefur sömuleiðis komið mikið niður á vinsældum Joes Biden, forseta Bandaríkjanna. Í nýlegri könnun AP sögðu fjörutíu prósent kjósenda að það að kveða niður verðbólguna væri mikilvægasta verkefni stjórnvalda. Einungis fjórtán prósent svöruðu á þann veg í desember. Lækka hagvaxtaspár á heimsvísu Kristalina Georgieva, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði í bloggfærslu sem birt var í dag að verðbólga á heimsvísu væri hærri en reiknað hefði verið með og að sjóðurinn væri að lækka hagvaxtarspá sína fyrir næstu tvö ár. Georgieva sagði framtíðina mjög óljósa og að frekari efnahagsleg vandræði, eins og það ef Rússar myndu loka á flæði jarðgass til Evrópu, gætu leitt til kreppu og orkukrísu. Það sé þó einungis ein af þeim sviðsmyndum sem gætu leitt til þess að erfitt ástand yrði verra. Hún sagði að það fyrsta sem þyrfti að gerast, væri að ná þyrfti tökum á verðbólgunni. Einnig þyrfti að auka alþjóðlega samvinnu á nýjan leik og draga úr húsnæðiskostnaði. Þar að auki þurfi auðugri þjóðir heimsins að aðstoða þær fátækari og sporna gegn hungursneyð í heiminum.
Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira