Kraumandi fordómar gegn hinsegin fólki komnir upp á yfirborðið Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2022 13:58 Íris Ellenberger segir fordóma gegn hinsegin fólki sem áður kraumuðu undir niðri séu nú komna upp á yfirborðið. Bylgjan Íris Ellenberger, dósent í samfélagsgreinum við Háskóla Íslands, segir ákveðið bakslag hafa orðið í réttindum hinsegin fólks. Fjandsamleg orðræða gagnvart hinsegin fólki sé orðin opinberlega viðurkennd. Hún segir að við þurfum sífellt að vera á varðbergi og halda samtalinu virku. Undanfarið hafa borist fréttir af ofbeldi og fordómum gegn hinseginfólki, nú síðast fyrir helgi var gelt á tvo menn fyrir að vera samkynhneigðir. Af því tilefni kom Íris Ellenberger, sagnfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, í Bítið til að ræða um réttindi hinsegin fólks og það bakslag sem hefur orðið nýlega. Hún segir að réttindi og staða hinsegin fólks séu langt frá því að vera komin nægilega langt. Sú vitneskja hafi verið til innan hinsegin samfélagsins í langan tíma en nú væri ýmislegt að komast í fréttir og brjóta sér leið upp á yfirborðið. Kraumandi fordómar komi nú upp á yfirborðið Aðspurð hvaðan núverandi bakslag komi segir Íris að þetta séu tilfinningar og fordómar sem hafi verið kraumandi undir niðri en ekki fundið sér leið upp á yfirborðið. Á Íslandi og víða annars staðar sé hins vegar sveifla í gangi sem sé fjandsamleg minnihlutahópum og þeir eigi nú í vök að verjast. „Við sjáum þetta í Norður Ameríku og í Bretlandi þar sem er hatrömm anti-trans-sveifla þar sem trans fólk verður fyrir miklum fordómum,“ segir Íris Hún segir að við sjáum þetta líka Íslandi þar sem sé verið að tala fjandsamlega um trans fólk á Alþingi og það sé verið að skrifa transfóbískar greinar í fjölmiðlum. Ástæðan fyrir þessu telur Íris tengjast því að trans fólk sé orðið meira áberandi og það sé að hrista upp í hlutum sem fólk hélt að væru viðteknir og ógna valdastrúktúrnum. Ungt fólk endurspegli samfélag sitt Þá hefur Íris áhyggjur af því að fjandsamleg orðræða í garð hinsegin fólks sé orðin viðurkennd. Áður hafi slíkar skoðanir kraumað undir niðri en þá var ekki í boði að segja frá því upphátt. Núna þegar þingmenn séu farnir að viðhafa orðræðu sem er fjandsamleg og fjölmiðlar deila henni þá verði hún samþykkt í samfélaginu. Aðspurð hvar við séum að klikka þegar kemur að unga fólkinu segir Íris að unga fólkið endurspegli samfélagið sitt og núverandi bakslag sé vísbending um að hinsegin fólk standi halloka í samfélaginu almennt. Lengi vel hafi mantran um fordóma fólks verið að það hafi verið línuleg þróun til betri vegar. Rannsóknir sem hafi verið gerðar á þessu í bæði hérlendis og erlendis sýni fram á að það sé ekkert gefið að yngra fólk sé frjálslyndra en kynslóðirnar þar á undan. „Þetta er eitthvað sem gengur í bylgjum og eitthvað sem við þurfum að leggja rækt við. Þetta verður aldrei komið heldur er eitthvað sem við þurfum að vinna stanslaust. Aðspurð hvort þetta sé endilega það skref afturábak enis og margir telja segir Íris að þetta sé skref aftur á bak að því leyti að ýmsir fordómar séu orðnir viðteknari og breiðari farvegur kominn fyrir þá. Þetta sýni okkur að við þurfum að vera á varðbergi og að við þurfum að eiga þetta samtal sem við eigum núna, aftur og aftur og aftur. Hinsegin Tengdar fréttir Sigmundur grafi undan réttindabaráttu með slóttugum aðferðum Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ 4. júlí 2022 10:23 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Undanfarið hafa borist fréttir af ofbeldi og fordómum gegn hinseginfólki, nú síðast fyrir helgi var gelt á tvo menn fyrir að vera samkynhneigðir. Af því tilefni kom Íris Ellenberger, sagnfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, í Bítið til að ræða um réttindi hinsegin fólks og það bakslag sem hefur orðið nýlega. Hún segir að réttindi og staða hinsegin fólks séu langt frá því að vera komin nægilega langt. Sú vitneskja hafi verið til innan hinsegin samfélagsins í langan tíma en nú væri ýmislegt að komast í fréttir og brjóta sér leið upp á yfirborðið. Kraumandi fordómar komi nú upp á yfirborðið Aðspurð hvaðan núverandi bakslag komi segir Íris að þetta séu tilfinningar og fordómar sem hafi verið kraumandi undir niðri en ekki fundið sér leið upp á yfirborðið. Á Íslandi og víða annars staðar sé hins vegar sveifla í gangi sem sé fjandsamleg minnihlutahópum og þeir eigi nú í vök að verjast. „Við sjáum þetta í Norður Ameríku og í Bretlandi þar sem er hatrömm anti-trans-sveifla þar sem trans fólk verður fyrir miklum fordómum,“ segir Íris Hún segir að við sjáum þetta líka Íslandi þar sem sé verið að tala fjandsamlega um trans fólk á Alþingi og það sé verið að skrifa transfóbískar greinar í fjölmiðlum. Ástæðan fyrir þessu telur Íris tengjast því að trans fólk sé orðið meira áberandi og það sé að hrista upp í hlutum sem fólk hélt að væru viðteknir og ógna valdastrúktúrnum. Ungt fólk endurspegli samfélag sitt Þá hefur Íris áhyggjur af því að fjandsamleg orðræða í garð hinsegin fólks sé orðin viðurkennd. Áður hafi slíkar skoðanir kraumað undir niðri en þá var ekki í boði að segja frá því upphátt. Núna þegar þingmenn séu farnir að viðhafa orðræðu sem er fjandsamleg og fjölmiðlar deila henni þá verði hún samþykkt í samfélaginu. Aðspurð hvar við séum að klikka þegar kemur að unga fólkinu segir Íris að unga fólkið endurspegli samfélagið sitt og núverandi bakslag sé vísbending um að hinsegin fólk standi halloka í samfélaginu almennt. Lengi vel hafi mantran um fordóma fólks verið að það hafi verið línuleg þróun til betri vegar. Rannsóknir sem hafi verið gerðar á þessu í bæði hérlendis og erlendis sýni fram á að það sé ekkert gefið að yngra fólk sé frjálslyndra en kynslóðirnar þar á undan. „Þetta er eitthvað sem gengur í bylgjum og eitthvað sem við þurfum að leggja rækt við. Þetta verður aldrei komið heldur er eitthvað sem við þurfum að vinna stanslaust. Aðspurð hvort þetta sé endilega það skref afturábak enis og margir telja segir Íris að þetta sé skref aftur á bak að því leyti að ýmsir fordómar séu orðnir viðteknari og breiðari farvegur kominn fyrir þá. Þetta sýni okkur að við þurfum að vera á varðbergi og að við þurfum að eiga þetta samtal sem við eigum núna, aftur og aftur og aftur.
Hinsegin Tengdar fréttir Sigmundur grafi undan réttindabaráttu með slóttugum aðferðum Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ 4. júlí 2022 10:23 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sigmundur grafi undan réttindabaráttu með slóttugum aðferðum Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ 4. júlí 2022 10:23