Auka fasteignasalar traust við sölu fasteigna? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. júlí 2022 10:01 Í hugum margra koma fasteignasalar með aukið traust og öryggi inn í söluferli fasteigna. Að aðkoma fasteignasala sé ákveðinn gæðastimpill. Eftir að hafa skoðað dómasafn Héraðsdóms[1] og álit Eftirlitsnefndar Fasteignasala[2] á ég hins vegar erfitt með að sjá að það sé raunin. Í þessum málum er einn gegnumgangandi þráður: Skoðunarskylda fasteignasala er mjög lítil, hún er ekki skoðun sérfræðings og takmarkast við það sem fasteignasalinn sér við sjónskoðun. Skoðunarskylda kaupanda er hins vegar gríðarleg. Almennt virkar það því svona: Ef upp kemur galli sem ekki var tilgreindur í söluyfirliti en kaupandi hefði mátt átta sig á við hefðbundna skoðun þá verður sá ágreiningur á milli kaupanda og seljanda. Sem sagt fasteignasalinn sleppur þó hann segi ekki frá gallanum því hann ætti að vera kaupanda svo augljós. Ef upp kemur galli sem ekki var tilgreindur í söluyfirliti en hefði krafist þess að fasteignasali hefði skoðað eignina gaumgæfilega, t.d. kíkt inn í skápa, farið upp í stiga og kíkt inn á milliloft eða háaloft, farið upp á þak eða álíka, þá er það ekki á ábyrgð fasteignasalans. Skoðun fasteignasala er einfaldlega ekki skoðun sérfræðings og krefst einskis meira heldur en að rétt labba um eignina eins og viðvaningur. Fasteignasali ber ekki ábyrgð á rangfærslum í söluyfirliti nema að það varði atriði sem eru öllum strax ljós að eru röng eða fjallað er um í skjölum sem fasteignasala ber skylda til að afla. Niðurstaðan er því einfaldlega sú að gott sem öll ágreiningsmál eru á milli kaupanda og seljanda. Fasteignasali ber nánast aldrei ábyrgð. Það sést vel á því að fjöldi dómsmála milli kaupanda og seljanda er talsverður en fasteignasalar eru mun sjaldnar kærðir, og enn sjaldnar dæmdir, þrátt fyrir að það sé góður fjöldi af kærum til Eftirlitsnefndar Fasteignasala vegna tjóns af völdum háttsemi fasteignasala[3]. Fyrir kaupendur er því ólíklegt að fasteignasali komi með aukið traust inn í ferlið þar sem kaupandinn sjálfur gerir betri úttekt á eigninni en fasteignasalinn og ef seljandinn leyndi upplýsingum um galla frá fasteignasala endar ágreiningurinn hvort eð er milli seljanda og kaupanda. Fyrir seljendur koma fasteignasalar ekki með neitt aukið traust en þeir geta komið með ýmsa góða þjónustu, t.d. með því að spyrja viðeigandi spurninga fyrir söluferlið, gerð verðmats og almenn aðstoð við skjalagerð. En þar sem fasteignasalinn gerir enga sérfræðiúttekt á eigninni og ber í raun enga ábyrgð á söluyfirlitinu nema í einstaka tilfellum þá er þjónusta hans ansi dýr verðsmats og tékklista þjónusta. Það er mjög skiljanlegt að fólk vilji aðstoð við það að selja og kaupa jafn verðmætar eignir og fasteignir eru. Raunin er hins vegar sú að þjónusta fasteignasala er ekki verðlögð í neinu samræmi við umfang og gæði þeirrar þjónustu sem þeir veita. Í tæknisamfélagi nútímans er engin ástæða fyrir því að hér haldist stór milligöngustétt sem dregur til sín sparnað seljanda og kaupanda og stingur í eigin vasa. Fasteignasalar munu ekki hverfa af markaðnum, en eðli starfsemi þeirra mun breytast yfir í ráðgjöf á eðlilegra verði samhliða því að tölvutæknin mun sjá til þess að söluferlin séu auðveld fyrir hefðbundið fólk til að stunda sjálft. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Allir landshlutar með leitarorðunum “Fasteignasali” og “Fasteignasala” fyrir ársbyrjun 2021 til dagsins í dag. [2] Mál sem var ákvarðað í 2020 og 2021 (2022 er ekki fáanlegt strax). [3] Raunar virðist líklegra að seljandi baki sér skaðabótaskyldu gagnvart fasteignasala heldur en öfugt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Fasteignamarkaður Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Í hugum margra koma fasteignasalar með aukið traust og öryggi inn í söluferli fasteigna. Að aðkoma fasteignasala sé ákveðinn gæðastimpill. Eftir að hafa skoðað dómasafn Héraðsdóms[1] og álit Eftirlitsnefndar Fasteignasala[2] á ég hins vegar erfitt með að sjá að það sé raunin. Í þessum málum er einn gegnumgangandi þráður: Skoðunarskylda fasteignasala er mjög lítil, hún er ekki skoðun sérfræðings og takmarkast við það sem fasteignasalinn sér við sjónskoðun. Skoðunarskylda kaupanda er hins vegar gríðarleg. Almennt virkar það því svona: Ef upp kemur galli sem ekki var tilgreindur í söluyfirliti en kaupandi hefði mátt átta sig á við hefðbundna skoðun þá verður sá ágreiningur á milli kaupanda og seljanda. Sem sagt fasteignasalinn sleppur þó hann segi ekki frá gallanum því hann ætti að vera kaupanda svo augljós. Ef upp kemur galli sem ekki var tilgreindur í söluyfirliti en hefði krafist þess að fasteignasali hefði skoðað eignina gaumgæfilega, t.d. kíkt inn í skápa, farið upp í stiga og kíkt inn á milliloft eða háaloft, farið upp á þak eða álíka, þá er það ekki á ábyrgð fasteignasalans. Skoðun fasteignasala er einfaldlega ekki skoðun sérfræðings og krefst einskis meira heldur en að rétt labba um eignina eins og viðvaningur. Fasteignasali ber ekki ábyrgð á rangfærslum í söluyfirliti nema að það varði atriði sem eru öllum strax ljós að eru röng eða fjallað er um í skjölum sem fasteignasala ber skylda til að afla. Niðurstaðan er því einfaldlega sú að gott sem öll ágreiningsmál eru á milli kaupanda og seljanda. Fasteignasali ber nánast aldrei ábyrgð. Það sést vel á því að fjöldi dómsmála milli kaupanda og seljanda er talsverður en fasteignasalar eru mun sjaldnar kærðir, og enn sjaldnar dæmdir, þrátt fyrir að það sé góður fjöldi af kærum til Eftirlitsnefndar Fasteignasala vegna tjóns af völdum háttsemi fasteignasala[3]. Fyrir kaupendur er því ólíklegt að fasteignasali komi með aukið traust inn í ferlið þar sem kaupandinn sjálfur gerir betri úttekt á eigninni en fasteignasalinn og ef seljandinn leyndi upplýsingum um galla frá fasteignasala endar ágreiningurinn hvort eð er milli seljanda og kaupanda. Fyrir seljendur koma fasteignasalar ekki með neitt aukið traust en þeir geta komið með ýmsa góða þjónustu, t.d. með því að spyrja viðeigandi spurninga fyrir söluferlið, gerð verðmats og almenn aðstoð við skjalagerð. En þar sem fasteignasalinn gerir enga sérfræðiúttekt á eigninni og ber í raun enga ábyrgð á söluyfirlitinu nema í einstaka tilfellum þá er þjónusta hans ansi dýr verðsmats og tékklista þjónusta. Það er mjög skiljanlegt að fólk vilji aðstoð við það að selja og kaupa jafn verðmætar eignir og fasteignir eru. Raunin er hins vegar sú að þjónusta fasteignasala er ekki verðlögð í neinu samræmi við umfang og gæði þeirrar þjónustu sem þeir veita. Í tæknisamfélagi nútímans er engin ástæða fyrir því að hér haldist stór milligöngustétt sem dregur til sín sparnað seljanda og kaupanda og stingur í eigin vasa. Fasteignasalar munu ekki hverfa af markaðnum, en eðli starfsemi þeirra mun breytast yfir í ráðgjöf á eðlilegra verði samhliða því að tölvutæknin mun sjá til þess að söluferlin séu auðveld fyrir hefðbundið fólk til að stunda sjálft. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Allir landshlutar með leitarorðunum “Fasteignasali” og “Fasteignasala” fyrir ársbyrjun 2021 til dagsins í dag. [2] Mál sem var ákvarðað í 2020 og 2021 (2022 er ekki fáanlegt strax). [3] Raunar virðist líklegra að seljandi baki sér skaðabótaskyldu gagnvart fasteignasala heldur en öfugt.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun