Takmörkuð gæði Bláskógabyggðar Sigríður Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2022 16:00 Ásta Stefánsdóttir var sveitarstjóri í Bláskógabyggð á síðasta kjörtímabili. Í tengslum við hjólhýsasvæðið á Laugarvatni hefur henni orðið tíðrætt um takmörkuð gæði Bláskógabyggðar. Þeim beri að úthluta af sanngirni og að allir skuli hafa jafna möguleika á að sækja um þau gæði. Varðandi hjólhýsasvæðið hefur hún bent á að margt af því fólki sem leigi land undir hjólhýsi á Laugarvatni, sé með útrunna samninga og að aðrir samningar séu að renna út. Þeir sem þar eru fyrir hafi engan forgang að áframhaldandi setu og því skuli þeir fara. Ásta hefur einnig tekið fram að sveitarfélagið bjóði út allt sem þau eru að gera og sé í þeim efnum afar opið, sanngjarnt og gæti jafnræðis í hvívetna. Frábært. Eina stöðu hefur sveitarfélagið gleymt að auglýsa lausa til umsóknar, en það er starf sveitarstjóra. Samningur Ástu Stefánsdóttur við sveitarfélagið um setu hennar í starfi sveitarstjóra, rann örugglega út í vor, við sveitarstjórnarkosningarnar. Það er ekkert sem segir að hún eigi að njóta nokkurs forgangs varðandi þetta starf, sem þar að auki hlýtur að teljast til takmarkaðra gæða. Í upphafi nýliðins kjörtímabils var sveitarstjórinn í Bláskógabyggð í hópi fjögurra launahæstu sveitar- bæjar- og borgarstjóra landsins. Ég veit ekki til að launastefna toppanna í Bláskógabyggð hafi breyst verulega síðan þá. Nú er augljóst réttlætismál, og líklega stjórnsýsluleg skylda sveitarfélagsins, að bjóða öllum sem áhuga hafa að sækja um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Til þess að það geti gerst, verður Ásta Stefánsdóttir að pakka saman og fara af skrifstofunni í Aratungu, svo hægt sé að byrja aftur við hreint borð. Ég skil ekkert í löglærðum ráðgjöfum sveitarfélagsins að hafa ekki bent á þetta í tíma. Ásta hlýtur að þurfa einhverjar bætur vegna uppsagnar á þeirri ómálefnalegu framlengingu sem gerð var á ráðningarsamningi hennar eftir kosningarnar í vor. En eins og hún segir sjálf: Hér er um takmörkuð gæði að ræða sem sveitarfélagið úthlutar og þar verður að gæta jafnræðis. Allir eiga að sitja við sama borð og samkvæmt henni eru heldur engin rök fyrir því að sá sem hafði þessa stöðu njóti einhvers forgangs umfram aðra. Nú er sveitarfélagið heppið því það þarf ekki að borga lögfræðistofu fyrir ábendingu mína. Ég skal bara gefa Bláskógabyggð þetta álit alveg ókeypis. Hér með sæki ég, Sigríður Jónsdóttir, búfræðikandídat, framhaldsskólakennari og náttúru- og umhvefisfræðingur um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Ég er íbúi í Bláskógabyggð og bý í eigin húsnæði, ólíkt sumum öðrum sem hafa sótt tekjur sínar til sveitarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur lýst því yfir að sveitarstjórar vinni allan sólarhringinn. Ég get ekki unnið hvíldarlaust í fjögur ár, þannig að ég áskil mér rétt til að ráða mér aðstoðarmanneskju. Hún fengi greitt af launum mínum sem sveitarstjóri, en þar virðist vera af nógu að taka. Ég hvet Hrafnhildi Bjarnadóttur, formann Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, til að hafa samband við mig ef hún hefur áhuga fyrir því starfi. Hún hefur sett sig vel inn í mál sem varða stjórnun sveitarfélaga og saman tel ég að við tvær gætum fært margt til betri vegar í Bláskógabyggð. Höfundur er sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ásta Stefánsdóttir var sveitarstjóri í Bláskógabyggð á síðasta kjörtímabili. Í tengslum við hjólhýsasvæðið á Laugarvatni hefur henni orðið tíðrætt um takmörkuð gæði Bláskógabyggðar. Þeim beri að úthluta af sanngirni og að allir skuli hafa jafna möguleika á að sækja um þau gæði. Varðandi hjólhýsasvæðið hefur hún bent á að margt af því fólki sem leigi land undir hjólhýsi á Laugarvatni, sé með útrunna samninga og að aðrir samningar séu að renna út. Þeir sem þar eru fyrir hafi engan forgang að áframhaldandi setu og því skuli þeir fara. Ásta hefur einnig tekið fram að sveitarfélagið bjóði út allt sem þau eru að gera og sé í þeim efnum afar opið, sanngjarnt og gæti jafnræðis í hvívetna. Frábært. Eina stöðu hefur sveitarfélagið gleymt að auglýsa lausa til umsóknar, en það er starf sveitarstjóra. Samningur Ástu Stefánsdóttur við sveitarfélagið um setu hennar í starfi sveitarstjóra, rann örugglega út í vor, við sveitarstjórnarkosningarnar. Það er ekkert sem segir að hún eigi að njóta nokkurs forgangs varðandi þetta starf, sem þar að auki hlýtur að teljast til takmarkaðra gæða. Í upphafi nýliðins kjörtímabils var sveitarstjórinn í Bláskógabyggð í hópi fjögurra launahæstu sveitar- bæjar- og borgarstjóra landsins. Ég veit ekki til að launastefna toppanna í Bláskógabyggð hafi breyst verulega síðan þá. Nú er augljóst réttlætismál, og líklega stjórnsýsluleg skylda sveitarfélagsins, að bjóða öllum sem áhuga hafa að sækja um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Til þess að það geti gerst, verður Ásta Stefánsdóttir að pakka saman og fara af skrifstofunni í Aratungu, svo hægt sé að byrja aftur við hreint borð. Ég skil ekkert í löglærðum ráðgjöfum sveitarfélagsins að hafa ekki bent á þetta í tíma. Ásta hlýtur að þurfa einhverjar bætur vegna uppsagnar á þeirri ómálefnalegu framlengingu sem gerð var á ráðningarsamningi hennar eftir kosningarnar í vor. En eins og hún segir sjálf: Hér er um takmörkuð gæði að ræða sem sveitarfélagið úthlutar og þar verður að gæta jafnræðis. Allir eiga að sitja við sama borð og samkvæmt henni eru heldur engin rök fyrir því að sá sem hafði þessa stöðu njóti einhvers forgangs umfram aðra. Nú er sveitarfélagið heppið því það þarf ekki að borga lögfræðistofu fyrir ábendingu mína. Ég skal bara gefa Bláskógabyggð þetta álit alveg ókeypis. Hér með sæki ég, Sigríður Jónsdóttir, búfræðikandídat, framhaldsskólakennari og náttúru- og umhvefisfræðingur um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Ég er íbúi í Bláskógabyggð og bý í eigin húsnæði, ólíkt sumum öðrum sem hafa sótt tekjur sínar til sveitarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur lýst því yfir að sveitarstjórar vinni allan sólarhringinn. Ég get ekki unnið hvíldarlaust í fjögur ár, þannig að ég áskil mér rétt til að ráða mér aðstoðarmanneskju. Hún fengi greitt af launum mínum sem sveitarstjóri, en þar virðist vera af nógu að taka. Ég hvet Hrafnhildi Bjarnadóttur, formann Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, til að hafa samband við mig ef hún hefur áhuga fyrir því starfi. Hún hefur sett sig vel inn í mál sem varða stjórnun sveitarfélaga og saman tel ég að við tvær gætum fært margt til betri vegar í Bláskógabyggð. Höfundur er sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar