Frelsi á Alþingi Hildur Sverrisdóttir skrifar 13. júlí 2022 07:01 Frelsið á sér of fáa málsvara í samfélaginu í dag. Kannski er það vegna þess að við njótum þess að miklu leyti og teljum okkur ekki þurfa að hafa af því áhyggjur – en ef við pössum ekki stöðugt upp á frelsið getur það hæglega orðið hinni alræmdu salamiaðferð aðferð að bráð, þar sem sneitt er af því smám saman. „Hvað með börnin?“ er auðvitað þekkt stef. En lýðheilsuna? Öryggið? Oft eru vissulega verðug sjónarmið í forgrunninum þegar varast á frelsið en heildaráhrif verða aldrei metin nema fórnarkostnaðurinn sé tekinn með í reikninginn. Það skiptir máli að velunnarar frelsisins láti að sér kveða á Alþingi og í því samhengi er vert að minnast á helstu frelsisslagi síðasta þingveturs. Valfrelsi gegn ríkisbragðinu Nikótínmálið svokallaða vakti athygli þegar það var lagt fram af heilbrigðisráðherra. Frumvarpið fékk hvað mesta athygli fyrir að fela í sér bann nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. Málið hlaut hörð viðbrögð við fyrstu umræðu í þingsal og benti undirrituð á það meðal annars að það skyti skökku við að banna bragðefni á vöru sem hvort eð er yrði bönnuð börnum og því einungis verið að hefta frelsi fullorðins fólks til að neyta vörunnar eins og það kýs helst að hafa hana. Í meðförum málsins á þingi hefði að mínu viti mátt ganga mun lengra í frelsisátt í málinu almennt en þessari reglu var allavega blessunarlega breytt og fólk mun því geta valið sitt uppáhalds bragð á nikótínpúðum sem fyrr. Það verður að breyta leigubílakerfinu Burtséð frá allri réttmætri lögfræði eftirlitsstofnanna og sjónarmiða Samkeppniseftirlitsins þá hreinlega blasir við neyðarástand í leigubílaþjónustu. Frumvarpið sem innviðaráðherra lagði fram er því fagnaðarefni og þá ekki síst þær nauðsynlegu breytingar sem voru gerðar á þinginu í frelsisátt; að veita lögaðilum leyfi til reksturs leigubifreiða, að rekstrarleyfi veiti rétt til reksturs einnar eða fleiri leigubifreiða, að krafa um starfsstöð verði felld brott og að hægt verði að semja heildarverð í stað stífra krafna um notkun löggildra gjaldmæla. Allt mikilvæg atriði sem sporna nauðsynlega við undirliggjandi aðgangshindrunum á leigubílamarkaðinum sem verða að vera enn í forgrunni frumvarpsins þegar það verður lagt fram að nýju í haust. Regluramma netverslunar verður að skýra til jafnræðis Frumvarp sem ég lagði fram um að heimila innlenda netverslun með áfengi náði ekki fram að ganga á lokametrum þingsins þrátt fyrir að hafa klárast í þinglegri meðferð. Það voru mér vonbrigði, ekki síst þar sem þrátt fyrir fínt frelsisskref var ekki boðuð nein stórkostleg kollvörpun heldur fyrst og fremst gerður skýrari reglurammi um starfsemi sem er hér þegar til staðar, með erlendum netverslununum sem eru varðar af EES-samningnum, og undirstrika tækifæri innlendra framleiðenda til að standa jafnfætis þeim. Ójafnræðið er því enn til staðar og mun ríkisstjórnin þurfa að greiða úr þeirri stöðu og því fagnaðarefni að dómsmálaráðherra hefur þegar boðað samhljóða frumvarp strax í haust. Brugghúsamálið skemmtilegasta frelsisfrétt sumarsins Huggun harmi gegn í nútímavæðingu áfengislöggjafarinnar er að samstaða náðist um brugghúsamálið svokallaða sem dómsmálaráðherra lagði fram. Það var gott mál sem varð enn betra í meðförum þingsins. Frumvarpið bar upphaflega með sér að lítil bjórbrugghús mættu selja afurðir á framleiðslustað. Þingið bætti um betur og víkkaði heimildina til allra framleiðenda áfengis, líka líkjöra og sterks áfengis. Skemmtilegt hænuskref í frelsisátt en líka nauðsynlegt og sjálfsagt ferðaþjónustumál og rekstrarmál fyrir þessa litlu framleiðendur. Sjálfsákvörðunarréttur fólks í tæknifrjóvgunum Frumvarp sem stendur mér nærri er annað mál sem ég lagði fram til að afmá úreltar og óþarfar reglur sem geta orðið mikill tálmi í erfiðum og sárum kringumstæðum fólks í tæknifrjóvgunum. Með breytingunum sem ég lagði til fær fólk meðal annars fullt samningsfrelsi til að ákveða sjálft fyrirkomulag tæknifrjóvgana sinna án þess að sambúðarform, sambúðarslit, andlát maka eða nokkuð annað en vilji fólks ákveði tilhögunina. Málið náði ekki fram að ganga í þetta sinn, eins og raunin er því miður um nánast öll þingmannamál á Alþingi, en sýndi að þingheimi er nú ekki alls varnað í frelsishugsuninni því þingmenn úr öllum flokkum vildu standa að frumvarpinu með mér. Það er eðli stjórnmálanna að finna málamiðlanir. Frelsisgleraugun eru nauðsynleg í því stóra samtali og ég held að þau hafi tvímælalaust orðið okkur til heilla á síðasta þingvetri. Með þeim gætum við þess að vel meintar reglur séu hugsaðar til fulls - og höldum til haga þeirri meginreglu að fólki sé treystandi fyrir eigin lífi án þess að hið opinbera sé sífellt að hafa af því óþarfa áhyggjur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Hildur Sverrisdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nikótínpúðar Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Frelsið á sér of fáa málsvara í samfélaginu í dag. Kannski er það vegna þess að við njótum þess að miklu leyti og teljum okkur ekki þurfa að hafa af því áhyggjur – en ef við pössum ekki stöðugt upp á frelsið getur það hæglega orðið hinni alræmdu salamiaðferð aðferð að bráð, þar sem sneitt er af því smám saman. „Hvað með börnin?“ er auðvitað þekkt stef. En lýðheilsuna? Öryggið? Oft eru vissulega verðug sjónarmið í forgrunninum þegar varast á frelsið en heildaráhrif verða aldrei metin nema fórnarkostnaðurinn sé tekinn með í reikninginn. Það skiptir máli að velunnarar frelsisins láti að sér kveða á Alþingi og í því samhengi er vert að minnast á helstu frelsisslagi síðasta þingveturs. Valfrelsi gegn ríkisbragðinu Nikótínmálið svokallaða vakti athygli þegar það var lagt fram af heilbrigðisráðherra. Frumvarpið fékk hvað mesta athygli fyrir að fela í sér bann nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. Málið hlaut hörð viðbrögð við fyrstu umræðu í þingsal og benti undirrituð á það meðal annars að það skyti skökku við að banna bragðefni á vöru sem hvort eð er yrði bönnuð börnum og því einungis verið að hefta frelsi fullorðins fólks til að neyta vörunnar eins og það kýs helst að hafa hana. Í meðförum málsins á þingi hefði að mínu viti mátt ganga mun lengra í frelsisátt í málinu almennt en þessari reglu var allavega blessunarlega breytt og fólk mun því geta valið sitt uppáhalds bragð á nikótínpúðum sem fyrr. Það verður að breyta leigubílakerfinu Burtséð frá allri réttmætri lögfræði eftirlitsstofnanna og sjónarmiða Samkeppniseftirlitsins þá hreinlega blasir við neyðarástand í leigubílaþjónustu. Frumvarpið sem innviðaráðherra lagði fram er því fagnaðarefni og þá ekki síst þær nauðsynlegu breytingar sem voru gerðar á þinginu í frelsisátt; að veita lögaðilum leyfi til reksturs leigubifreiða, að rekstrarleyfi veiti rétt til reksturs einnar eða fleiri leigubifreiða, að krafa um starfsstöð verði felld brott og að hægt verði að semja heildarverð í stað stífra krafna um notkun löggildra gjaldmæla. Allt mikilvæg atriði sem sporna nauðsynlega við undirliggjandi aðgangshindrunum á leigubílamarkaðinum sem verða að vera enn í forgrunni frumvarpsins þegar það verður lagt fram að nýju í haust. Regluramma netverslunar verður að skýra til jafnræðis Frumvarp sem ég lagði fram um að heimila innlenda netverslun með áfengi náði ekki fram að ganga á lokametrum þingsins þrátt fyrir að hafa klárast í þinglegri meðferð. Það voru mér vonbrigði, ekki síst þar sem þrátt fyrir fínt frelsisskref var ekki boðuð nein stórkostleg kollvörpun heldur fyrst og fremst gerður skýrari reglurammi um starfsemi sem er hér þegar til staðar, með erlendum netverslununum sem eru varðar af EES-samningnum, og undirstrika tækifæri innlendra framleiðenda til að standa jafnfætis þeim. Ójafnræðið er því enn til staðar og mun ríkisstjórnin þurfa að greiða úr þeirri stöðu og því fagnaðarefni að dómsmálaráðherra hefur þegar boðað samhljóða frumvarp strax í haust. Brugghúsamálið skemmtilegasta frelsisfrétt sumarsins Huggun harmi gegn í nútímavæðingu áfengislöggjafarinnar er að samstaða náðist um brugghúsamálið svokallaða sem dómsmálaráðherra lagði fram. Það var gott mál sem varð enn betra í meðförum þingsins. Frumvarpið bar upphaflega með sér að lítil bjórbrugghús mættu selja afurðir á framleiðslustað. Þingið bætti um betur og víkkaði heimildina til allra framleiðenda áfengis, líka líkjöra og sterks áfengis. Skemmtilegt hænuskref í frelsisátt en líka nauðsynlegt og sjálfsagt ferðaþjónustumál og rekstrarmál fyrir þessa litlu framleiðendur. Sjálfsákvörðunarréttur fólks í tæknifrjóvgunum Frumvarp sem stendur mér nærri er annað mál sem ég lagði fram til að afmá úreltar og óþarfar reglur sem geta orðið mikill tálmi í erfiðum og sárum kringumstæðum fólks í tæknifrjóvgunum. Með breytingunum sem ég lagði til fær fólk meðal annars fullt samningsfrelsi til að ákveða sjálft fyrirkomulag tæknifrjóvgana sinna án þess að sambúðarform, sambúðarslit, andlát maka eða nokkuð annað en vilji fólks ákveði tilhögunina. Málið náði ekki fram að ganga í þetta sinn, eins og raunin er því miður um nánast öll þingmannamál á Alþingi, en sýndi að þingheimi er nú ekki alls varnað í frelsishugsuninni því þingmenn úr öllum flokkum vildu standa að frumvarpinu með mér. Það er eðli stjórnmálanna að finna málamiðlanir. Frelsisgleraugun eru nauðsynleg í því stóra samtali og ég held að þau hafi tvímælalaust orðið okkur til heilla á síðasta þingvetri. Með þeim gætum við þess að vel meintar reglur séu hugsaðar til fulls - og höldum til haga þeirri meginreglu að fólki sé treystandi fyrir eigin lífi án þess að hið opinbera sé sífellt að hafa af því óþarfa áhyggjur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun