Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 11. júlí 2022 17:22 Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir söluna til Síldarvinnslunnar efla starfsemi fyrirtækisins til muna. Vísir/Arnar Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, sagði kaup Síldarvinnslunnar á Vísi vera beint framhald af stefnumörkun fyrirtækisins undanfarin ár. Með kaupunum sé verið að tvöfalda bolfiskshluta félagsins og fyrirtækin telji sig getað spilað betur út úr þessum heimildum sameiginlega en í hvort í sínu lagi. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði söluna á Vísi áður hafa legið fyrir og nú hafi besta tækifærið gefist. Hann trúir því að þær forsendur sem séu að baki tryggi veru fyrirtækisins. Hann segir að það sé eins í þessum rekstri og öðrum að hlutabréf erfist milli kynslóða. Dansa á línu kvótaviðmiða Fréttamaður Vísis talaði við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar, í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. „Er ekki hætta á að þið farið yfir svokölluð kvótaviðmið sem hafa verið gefin út?“ spurði fréttamaður Gunnþór. „Eins og kom fram í tilkynningunni sem við sendum frá okkur þá er ákveðið útlit á því að við gætum verið að dansa sitthvorum megin við þetta viðmið, sem er tólf prósent. Auðvitað er það háð miklum sveiflum í útgáfu aflaheimilda,“ sagði Gunnþór við þeirri spurningu. Þá bætti hann við að Síldarvinnslan væri til dæmis mjög stór í uppsjávarheimildum sem sveifluðust mikið og síðustu tvö af fjórum árum hafi engum loðnukvóta verið úthlutað. „En að sjálfsögðu erum við meðvituð um þetta og munum aðlaga heimildir félagsins að þeim ramma sem okkur er sniðinn,“ sagði Gunnþór. „Hvað þýðir að aðlaga ykkar heimildir? Eruð þið að fara að selja einhverjar heimildir frá ykkur?“ „Við gætum þurft að losa einhverjar heimildir út úr samstæðunni,“ sagði Gunnþór aðspurður hvað þýddi að aðlaga heimildir. En það væri hægt að aðlaga sig með fleiri en einum hætti. Trúa því að salan sé besta ákvörðunin fyrir Vísi Fréttamaður talaði við Pétur Pálsson, framkvæmdastjóra Vísis, um söluna. Aðspurður hvers vegna Vísir var seldur til Síldarvinnslunnar sagði Pétur að ákvörðun um söluna hafi áður legið fyrir og nú hafi besta tækifærið gefist. „Það er samkomulag um vinnubrögð næstu fimm árin. Við trúum því einfaldlega að þessar forsendur sem hér eru að baki tryggi veru fyrirtækisins hér með okkar starfsfólki,“ sagði Pétur aðspurður hvort það væri einhver trygging fyrir því að starfsemin yrði áfram í Grindavík. „Þetta er eiginlega að snúast við. Áður var fyrirtækið alltaf að skammta fólki vinnu en nú er það fólk sem skaffar fyrirtækjum afl,“ bætti hann við og sagðist bjartsýnn og trúa því að þetta væri besta leiðin fyrir fyrirtækið. „Má segja að með þessari sölu sé kvótinn að fara milli kynslóða?“ spurði fréttamaður þá. „Ég held að það sé í þessum rekstri eins og öllum öðrum að hlutabréf erfist milli kynslóða. Stærsti hlutinn af þessu lausafé sem við fáum greitt fer í ríkissjóð,“ sagði Pétur aðspurður hvort kvótinn væri að fara á milli kynslóða með sölunni. Ástæðan fyrir því að þau systkinin tóku 70 prósent greiðslunnar í hlutabréfum sagði Pétur að öll eign þeirra færi úr því að vera eign í Vísi yfir í að vera eign í Síldarvinnslunni. Peningarnir sem þau fengju nægðu svo fyrir þeim skattgreiðslum sem þyrfti að inna af hendi við svona kynslóðaskipti og gjörninga. Aðspurður út í áhyggjur fólks af aukinni samþjöppun í ljósi sögunnar segir Páll að þó að það séu búnar að vera miklar breytingar á sjávarútvegi sé engin önnur atvinnugrein sem komist með tærnar nálægt hælunum á sjávarútveginum í dreifingu um landið og í fjölda fyrirtækja. Sjávarútvegur Fiskur Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, sagði kaup Síldarvinnslunnar á Vísi vera beint framhald af stefnumörkun fyrirtækisins undanfarin ár. Með kaupunum sé verið að tvöfalda bolfiskshluta félagsins og fyrirtækin telji sig getað spilað betur út úr þessum heimildum sameiginlega en í hvort í sínu lagi. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði söluna á Vísi áður hafa legið fyrir og nú hafi besta tækifærið gefist. Hann trúir því að þær forsendur sem séu að baki tryggi veru fyrirtækisins. Hann segir að það sé eins í þessum rekstri og öðrum að hlutabréf erfist milli kynslóða. Dansa á línu kvótaviðmiða Fréttamaður Vísis talaði við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar, í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. „Er ekki hætta á að þið farið yfir svokölluð kvótaviðmið sem hafa verið gefin út?“ spurði fréttamaður Gunnþór. „Eins og kom fram í tilkynningunni sem við sendum frá okkur þá er ákveðið útlit á því að við gætum verið að dansa sitthvorum megin við þetta viðmið, sem er tólf prósent. Auðvitað er það háð miklum sveiflum í útgáfu aflaheimilda,“ sagði Gunnþór við þeirri spurningu. Þá bætti hann við að Síldarvinnslan væri til dæmis mjög stór í uppsjávarheimildum sem sveifluðust mikið og síðustu tvö af fjórum árum hafi engum loðnukvóta verið úthlutað. „En að sjálfsögðu erum við meðvituð um þetta og munum aðlaga heimildir félagsins að þeim ramma sem okkur er sniðinn,“ sagði Gunnþór. „Hvað þýðir að aðlaga ykkar heimildir? Eruð þið að fara að selja einhverjar heimildir frá ykkur?“ „Við gætum þurft að losa einhverjar heimildir út úr samstæðunni,“ sagði Gunnþór aðspurður hvað þýddi að aðlaga heimildir. En það væri hægt að aðlaga sig með fleiri en einum hætti. Trúa því að salan sé besta ákvörðunin fyrir Vísi Fréttamaður talaði við Pétur Pálsson, framkvæmdastjóra Vísis, um söluna. Aðspurður hvers vegna Vísir var seldur til Síldarvinnslunnar sagði Pétur að ákvörðun um söluna hafi áður legið fyrir og nú hafi besta tækifærið gefist. „Það er samkomulag um vinnubrögð næstu fimm árin. Við trúum því einfaldlega að þessar forsendur sem hér eru að baki tryggi veru fyrirtækisins hér með okkar starfsfólki,“ sagði Pétur aðspurður hvort það væri einhver trygging fyrir því að starfsemin yrði áfram í Grindavík. „Þetta er eiginlega að snúast við. Áður var fyrirtækið alltaf að skammta fólki vinnu en nú er það fólk sem skaffar fyrirtækjum afl,“ bætti hann við og sagðist bjartsýnn og trúa því að þetta væri besta leiðin fyrir fyrirtækið. „Má segja að með þessari sölu sé kvótinn að fara milli kynslóða?“ spurði fréttamaður þá. „Ég held að það sé í þessum rekstri eins og öllum öðrum að hlutabréf erfist milli kynslóða. Stærsti hlutinn af þessu lausafé sem við fáum greitt fer í ríkissjóð,“ sagði Pétur aðspurður hvort kvótinn væri að fara á milli kynslóða með sölunni. Ástæðan fyrir því að þau systkinin tóku 70 prósent greiðslunnar í hlutabréfum sagði Pétur að öll eign þeirra færi úr því að vera eign í Vísi yfir í að vera eign í Síldarvinnslunni. Peningarnir sem þau fengju nægðu svo fyrir þeim skattgreiðslum sem þyrfti að inna af hendi við svona kynslóðaskipti og gjörninga. Aðspurður út í áhyggjur fólks af aukinni samþjöppun í ljósi sögunnar segir Páll að þó að það séu búnar að vera miklar breytingar á sjávarútvegi sé engin önnur atvinnugrein sem komist með tærnar nálægt hælunum á sjávarútveginum í dreifingu um landið og í fjölda fyrirtækja.
Sjávarútvegur Fiskur Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17