Sveitarstjóri Dalabyggðar með tæplega 1,7 milljón króna í mánaðarlaun Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. júlí 2022 19:28 Björn Bjarki Þorsteinsson er nýr sveitarstjóri Dalabyggðar. SFV Björn Bjarki Þorsteinsson var í dag ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar en hann fær 1,675 milljón króna í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks sem nemur 127 þúsundum króna. Ellefu umsóknir um stöðuna bárust en þeim var öllum hafnað og var Björn Bjarki ráðinn í staðinn. Björn Bjarki hefur starfað sem framkvæmdastjóri Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis í Borgarnesi, síðastliðin fimmtán ár og setið í stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu síðastliðin tíu ár, lengst af sem varaformaður og síðar formaður þar til í apríl síðastliðnum. Björn Bjarki hefur áralanga reynslu af sveitarstjórnarstörfum en hann sat í sveitarstjórn Borgarbyggðar frá 2002 til 2018, þar af sem forseti sveitarstjórnar í tvö kjörtímabil. Einnig hefur hann gegnt formennsku meðal annars í byggðarráði og fræðslunefnd. Samkvæmt fundargerð sveitarstjórnar Dalabyggðar verður Björn Bjarki með 1,675 milljón króna í mánaðarlaun og ökutækjastyrk upp á 127 þúsund krónur. Þá fær hann farsíma til afnota og mun sveitarfélagið borga símreikning, internet-tengingu og iðgjöld af veikinda-, slysa- og líftryggingu. Björn Bjarki mun leigja íbúð af Dalabyggð og greiðir fyrir hana samkvæmt gjaldskrá um leiguíbúðir sveitarfélagsins. Reiknað er með að hann hefji störf undir lok sumars. Samkvæmt tölum á vef Hagstofu eru íbúar sveitarfélagsins 665 talsins en þeim fjölgaði verulega seinasta ár, eða um 45 talsins. Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra rann út 20. júní síðastliðinn. Alls bárust 13 umsóknir og tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Að lokinni úrvinnslu umsókna var það mat byggðaráðs að hafna skyldi öllum umsóknum. Umsækjendur voru: Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari Barbara K. Kristjánsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri Glúmur Baldvinsson, eigin rekstur Gunnsteinn Björnsson, sjálfstætt starfandi Hróðmar Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Ingvi Már Guðnason, verkstjóri Jón Eggert Guðmundsson, yfirmaður kerfismála Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Sigurður Sigurðarson, sjálfstætt starfandi Viggó E. Viðarsson, flokksstjóri Örn Haukur Magnússon, framkvæmdastjóri Uppfært: Upphaflega stóð að ökutækjastyrkurinn væri 217 þúsund krónur á mánuði en er í rauninni 127 þúsund. Dalabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meirihluti í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður Meirihluti íbúa í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður. Flestir þeirra vilja sameinast Sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms og næst flestir Húnaþingi vestra. 16. maí 2022 15:46 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Björn Bjarki hefur starfað sem framkvæmdastjóri Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis í Borgarnesi, síðastliðin fimmtán ár og setið í stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu síðastliðin tíu ár, lengst af sem varaformaður og síðar formaður þar til í apríl síðastliðnum. Björn Bjarki hefur áralanga reynslu af sveitarstjórnarstörfum en hann sat í sveitarstjórn Borgarbyggðar frá 2002 til 2018, þar af sem forseti sveitarstjórnar í tvö kjörtímabil. Einnig hefur hann gegnt formennsku meðal annars í byggðarráði og fræðslunefnd. Samkvæmt fundargerð sveitarstjórnar Dalabyggðar verður Björn Bjarki með 1,675 milljón króna í mánaðarlaun og ökutækjastyrk upp á 127 þúsund krónur. Þá fær hann farsíma til afnota og mun sveitarfélagið borga símreikning, internet-tengingu og iðgjöld af veikinda-, slysa- og líftryggingu. Björn Bjarki mun leigja íbúð af Dalabyggð og greiðir fyrir hana samkvæmt gjaldskrá um leiguíbúðir sveitarfélagsins. Reiknað er með að hann hefji störf undir lok sumars. Samkvæmt tölum á vef Hagstofu eru íbúar sveitarfélagsins 665 talsins en þeim fjölgaði verulega seinasta ár, eða um 45 talsins. Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra rann út 20. júní síðastliðinn. Alls bárust 13 umsóknir og tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Að lokinni úrvinnslu umsókna var það mat byggðaráðs að hafna skyldi öllum umsóknum. Umsækjendur voru: Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari Barbara K. Kristjánsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri Glúmur Baldvinsson, eigin rekstur Gunnsteinn Björnsson, sjálfstætt starfandi Hróðmar Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Ingvi Már Guðnason, verkstjóri Jón Eggert Guðmundsson, yfirmaður kerfismála Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Sigurður Sigurðarson, sjálfstætt starfandi Viggó E. Viðarsson, flokksstjóri Örn Haukur Magnússon, framkvæmdastjóri Uppfært: Upphaflega stóð að ökutækjastyrkurinn væri 217 þúsund krónur á mánuði en er í rauninni 127 þúsund.
Dalabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meirihluti í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður Meirihluti íbúa í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður. Flestir þeirra vilja sameinast Sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms og næst flestir Húnaþingi vestra. 16. maí 2022 15:46 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Meirihluti í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður Meirihluti íbúa í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður. Flestir þeirra vilja sameinast Sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms og næst flestir Húnaþingi vestra. 16. maí 2022 15:46